Leita í fréttum mbl.is

Held að það sé rétt að slá á væntingar fólks. Þær eru úr hófi.

Held að fólk þurfi að átta sig á því að þessi ríkisstjórn gerir ekki kraftaverk. Það er ljóst að við erum stórskuldug og skuldirnar hverfa ekki. Ef þeim er létt af einhverjum þá lenda þær á öðrum.

Eins þessi hugmynd fólk um að í næstu kosningum geti allt verið komið á hreint varðandi nýja stjórnarskrá og "Nýtt lýðveldi" er náttúrulega út úr kú.

Fólk verður að átta sig á að svona endurbætur taka tíma. Og eins eru upphrópanir fólks eins og "Ekkert flokksræði", "Valdið til fólksins", "Beint lýðræði" og fleiri slík ekkert gildi í sjálfu sér. Það er ekki til það land í heiminum þar sem fólk hópar sig ekki saman í hópa/flokka til að hafa áhrif. 

Og svo það sem ég heyrði í dag í ræðum á Austurvelli varðandi "fulltrúalýðræði" sem neikvæðan hlut varð til þess að ég fór að hugsa um að fólki væri nú nær að skoða hluti áður en það fer að nota svona orð. Alstaðar þar sem kosnir eru einstaklingar á þing, hlýtur að verða fulltrúalýðræði. Við erum jú að kjósa okkur fulltrúa á þing. 

Held að mikið af þessum slagorðum og hugmyndum sem heftur rignt yfir okkur að undanförnum sé lýðskrum. 

Það tala margir um fyrirkomulag þar sem forsætisráðherra væri kosin sé og svo þingið sér til að aðgreina framkvæmdarvaldið frá löggjafarvaldinu sbr. Bandaríkin. En fólk hlýtur að vita að í Bandaríkjunum blómstrar einmitt lobbyismi, mútur og spilling þar sem að verið er að reyna að kaupa þingmenn til að vinna gegn hinum og þessum málum sem að ríkisstjórnin vill koma fram. Þetta fyrirkomulag býður upp á spillingu. Munið þið t.d. eftir baraáttu Clinton fyrir að takmarka byssueign. Og svo getur forseti stoppað mál frá þinginu.

Þannig að þetta kerfi er nú ekki fullkomið heldur. 

Held að við eigum að gera þá kröfu að stjórnlagaþing kynni sér fyrirkomulag þessara mála um allan heim áður en við ákveðum hvaða niðurstöðu við viljum fá út úr þessu.

En umfram allt ekki reikna með kraftaverkum. Við verðum að sætta okkur næstu mánuði við að stjórnvöld séu sanngjörn, geri það sem þau geta til að hjálpa skuldugu og illstöddu fólki. Og við hin sem betur stöndum verðum að reikna með að við þurfum að bera stærri hluta kökunnar um sinn.


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband