Leita í fréttum mbl.is

Ef að Jón Bjarnason var að tala fyrir hönd Vg er þessu samstarfi sjálf hætt í apríl

Ég tel að Samfylking geti ekki með neinu móti gegnið til áframhaldandi samstarfs við flokk sem lokar svona gersamlega á aðildarviðræður við ESB eins og Jón Bjarnason sagði í þinginu í dag. Og þar með ættu menn að hætta að tala um áframhaldandi samstarf eftir kosningar. Samfylking sem flokkur sem hefur aðildarviðræður að ESB sem markmið getur ekki gengið inn í þriðju ríkisstjórn sína án þess að hluti af stjórnarsáttmála gangi út á að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Fólk hér á landi hlýtur að vilja fá að vita hverju slíkar viðræður skila okkur.

  • Við erum jú með gjaldmiðil sem er svo lítill að það nægir að hnerra á hann þá er hann hruninn. Ef hann nær sér einhvern tíma aftur það er að segja!
  • Við eigum varla borð fyrir báru með að koma okkur upp nægjanlegum gjaldeyrisforða eftir að við höfum greitt lánin til IMF aftur.
  • Við eigum um eða yfri 70% af öllum okkar viðskiptum í evrum og nauðsyn að vera með mynt sem sveiflast með mörkuðum okkar.
  • Með krónu í gangi get stjórnvöld leikið sér að því að fella gegnið og lækka þar með laun um tugi prósenta með einföldum aðferðum.

En eins og ég er fylgjandi vinstri og félaghyggju stjórn hér á landi, þá mundi ég ganga úr Samfylkingunni ef að til stæði að leggja ESB umræðu í salt næstu 4 ár bara til að halda í völdin.


mbl.is Evrópustefna VG skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

En hvað ef enginn annar flokkur vill fara í ESB viðræður? Er þá ekki málið sjálf-saltað? Hvor kosturinn mun þá freista Samfylkingarinnar meira: a) að leggja umræðuna í salt og vera í stjórnarandstöðu, eða b) að leggja umræðuna í salt og vera í stjórn.

Ég veðja á saltið og stólana.

Haraldur Hansson, 18.2.2009 kl. 18:02

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halda umræðunni og vilja sínum á lofti jafnvel þó það þýði stjórnarandstöðu. Ég gæti sæst á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.2.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband