Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama hvernig þessi könnun er skoðuð

Samkvæmt www.ruv.is er þessi könnun markverð um margt t.d. hverning fylgið hreyfist eftir því sem líður á mánuðinn. Þannig er fylgir Vg að dala eftir því sem liður á mánuðinn og Sjálfstæðisflokkur er að ná auknu fylgi eftir að upp úr slittnaði úr ríkisstjórnarsamstarfi.

Miklar sveiflur eru á fylgi stjórnmálaflokkana síðustu vikurnar í janúar. Þrátt fyrir að mælast stærstur stjórnmálaflokka landsins tapa vinstri grænir miklu fylgi í janúar; misstu fylgið niður um 15 prósentustig innan mánaðarins. Fylgi VG fer úr rúmum 36% fyrstu vikuna í janúar niður í 21% í lok mánaðar.

Sjálfstæðsflokkurinn bætti við sig 10 prósentustigum eftir stjórnarslitin síðustu vikuna í janúar og mældist þá stærsti flokkurinn. Samfylkingin bætti við sig 6 prósentustigum. Framsókn tapaði hinsvegar 4 prósetnustigum milli vikna.

Athyglisvert er að skoða hvernig fylgi stjórnmálaflokkanna breyttist milli vikna í janúarmánuði. Landsfundur Framsóknarflokksins, mótmæli almennings og stjórnarslit settu mark sitt á mánuðinn og skoðanir fólksins.

Fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs mældist 36 prósent fyrstu vikuna í janúar og hefur aldrei mælst meira. Vinstri grænir tapa hins vegar miklu fylgi síðustu vikuna í janúar og mælast þá með 21 prósenta fylgi. Vinstri grænir missa fylgið niður um 15 prósentustig á fjórum vikum. 9 prósentustig í síðustu viku eða úr 30 prósentum  í 21 prósent.

Rúm 20 prósent aðspurðra sögðust styðja Samfylkinguna fyrstu vikuna í janúar og fylgi flokksins var nokkuð stöðugt fram að stjórnarslitum. Við stjórnarslitin í síðustu viku jókst fylgi flokksins svo um 6 prósentustig á einni viku og mældist rúm 26 prósent síðustu viku mánaðarins.

Þjóðarpúlsinn er svo meðaltal af þessari þróun

 


mbl.is Framsókn í sókn, Samfylking dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband