Leita í fréttum mbl.is

Ágætu þingmenn!

Hefðu þið í stað þess að vera að veiða atkvæði ekki átt að hugsa þetta aðeins?

  • Hefði ekki átt að setja skilyrði eins og að þeir sem ætli að veiða þessa hvali sýni fram á að þeir geti selt þetta kjöt allt saman? Síðast tók 2 ár að selja kjöt af 9 dýrum
  • Hefði nú ekki veirð rétt að kanna líkleg áhrif á markaði okkar erlendis. Jú ég veit að menn segja að fyrri veiðar á þessum 9 dýrum hafi ekki haft áhrif en nú er bara verið að tala um allt annað. Fiskverð fer lækkandi, við eigum í erfiðleikum með að fá lán erlendis og álit okkar er í rúst.
  • Það er talað um að veiðar okkar á hrefnu og langreið hafi ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Menn vísa til þess að ekki hafi dregið úr honum hingað til. Hvað vita menn um hvernig hann hefði verið ef ekki hefðu verið veiddir hvalir? Væri hann kannski enn meiri. Og eins þá var áður um svokallaðar "Vísindaveiðar" að ræða en nú á bara að fara í þetta á fullu. Og getur það ekki haft alvarlegar afleiðingar.
  • Hagnaður af þessum veiðum er kannski mældur í hundruðum milljóna, en ef að þetta veldur því að minna fáist fyrir fiskinn eða að ferðamönnum fækkar erum við ekki að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.
  • Hefði ekki verð klókt að bíða eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið úrskurðaði um hvalveiðar. Mér skilst að þar séu breytingar í vændum sem komi til með að leyfa einhverjar veiðar.

mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband