Leita í fréttum mbl.is

Hvað eru Sjálfstæðismenn að pæla?

Ég veit að ég var búinn að skrifa um þetta fyrr í dag. En ég verð að bæta við þetta. Ég rakst á þessa tilvitnun í ummæli Geirs á Alþingi í dag

Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, sagði á þingi í dag að hann hefði spurst fyrir um málið hjá AGS með formlegum hætti. Í svarinu hefði komið fram að Það væri algerlega í höndum stjórnvalda hvernig farið væri með athugasemdir af hálfu sjóðsins. „Ríkisstjórn hinnar miklu siðbótar... og aukins gegnsæis... hefur á fyrstu dögum haft rangt við í þessu máli.“
Jóhanna ítrekaði að þingmaður sem beðið hefði um allar upplýsingar fengi þær allar og ekkert væri að fela í málinu.

Geir sagði að upphaflegar athugasemdir AGS yrði að birta og spurði hvort Jóhanna hefði leitað til trúnaðarmanna Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þeir væru Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri.

Bendi sérstaklega á síðustu setningu í tilvitunni.

Geir hlýtur að gera sér grein fyrir að þetta umrædda frumvarp er til að koma Davið frá m.a. Og af hverju í ósköpunum ætti Jóhanna að eiga samskipti við embættismann sem er búinn að lýsa yfir stríði við íslensku þjóðina? Mann sem sem lýsti því yfir að hann vonaði að aðkoma AGS að málum hér mundi ekki leiða yfir okkur niðurlægingu? Af hverju er þessi maður ennþá trúnaðarmaður okkar við AGS.

Og eins ef að Geir hefur talað við AGS af hverju sýnir hann ekki bréfið sem hann hefur sannanlega aðgang að hjá Birgi Ármannssyni sem var búinn að sjá það áður en Jóhanna og ríkisstjórnin.

Það er öruggt að það eru aðfinnslur við upprunalega frumvarpið í þessari umsögn. En sorry Geir það veit öll þjóðin núna og það er þingsins að laga það.

 


mbl.is Segir Jóhanna ósatt um trúnaðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Greinilegt er að AGS er með kurteislegum hætti að benda Geir á að þeir geti ekki afhent honum eintak af endanlegri umsögn sinni, þar sem slíkar umsóknir fari beint til stjórnvalda. Athugasemd AGS virðist því eiga við lokaútgáfu hennar, ekki upprunalegu "tæknilegu ábendingarnnar" sem margítrekað var að yrðu að vera í trúnaði - sbr pósta AGS til forsætisráðuneytisins.

Geir hefur því aðeins hlaupið á sig þarna - hann hlýtur að biðjast afsökunar þegar það rennur upp fyrir honum.

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, 16.2.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband