Leita í fréttum mbl.is

Gaspur í manni sem langar inn á sviðið aftur- En enginn býður honum!

Það væri nú ágætt fyrir Jón Baldvin að lesa færslu á síðu Björns Bjarnasonar en þar segir hann m.a.

 Fyrr í vikunni ritaði ég grein í Morgunblaðið og rifjaði upp, að formennska Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum styrkti ekki flokkinn, hann mældist með 5% fylgi, þegar hann skreið í skjól Samfylkingarinnar í kosningabandalagi árið 1999.
 

Þannig að ekki skilaði Jón Baldvin góðu búi þegar hann stakk af og gerðist sendiherra. Hann talar um breytingar á stjórn Samfylkingar vitandi það að Ágúst Ólafur er hættur og því verður óhjákvæmilega nokkur endurnýjun. Um annað gildir að Samfylkingin hefði eins og hann segir kannski átt að slíta samstarfi við Sjálfstæðisflokk fyrr. En væru þá ekki allir núna hrópandi á að Samfylkingin hefði ekki látið reyna á að fá Sjálfstæðismenn til að breyta um stefnu og taka á málum?

Það veður ekki sagt annað en að Ingibjörg hafi þrýst á þá en þeir drógu lappirnar.  

Jón er fínn svona sem veislustjóri en sem álitsgjafa er ég búin að missa trú á. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Enginn gerir svo öllum líki, og ekki Guð í himnaríki. Ég mundi taka álitsgjöf frá Birni Bjarnasyni á Jóni Baldvin með ákveðnum fyrirvara. Jón er snjall stjórnmálamaður og hefur oft sýnt það. Ég er þó ekki sammála honum núna um nauðsyn þess að skipta um forystu í Samfylkingunni. Hann hefur aftur á móti heilmikið til síns máls varðandi þolinmæði Samfylkingar gagnvart Íhaldinu. Hvort hann kemur aftur í stjórnmálin ??

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.2.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband