Leita í fréttum mbl.is

Hverskonar fréttatúlkun er þetta?

Þessi skýrsla er dagsett 24. desember. Þannig að:

 Með auknum stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og í verðlagi geti skapast tækifæri til þess að losa smám saman um hömlur á fjármagnsflæði og lækka vexti í litlum skrefum.

Það er verið að lýsa ástandi sem var hér um miðjan desemberþannig að það er með öllu óvíst að það verði ekki gerðar breytingar á vöxtum. Finnst furðulegt að túlka þessa skýrslu sem lýsingu á vilja AGS núna. Enda segja þeir í skýrslunni að þegar gegnið er orðið nokkuð stöðugt megi fara að skoða lækkun vaxta. Þetta hafa þeir sagt meira að segja síðan þeir komu hérna fyrst. Og þá skildist manni að það yrði einmitt í mars sem þeir reiknuðu með að vextir færu að lækka.

Finnst óþarfi að mála hér skrattann á vegginn. Þetta er nú nógu slæmt samt.

Er ekki rétt að bíða eftir að þeir komi hér um næstu helgi. Finnst líka að margt í þessari skýrslu lofi góðu. Þar er m.a. getið um að ýmsar skuldir eru að reynast lægri en þær voru. Sem og eignir hafi komið meira á móti skuldum erlendis en reiknað var með og eins að ástandið sé að þróast eins og menn reiknuðu með.


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Heh, auðvitað, ég var ekki búinn að átta mig á þessu! Þetta er þokkalegur feill  hjá mbl maður.

Páll Jónsson, 13.2.2009 kl. 02:36

2 identicon

Sagt er: ÞÓTT aðgerðir í peningamálum hafi skilað árangri á Íslandi sé enn of snemmt að breyta um stefnu.

Ég skil ekki samhengið ! Á ekki að ná árangr í peningamálum?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:24

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og enn ítreka ég að þetta var í desember. Og þá var enn hér bullandi verðbólga. En hún er að lækka hratt nú þessar vikur. Þó er talið að hún fari fyrst að lækka að ráði í mars og þá lækki vextir. En ekki eins hratt og atvinnulífið vill. Held líka af fenginni reynslu ættum við að fara varlega.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.2.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband