Leita í fréttum mbl.is

Það bíður sérstaks saksóknara erfitt verk

Var að hlusta á pistil Sigrúnar Davíðsdóttur í Speglinum á ruv í gær. Og eftir það er ljóst að þetta verður svakalega erfið vinna sem býður þessa nýja embættis. Í gær var hún að fjalla um Baug og segir m.a.

Það er ekkert áhlaupaverk að gera sér grein fyrir stöðu Baugs. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja skráður á nokkur heimilisföng sem tengjast Baugi. Guardian telur upp 31 fyrirtæki, þar á meðal Illums, Magasin du Nord og Saks, sem Baugur eigi eða eigi í. Þetta eru fyrirtæki í rekstri. Að baki þessum eignum liggur hins vegar flókið net eignarhaldsfyrirtækja. Í vísindum er gjarnan sagt að einföldustu lausnirnar séu þær bestu. Hjá Baugi, eins og mörgum nýrri fyrirtækjum, virðist gilda að því flóknara, því betra.

Hluti af þessum flækjum birtist í Lögbirtingablaðinu í Lúxemborg þar sem skráð eru fjölmörg félög tengd Íslendingum. Sum eru stofnuð í gegnum íslensku bankana, önnur á endurskoðunarskrifstofum og hjá öðrum aðilum sem taka að sér að stofna félög í Lúxemborg. ‘Baugur Holding' var skráð í Lúxemborg 2000. Hlutaféð var 2,5 milljón króna. Fyrirtækið var sett upp með nafnlausum hætti eins og hægt er í Lúxemborg, stofnféð greitt af þjónustufyrirtækjum Kaupþings, skráðum á Tortólu.

Og Sigrún heldur áfram og segir

Það má til sanns vegar færa að peningarnir sjálfir fara ekki til Tortólu heldur er þetta Tortólukerfi nokkurs konar peningaveita sem skilar peningum sporlaust þangað sem síðan er hægt að ráðstafa þeim. Skömmu eftir skráningu ‘Baugs Holding' eru skráðir stjórnendur þeir Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson. Þeir tveir síðastnefndu eiga einnig eignarhaldsfyrirtæki skráð í Lúxemborg. Lúx-fyrirtæki Hreins tengjast ýmsum kaup-og-sölufléttum í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár.

Saga ‘Gaums Holding' liggur líka um Tortólu. Tvö fyrirtæki þar, sem Kaupþing í Lúxemborg notaði síðar, stofnuðu tvö félög með frönsku nafni í júní 1998. Síðar breyttu þessi félög um nafn, annað varð ‘Gaumur Holding'. Merkilegt að hitt félagið varð ‘Meidur Holding'. Meiður á Íslandi varð síðan að Existu. Í kringum þetta upphaf hafa sprottið ýmsar getgátur um rússnesk tengsl en engin þeirra virðist haldbær.

Og enn segir hún

‘BG Real Estate Europe' var stofnað 2007 af Dial Square Holding ehf, skráðu á Túngötu 6, þar sem skrifstofa Baugs Group er, eða var, til húsa. Hálfu ári síðar sameinast það öðru fyrirtæki, Immo Croissance, sem er hluti af stórum fyrirtækjaklasa, líklega einkum í fasteignafjárfestingum. Í þessum klasa kemur fyrir nafn Eiríks S. Jóhannssonar, skráðum á Túngötu 6 og Skúla Þorvaldssonar, til heimilis í Lúxemborg.

A-Holding ehf er til á Túngötunni en nafni þessi er líka í Lúxemborg. Fram hefur komið að félagið var stofnað utan um fyrirhuguð kaup Baugs í enska verslunarfélaginu Arcadia. Stofendur Lúx-félagsins voru Kaupþing, Íslandsbanki, Baugur og Gaumur. Þó hvorki Gaumur ehf né Gaumur fasteignir ehf heldur áðurnefnt Lúx-félag, ‘Gaumur Holding'. Í stjórn A-Holding í Lúxemborg hafa setið þeir Gunnar S. Sigurðsson, Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Scheving Thorsteinsson, Skarphéðinn B. Steinarsson og Tryggvi Jónsson.

Og hún talar um að þarna sé hún bara að skoða smá dæmi. Frábæri pislar Sigrunar eru aðgegnilegir inn á http://www.ruv.is/heim/vefir/pistlar/sigrund/

Skrítð að aðrir blaðamenn hafi ekki beitt sömu aðferðum eins og hún m.a. að fara í lögbirtingarmiðla t.d. Luxemborg.


mbl.is Starfsmönnum fjölgar hjá embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband