Leita í fréttum mbl.is

Nú er Davíð bara eftir

Eiríkur hættir hvort eð er þegar nýju lögin taka gildi.  Svo er það Davíð!

Og fyrir þá sem verja að Davíðs sé enn í embætti þá er hér tilvitnun í hann frá því í maí 2008

Þarf að auka bindisskyldu bankanna?

“Ég held að það sé nú ekki rétt að gera það vegna þess að þá erum við í rauninni að veikja samkeppnisstöðu þeirra ef að okkar reglur eru harðari heldur en annarra. Við þurfum aðeins að gæta þess að okkar kerfi það er núna í samkeppnisumhverfi annars staðar og við getum ekki leikið okkur með okkar eigin reglur óháð því hvað aðrir bankar búa við annars staðar og það mundi hefna sín held ég.”


Davíð Oddsson á Stöð tvö 16. maí 2008.


Í mjög góðum málum


“Íslensku bankarnir eru í, eftir því sem að við vitum best, í mjög góðum málum og þeir njóta þess auðvitað að þeir tóku mjög vel til í sínum ranni þegar þeir lentu í ákveðnum erfiðleikum fyrir sextán til átján mánuðum síðan. Þannig að þeir eru ekki að lenda í sömu erfiðleikum og ýmsir bankar og fjármálastofnanir eru að gera núna.”

Davíð Oddsson í Sjónvarpinu 10. ágúst 2007.

http://eyjan.is/goto/sme/

 

Þetta sagði Davíð 2006 og ég hvet fólk til að lesa alla ræðuna sem þeir finna fyrir neðan tilvitunina

Bankarnir hafa farið mikinn í útrás sinni á undanförnummisserum. Seðlabankinn telur að flest bendi til að vel hafi tekisttil í fjárfestingum þeirra í útlöndum. Dótturfyrirtæki þeirra erutraust fjármálafyrirtæki sem sæta ströngu eftirliti íheimalöndunum líkt og móðurbankarnir gera heima fyrir. Þessifyrirtæki eru sömuleiðis í löndum þar sem efnahagslegurstöðugleiki ríkir og horfur um framvindu efnahagsmála erubjartar. Í lok síðasta árs voru tveir þriðju útlána bankanna ásamstæðugrunni til erlendra lánþega. Útrás bankanna hefur því íreynd styrkt undirstöður þeirra. Þeir eru ekki lengur háðirsveiflum í efnahagslífi á Íslandi eða í nokkru einu landi. Þvert áer áhættan dreifð.


mbl.is Vill að Eiríkur hætti strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er alveg sama hvað mikið er til skjalfest um rangt mat DO á stöðunni. Hann bullar um viðvaranir sem hann hafi haft uppi og ekki hafi verið sinnt. Hann heldur líklega að allir trúi því sem hann segir, hversu vitlaust sem það er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 23:33

2 identicon

Alltaf hægt að vera vitut eftir á !

Ekkert að verja DO ! hans tími er löngu komin, en öll vorum við blind fyrir silfrinu sem útrásarguttarnir sköffuðu !

Enginn sem spurði þá , Hvaðan koma allir þessir peningar sem ég get fengið lánað ?

Við erum öll sek ! live with it.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband