Leita í fréttum mbl.is

Ætli það geti ekki frekar verið þetta sem réð úrslitum

Eftirfarandi er úr svari Hannesar Hólsteins á visindavefnum:

Spurning
Hvað hefur Ísland að bjóða umfram Írland sem skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki? 
Eins og kemur óbeint fram í spurningunni hefur Írland haslað sér völl hin síðari ár sem fjármálamiðstöð. Nokkurs konar skattafríhafnir voru stofnaðar við Shannon-flugvöll og höfnina í Dyflinni. Erlend fyrirtæki, sem vildu setjast þar að, þurftu ekki að greiða nema 10% tekjuskatt og nutu annarra ívilnana opinberra aðila. Þetta bar góðan árangur. Hagvöxtur var mikill á Írlandi, og árið 2000 urðu lífskjör í landinu í fyrsta skipti betri en meðaltal í Evrópusambandinu.

Skattastefna Íra er hins vegar litin hornauga í háskattalöndum Evrópu, meðal annars vegna þess að erlend og innlend fyrirtæki hafa notið ólíkra skattakjara. Vegna óánægju og kvartana annarra aðildarríkja Evrópusambandsins ákváðu Írar að hækka skatta á erlend fyrirtæki sem settust að á Írlandi, og lækka um leið skatta á innlend fyrirtæki svo að öll slík fyrirtæki bera 12,5% tekjuskatt eftir nokkur ár.


Ísland getur sennilega ekki gert sér vonir um að verða jafnöflug fjármálamiðstöð og Írland vegna smæðar íslenska hagkerfisins, fjarlægðar frá mörkuðum og annarrar sérstöðu. Sem dæmi má nefna að í Írska lýðveldinu búa nú um 3,7 milljónir manna, Írar tala ensku og nota evru frá ársbyrjun 2002. 

En Ísland ætti að geta gert sér vonir um að komast jafnlangt á þessu sviði og eyjan Mön. Þar eru skráð 42 þúsund alþjóðleg fyrirtæki. Þar starfa rúmlega 60 bankar og fjöldi tryggingafélaga, fjárfestingarsjóða og annarra fyrirtækja. Þar eru innstæður í bönkum tífalt meiri en á Íslandi, rúmlega 30 milljarðar Bandaríkjadala. Svipaða sögu er að segja af bresku Ermarsundseyjunum, Jersey og Guernsey. Fyrirtæki á þessum eyjum búa við önnur kjör en á Bretlandi sjálfu en þær tilheyra þó breska ríkinu og hafa það að bakhjarli; nota til dæmis sömu mynt, sterlingspundið.

Ísland er ekki síður í alfaraleið á Norður-Atlantshafi en bresku eyjarnar sem hér voru nefndar. Íslenska þjóðin er þokkalega menntuð, stjórnarfar er stöðugt og peningamál og fjármál í eins góðu lagi og víðast í Evrópu. Spurningin er aðeins, hvort leikreglur hér verði eins hagfelldar fjármálafyrirtækjum og til dæmis á Írlandi, í Lúxemborg, á Mön og á Ermarsundseyjum og hvort hugarfar og viðmót verði eins vinsamlegt.
 

Ekki beint hægt að segja að neðsta settningin sé eitthvað sem við vildum vera í dag.  

Minni líka á orð Hjálmars Sveinssonar í Silfrinu í dag þar sem hann sagði að ein byggingin í tengslum við miðbæinn nýja með tónlistarhúsinu hefði átt að vera WTCR eða  world trade center  Reykjavík. Menn voru náttúrulega bara brjálaðir.

 
 


mbl.is Aðild að EES réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband