Leita í fréttum mbl.is

Held að fólk ætti nú að muna að ríkisstjórnin er búin að vera til í 6 daga!

Furðuleg yfirlýsing þegar að ríkisstjórnin  er búin að leggja fram á nokkrum dögum frumvarp varðandi greiðsluaðlögun, gjaldþrotaskipti og enn fleiri ráðstarfanir.

Veit að þetta fólk villa ríkið láti bankana fella niður skuldir! Finnst að það komi ekki til greina þar sem það lendir þá á öðrum sem eru að reyna að standa sig í að greiða af sínum lánum. Finnst að greiðsluaðlögun sem nú þegar er búið að leggja fram sem frumvarp á Alþingi sé lausn sem ætti að nota. En hún gengur út á að fólk leitar sér aðstoðar t.d. hjá ráðgjafastöðu heimila sem fer yfri þeirra mál og í framhaldi vinnur að lausn með fólki sem er í líkingu við nauðarsamninga. Fólk sem hefur skuldsett sig miðað við hámarksveð  og  greiðslubirgði miðað við hámarkslaun þarf vissulega aðstoð en það gengur ekki að lausnin sé að hækka skatta fyrir því á aðra sem nú geta staðið undir sínum skuldbindingum. Því verður að taka á þessu á einstaklings grundvelli. Það er jú skítt að eignarhlutur fólks í íbúðum og húsum hefur horfið í þessu gjörningaveðri sem gengur yfir en að horfa til almennra niðurfellingar gengur ekki. Greiðsluaðlögun þar sem skuldir eru aðlagaðar að því sem fólk getur borgað er eitthvað sem getur hjálpað fólki hitt eykur vandamál hjá öðrum. Því auknir skattar þýði að aðrir hafa minni tekjur og komast líka í vandamál


mbl.is Harma innantóm loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hagsmunasamtök heimilanna eru að minna á loforð tveggja ríkisstjórna og þá er líka verið að tala um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Nokkuð fannst mér einkennilegt að á fyrstu dögum nýrrar ríkistjórnar, skyldu Sjálfstæðismenn dúkka upp með frumvarp um greiðsluaðlögun samhliða öðru frá núverandi stjórn.

Aðstæður okkar í dag eru með þeim hætti að nú getur þurft að beita aðferðum sem ekki er gripið til dags daglega. Við verðum að styðja hvert annað eins og kostur er og varast að fara í hár saman vegna slíkra mála.

Tek það fram að ég tel mig hafa stutt báðar stjórnirnar, þá þolinmæði gagnvart þeirri fyrri væri orðin ansi lítil. = Samfylkingarfélagi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sem ég hjó í var þetta:

og loforð nýrrar ríkisstjórnar um að slá skjaldborg um heimilin.

Og að hún er nú þegar búin að leggja fram þessi frumvörp. En annrs get ég tekið unidr það sem þú segir Hólmfríður. Ég er undir það búinn að allir taki á sig birgðar við að endurreisa landið. EN þeir sem leggja til flata niðurflellingu á lánum eru held ég ekki að hugsa umhagsmuni heildarinnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.2.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, frumvörpin sem ríkisstjórnin er búin að leggja fram ná ekki til brýnasta vandans.  Það sem er brýnast að gera er að stöðva aðfarir og nauðungarsölur.

Varðandi flata eða ekki flata niðurfellingu, þá eru Hagsmunasamtök heimilanna að tala fyrir almennum aðgerðum.  Mér sýnist á niðurfærslu krafna í bókhaldi Nýja Kaupþings að það sé nú borð fyrir báru hjá þeim.  Kröfuhafar í bankanum þurfa að sætta sig við 954 milljarða tap á eignum bankans í formi útistandandi skulda viðskiptavina og þá er bara sanngjarnt að þessir viðskiptavinir fái sömu niðurfærslu.

Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 00:14

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Greiðsluaðlögun er einmitt hugsuð til að stöðva aðfarir. Hún gengur út á að fólki gefist kostur á að ganga til samninga svipað og nauðasamningar fyrirtækja. Þar sem með aðstoð starfsfólks er gegnið í að aðlaga afborganir að greiðslugetu með því að kröfuhafar lækka eða fella niður skuldir.

Nú í dag eru þessi íbúðalán taldar með eignum nýju bankanna, íbúðarlánasjóðs, lífeyrissjóðanna. og annarra fjármálastofnana. Ef við gerum ráð fyrir að þetta séu kannski um 700 milljarðar og yrðu skornir niður með flötum niðurskurði um kannski 200 milljarða þá þyrftum við að bæta bönkunum þetta fé því annars stæðu þeir með neikvætt eigið fé eða að minnstakosti lítið.

Og ef við förum að horfa til bílalána og neyslulána líka þá yrði upphæðin enn meiri.

Þú hlýtur að sjá að þar með yrði þá að hækka skatta til að innheimta þetta auk þess sem þarf til að loka fjárlagagatinu upp á 150 milljarða.

Kannski það sem er kannski að hér á landi sem er öðruvísi enn annarsstaðar er þessi rembingur hér að allir eigi sitt húsnæði. Og eins þessi lenska að þurfa alltaf að vera að stækka við sig bara af því að að fólk gat fengið hærri lán. Þetta á ekki við næstum alla en var mjög algengt. Þannig hækkaði verðið hér upp úr öllu valdi 2006 og 2007. Fólk yfirbauð ásett verð án þess að hika.

Ég gæti séð fyrir mér einhverja ráðstafanir á línuna vegna verðtryggingar. t.d. finnst mér hægt að skoða að festa hana miðað við mitt ár 2008. En ég er mjög efins með svona flata niðurfærslu lána almennt. Enda held ég að það mundi koma illa við ríkið og t.d. Íbúðarlánasjóð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.2.2009 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband