Mánudagur, 9. febrúar 2009
Óskaplega er fólk farið að rugla hér blogginu
Ríkisstjórnin er búin að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórn Seðlabanka. Hún lýsti því yfir þegar hún var stofnuð. Auk þess hefur fólk krafist þess bæði stjórnmálamenn, sem og almenningur m.a. í mótmælum.
Til að endurskipuleggja hér fjármála- og efnahagsumhverfi okkar er nauðsynlegt að menn sem hafa verið holdgervingar þess hverfi af sviðinu. Og hver er meiri holdgervingur þess en Davíð. Hann kom því á, fylgdi því eftir og þróaði og hefur stýrt peningamálum hér á landi síðan að hann afhenti sér sjálfum embætti Seðlabankastjóra þegar nennti ekki lengur að vera á þingi.
Það hefur engin kosið Davíð í þessa stöðu en Ríkisstjórnin hefur meirihluta alþingismanna á bak við sig.
Fólk er að segja að Davíð hafi varað við þessu. Ekki varaði hann mig við. Hann kom ekki fram í fjölmiðlum og varaði okkur almenning við. En ef hann hafði svona miklar áhyggjur átti hann að halda blaðamannafund og vara okkur væntanlega. Hann gat minnstakosti komið í fjölmiðla þegar hrunið var orðið.
Hann og Seðlabanki stóðu fyrir því að gefa út skýrslur fram á mitt síðasta ár sem í höfuðatriðum sögðu að allt væri í lagi.
Minni síðan á orði hans í Kastljósi í október sem er talið að hafi valdið ómældum skaða. Upp á hundruð milljarða.
Og orð hans um að hann vonaði að aðstoð IMF mundi ekki valda okkur niðurlægingu.
Ræða hans á þingi viðskiptaráðs.
Ef við ætlum að breyta einhverju er það ekki hægt þegar að aðalfulltrúi kerfisins sem á að breyta situr sem fastast í svona mikilvægu embætti og gæti unnið á móti öllum breytingum. Minni líka á orð Gylfa Magnússona Viðskiptaráðherra á þingi:
Úr frétt á mbl.is
Það hefur aldrei gengið verr að reka þennan banka en undanfarin ár," sagði Gylfi. Seðlabankinn hefði verið hrakinn frá gengismarkmiði sínu 2001 og þá skipt yfir í verðbólgumarkmið, sem aldrei hefði almennilega náðst.
Þá hefði bankinn átt í verulegum vandræðum með að uppfylla önnur hlutverk sín, eins og að byggja upp trúverðugan gjaldeyrisforða og starfa sem bakhjarl viðskiptabankakerfisins. Ekki væri hægt að komast að annari niðurstöðu en að það síðastnefnda hafi skipt verulegu máli við hrun viðskiptabankakerfisins.
Gylfi sagði, að Seðlabankinn, hvort sem það sé stjórnendum hans, umgjörð eða einstökum starfsmönnum að kenna, hafi mistekist hrapalega í því sem væri eitt af hans allra mikilvægustu verkefnum: að viðhalda fjármálastöðugleika. Því standi bankinn eftir rúinn trausti og það gerði hann nánast óstarfhæfan því án trausts ætti bankinn sér ekki viðreisnar von og enga möguleika á að ná markmiðum sínum.
Þá sagði Gylfi, að það hvarflaði ekki að neinum að staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar væri eingöngu Seðlabankanum að kenna. Hér á landi hafi verið andrúmsloft sem að hluta til byggðist á því, að hefta ekki bankana. Þennan tíðaranda hefðu fjölmiðlar endurspeglað og magnað upp. Kannski má segja að þjóðfélagið í heild hafi brugðist þótt ábyrgð sumra sé meiri en annarra. Þegar svo er komið er ekki hægt að segja: Þetta er leiðinlegt, við vonum að það gangi betur næst og við ætlum að halda áfram með sama kerfi og sama fólk. Hvers virði verða slíkar yfirlýsingar í augum erlendra viðskiptavina bankanna?" sagði Gylfi og bætti við, að ef enginn trúi því að stjórntækin virki ekki þá virki þau ekki.
Gylfi sagðist ekki ætla að halda því fram að það að öll vandamál leysist með því að breyta umgjörð Seðlabankans og setja þar nýja menn við stjórnvölinn. En ekki væri hægt að hefja þessa vegferð með óbeytt skipulag
Lýsir miklum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Takk :)
Hlynur Páll Pálsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 01:32
Seðlabankstjóri sem ekki ber fram með formlegum, skriflegum og skráðum hætti viðvörun sína til forsætisráðherra um að allar líkur séu á hruni bankakerfis landsins, svo ekki sé talað um ef hann í alvöru hefur talið 0% líkur á að bankarnir héldu velli, er fyrir þá sök algerlega að bregðast skyldum sínum.
- Engar skráðar heimildir eru til fyrir viðvörunum Davíðs - þvert á móti skuldsetti hann Seðlabankann um 300 milljarða í viðbót og setti Seðlabankann á hausinn með hruni bankanna.
Getur einhver í alvöru ímyndað sér seðlabankastjóra lands sem telur sig komast að því að bankakerfi landsins muni örugglega hrynja og gerir ekki ríkisstjórn sinni formlega með skráðum hætti grein fyrir slíku vandamáli.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.2.2009 kl. 02:42
Sammála ykkur piltar mínir og það er líka meiri hluti þjóðarinnar. Hvað gerist í dag, þetta er eins og í Villta vestrinu eða austrinu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.2.2009 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.