Leita í fréttum mbl.is

MP banki rekinn með hagnaði.

Margeir Pétursson kemur fram í viðtali í Sunnudagsmogganum þar sem hann segir m.a.

„Það sem blekkti menn mikið var þróun hlutabréfaverðs hér á landi. Það tókst lengi að halda hlutabréfum bankanna uppi og til þess þurftu þeir að nota sitt eigið fjármagn, sem veikti þá,“ segir Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hann telur ámælisvert hvernig þetta var gert.

„Svo var alltaf verið að halda því fram að vondir útlendingar væru að halda áhættuálaginu á bankana uppi. Því til rökstuðnings var bent á þróun hlutabréfaverðs bankanna, sem hafði lækkað minna en erlendra banka. Af hverju var það? Það var vegna þess að bankarnir sjálfir héldu verðinu uppi. Þess vegna bárust ekki réttar upplýsingar í gegnum hlutabréfamarkaðinn.“

Ef þetta er rétt hjá honum þá hafa gömlu bankarnir verið að nota lánsfé sitt til að braska með eigin bréf. Bara til að halda uppi einhverju gevi gengi hjá sér. Það svo leiddi til að þeir fengu hærri lán. Það hlýtur að jaðra við að þetta séu svik og lögleysa hjá þessum bönkum.

En ef ég man rétt er MP banki kominn með viðskiptabankaleyfi. Og sennilega sá eini sem rekinn var með hagnaði á síðasta ári. Gott hjá þeim. Og líkur á að þeir hafi forskot á aðra banka þegar líður á árið og ástandið fer að batna.


mbl.is Hagnaður MP banka 860 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Var ekki Auður Capital rekinn með hagnaði líka, það er fjárfestingarbanki!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.2.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hárrétt hjá þér Ingibjörg. Þær eru líka mjög klárar konurnar sem reka Auður Capital og fóru varlega í hlutina.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Konur og skákmenn í bankana, það er málið. Sáuð þið viðtalið við Birnu hjá Glitni/Íslandsbanka. Þar sat fólk og föndraði til að nýta lagerinn af margskonar dóti og merkti það með nýja nafninu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2009 kl. 00:21

4 identicon

Auður Capital er ekki banki heldur verðbréfafyrirtæki, þar sem starfsemi var vart komin af stað er efnahagskerfi landsins hrundi.  Annað sem er athugavert við Auði Capital er að Kristín Jóhannesdóttir systir Jóns Ásgeirs situr í stjórn Auðar.  Það er auðvitað ekki í lagi að fólk sem skilur almenning eftir í sárum eftir glannaskap af verstu gerð sitji í stjórn fjármálafyrirtækis.  Ég mæli með því að FME fyrirskipi að henni verði hent út úr stjórn Auðar Capital. 

Spakur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:57

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hluthafar í Auður Capital er skv. heimasíðu

Hluthafar

Auður Capital er í meirihlutaeigu stofnenda, stjórnarmanna og starfsmanna. Auk þess eru öflugar konur úr íslensku viðskiptalífi lykilhluthafar.

Þær eru:

  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir
  • Hildur Petersen
  • Katrín Pétursdóttir
  • Kristín Jóhannesdóttir
  • Svafa Grönfeldt
  • Ingunn Wernersdóttir
  • Guðbjörg Matthíasdóttir
  • Marinella Haraldsdóttir
  • Ragnheiður Jónsdóttir
  • Berglind Björk Jónsdóttir

Á meðan að Krístín hefur ekki brotið af sér í stjórn Auðar sé ekki brýna nauðsyn á að kasta henni út. Minni á að Krístín persónulega hefur væntanlega ekki skilið almenning eftir í sárum. Það var kannski frekar FME sem gerði það með því að uppfæra ekki þær aðferðir sem það notaði til að skoða bankana. Eins og reyndar fjármálaeftirlit um allann heim. Og þegar menn eru að tala svona þá verður listinn langur af fólki sem ættu þá að fara. T.d. allir starfsmenn banka og fjármálafyrirtækja sem komu að stofnun og viðskiptum við fyrirtæki íslensk í útlöndum. Starfsmenn þessara fyrirtækja sem staðasett voru í útlöndum. Allir sem starfá í Seðlabanka nema hugsanlega ræstingarfólk, eins allir sem starfa í FME. Allir sem störfuðu í stjórnmálum á þessum tíma. Allir sem störfuðu á fjölmiðlum og könnuðu ekki ábendingar fyrri ára betur. Og svona gætum við haldið áfram. Og flutt svo í sveitina, byggt okkur torfbæi og færum að stunda sjálfsþurftarbúskap.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband