Leita í fréttum mbl.is

Það er eins með þessa ábendingu eins og aðrar - menn taka ekkert mark á henni!

Það er eins og þegar við vorum vöruð við að bankarnir og fjármálakerfið hér stæði á brauðfótum þá hlustuðu menn ekki á það frekar en nú. Menn alveg ákveðnir í því að hagsmunir Íslands séu svo allt öðruvísi en annarra, að aðrar lausnir eig hér við. Það er sama þó nær allir sérfræðingar bendi okkur á að aðild að ESB og upptaka evru sé besta lausn okkar til frambúðar þá þykjast sömu stjórnmálamenn og hlustuðu ekki áður vita betur.  Þó að t.d. bæði Svíar og Finnar hafi komist að því að þetta væri þeirra besta leið út úr þeirra kreppu og um 85% allra Evrópuþjóða hafi kosið að ganga í ESB þá teljum við okkur best borgið hér ein með okkar krónu eða hugsanlega norska krónu.

Og gaman til þess að vita að nær allir þeir meintu sérfræðingar um skaðsemi ESB fyrir okkur hafa aldrei komið til Brussel og hafa upplýsingar sínar eftir einhverjum besservissum erlendum sem tala hvorki fyrir hönd ríkisstjórna eða meirihluta þeirra sem eru innan ESB.

Var ekki í búið að vara okkur við ástandi fjármála og bankakerfis okkar í 3 til 4 ár áður en það hrundi. Ætli það verði ekki raunin eftir 3 til 4 ár að þjóðin áttar sig á því að við náum okkur ekki út úr þessari kreppu án þess að ganga í ESB.

Minni fólk á að Norðmenn margir sem eiga tök á því gera öll sín innkaup í Svíþjóð þar sem vöruverð er mun lægra. Þannig að ef fólki dreymir um lægra vöruverð með upptöku norskrar krónu þá ættu þau að gleyma því.


mbl.is Besta lausnin er aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband