Leita í fréttum mbl.is

Heitir þetta ekki að nauðga "virku lýðræði"

Hvað eiga þessi samtök við með:

 Nú er nauðsynlegt að taka upp virkt lýðræði og losa þjóðina við útsendara flokkseigenda í fjármálafyrirtækjum, stjórnsýslunni, háskólum og fjölmiðlum,“ segir í fréttatilkynningu frá röddum fólksins

Hvað eiga þau við? Ætla þau að láta reka alla sem í þessum stöfnunum sem tengjast einhverjum stjórnmálaflokkum eða eru skyld einhverjum þar. Hvaða vald hafa þau til þess? Eru þau að tala um t.d. Rektora Háskólana, blaðamenn, fréttamenn og hverja innan stjórnsýslunar eru þau að tala um? Kannski eru þau t.d. að tala um Hannes Hólmstein en er það ekki verk rektors að meta hvort að hann standi sig í starfi. Það getur verið að hann hafi verið einn af þeim sem mótuðu stefnu Sjálfstæðismanna en það kemur starfi hans sem kennari ekkert við. 

Og verst af öllu að þetta kemur virku lýðræði ekkert við. 


mbl.is Mótmælt eftir stjórnarskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Er það virkt lýðræði að setja fólk í stöður sem hefur það eitt sér til ágætis að vera flokksbundið í Sjálfstæðisflokknum? Hannes H., Jónas Fr. í FME, DO í Seðló svo fátt eitt sé talið, voru teknir fram fyrir faglega hæft fólk í þessar mikilvægu stöður. Íslendingar verða fyrir athlægi á alþjóðavettvangi vegna akkúrat þessara mála.

Margrét Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 06:52

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jónas Fr er farinn, Davíð er að fara. Ég veit að það var illa að ráðningu Hannesar staðið. En það er Háskólans að meta hæfni hans sem kennara. Það er ekki fólks sem ekki hefur setið tíma hjá honum. Svona aðgerðir eru meira eins og ákveðin hópur ætli að taka löginn í sínar hendur og hengja menn án dóms og laga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2009 kl. 08:40

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

En hvað með allar hinar stöðurnar sem Sjallarnir settu fólkið sitt í? Í ráðuneytum, í dómskerfinu? Fólk sem ekki var ráðið á faglegum forsendum á kostnað þeirra sem voru hæfari. Íslenska þjóðin fær ekki að njóta faglegra vinnubragða í mikilvægum stofnunum af því að HÆFASTA FÓLKIÐ VAR EKKI RÁÐIÐ.

Margrét Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ráðuneytisstjórar hafa verið látnir hætta og nú er verð að segja upp nokkrum en það er ekki hægt að halda svona áfram endalaust því þá verða í raun allir Íslendingar vanhæfir og engin sem allir geta sætt sig við. Við verðum að dæma fólk af verkum þeirra ekki af eintómri röklausri reiði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2009 kl. 11:28

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Til að geta breytt um t.d. dómarar verður að breyta lögum. Það mundi aldrei ganga að láta þá bara fara af því fólk er reitt. Þá væru lög og regla fyrir bý hér á landi og við tæki öld ofbeldis og óaldar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband