Leita í fréttum mbl.is

Mér finnst að útgerðarmenn ættu að reka Friðrik ef hann hefur rangt fyrir sér

Maðurinn miðar við veiðar sem verið hafa hér í nafni vísindaveiða. Hér hafa verið drepnar 9 langreiðar síðustu 23 árin. Og síðan einhverjir 50 hrefnur í nafni vísindaveiða. En nú eru veiðarnar margfaldaðar upp í 150 Langreiðar og fullt af hrefnu

Nú þegar hafa fiskkaupendur að fiski frá fiskvinnslu í Þorlákshöfn lýst yfir að þeir hætti að kaupa fisk af þeim ef að hvalveiðar hefjast. Það eru skilst mér viðskipti upp á yfir 3 milljarða. Fleiri fyrirtæki hótað því. Engar líkur er á því að hvalveiðar skili hagnaði fyrr en eftir nokkur ár. EN hann er tilbúinn að fórna tekjum sem eru nú þegar í fisksölu fyrir einn mann. Kristján Loftson sem á skít nóg af peningum og þarf ekkert á þessu að halda. Þetta er bara hobby og þrjóska hjá honum. Hann á útgerð og í fjölda fyrirtækja. Þetta skaffar kannski 150 störf í nokkra mánuði en hvað gagnast það ef að enn fleiri missa vinnu í staðinn.

Þetta hefur lítið verið undirbúið. T.d.

  • Hefur Kristján sýnt fram að með ótvíræðum hætti að hann geti selt þetta kjöt. T.d. yfirlýsingu frá Japan bæði ríkisstjórn og innflutningsaðilum?
  • Hefur fyrir alvöru verið kannað hvað margir í fiskiðnaði, ferðaþjónustu gætu misst vinnu á móti?
  • Hefur eitthvað verið kannað hvaða áhrif þetta er talið hafa á endurreisn álits heimsins á okkur?

Og að gera eins og Friðrik að slá athugasemdir erlendra aðila út af borðinu þar sem að ekki séu beinar hótanir í þeim er fullkomnlega ábyrgðarlaust af talsmanni útgerðarmanna. Því að þeir þurfa væntanlega að selja fisk til vinnslu hér á landi.


mbl.is Engin störf tapast í fiskvinnslu vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það hættir enginn að kaupa af okkur fisk vegna hvalveiða.  Þessu er alltaf blásið upp af þeim sem eru á móti hvalveiðum.  En þegar á reynir er þetta bara bull.  Ef við veiðum ekki hval og hrefnu mun eftir nokkur ár engir hvalir eða hrefna sjást við Ísland og ekki fiskur heldur, því hvalirnir verða búnir að éta upp allt æti hér við land og ef þeir verða ekki dauðir úir hungri verða þeir farnir í burtu í ætisleit.  Við ættum að stórauka okkar hvalveiðar og veiða a.m.k. 500 langreiðar og 300 hrefnur til að byrja með.  Það er talið að' hver hrefna éti um 2-3 tonn af fiski á ári og hér við land eru um 50 þúsund hrefnur svo það sem bara hrefnan étur er svipað en allar okkar þorskveiðar.  Síðan bætist við allt það æti sem hvalurinn étur frá okkar fiskistofnum.  Hvaða fisk ætlum við að selja þegar hann er allur dauður úr hungri?

Jakob Falur Kristinsson, 26.2.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og á hvaða rannsóknum byggir þú þessa vitneskju. Við 150 hvalir langreiðar borða nú engan fisk. Þær lifa á svifi og smádýrum. Það er talið að hér við land séu um 40 þúsund hrefnur þannig að 100 hrefnur til eða frá skipta engu máli. Örfár hrefnur eru hér staðbundnar en annar hvalur eru dýr sem flakka um allt Atlandshafið og við eigum þessa stofna því ekki. Talið að flestar Langreiðar stoppi hér ekki nema í 4 til 5 mánuði lengst.

En málið er að síðustu ár kölluðum við þessar veiða vísinda veiðar. Nú erum við að fara að stunda atvinnuveiðar. Og ég held að viðbrögð heimsins verði harðari en við reiknum með. Síðan vitum við ekkert hvort hægt sé að selja hrefnu.

Við erum bara að taka áhættur og látum menn sem lítið vit hafa á þessu fullvissa okkur um að fólk hætti ekki að versla við okkur. Og rökin eru af því bara. Það er bara ekki nóg fyrir mig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2009 kl. 17:57

3 identicon

Ég verð nú að benda þér á eitt sem er hálf einkennilegt í þessu bréfi frá Waitrose. Þar segja þeir að ein aðal ástæðan fyrir því að þeir kaupi fisk af Íslendingum sé sjálfbær nýting fiskistofnanna. Hvernig eigum við að geta haldið sjálfbæri nýtingu áfram ef við veiðum ekki þann hlekk í fæðukeðjunni sem étur mest? Sérfræðingar Hafró segja að það séu líkur á því að Íslendingar geti veit allt af 20% meira af þorski ef hvalastofnunum er haldið í 70% af því sem hann væri ef veiðar væru ekki stundaðar. Þannig að ávinningurinn gæti legið á fleiri stöðum en bara í hvalaafurðunum. Frá því að hvalveiðar voru bannaðar þá hafa veiðar á þorski dregist saman ár frá ári. Um miðjan 9. áratuginn vorum við að veiða um 500 þús tonn að þorski. Þannig að þessi tala kann að vera en hærri. Ef þetta er raunin þá eru gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir þjóðina og við ættum ekki að láta bréf sem þess hafa áhrif á afstöðu okkar.

Rúnar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvalir hafa alltaf verið til hér í hafinu. Mörgum hvalastofnum var nærri útrýmt eftir miðja síðustu öld. Hvalir sem hér eru er fæstir staðbundnir þannig að þeir fara um allan sjó og tilheyra ekki okkur. Þannig er langreiður ekki hér við land nema í 4 mánuði.

Sjálfbærni þýðir að ganga ekki svo nálægt neinum stofn að hann geti ekki haldið sér við. Þetta er sama og með orkuna líka. Þ.e. að ganga ekki nær háhita t.d. en svo að svæðið geti haldist við.Þetta hefur ekkert með hvalveiðar að gera. En ég veit að við gætum stundað sjálfbærar hvalveiðar. Það er ekki spurningin. Það er spurning hvað heimurinn er til í að sætta sig við. Nú í dag eru þetta aðalega við, norðmenn og Japanar sem viljum veiða stórhvali. En aðrar þjóðir eru hjartanlega á móti þessu. Og eins og staðan er hér þá finnst mér svona æfingar ekki eiga við. Ef við töpuðum mörkuðum fyrir þetta þá er spurningin hvort að þeim sé fórnandi til að einn maður hér geti veitt stórhveli. Það er bara Kristján Loftson sem getur það. Og ef hann selur ekki kjötið þ.e. engin vill kaupa þá hættir hann að veiða hval. En þá erum við kannski búin að tapa mörkuðum fyrir fisk varanlega, spilla fyrir ályti okkar varanlega sem við megum ekki við. Þetta þarf að skoða nákvæmlega. Af hverju heldur þú að við höfum ekki gert þetta þega okkur gekk vel. Jú við vildum ekki spilla fyrir okkur. EN nú korteri fyrir kosningar gefur Einar Guðfinns út þessi leyfi af því að hann veit að það skorar vel á Vestfjörðum í kosningabaráttunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2009 kl. 23:07

5 identicon

Þú segir að sjálfbærni sé það að ganga ekki svo nærri einum stofni að hann geti ekki haldið sér við. Það er nú einmitt það sem menn hafa verið að benda á að stærð hvalastofnsins sé farinn að hafa veruleg áhrif á aðra stofna og því þurfi að veiða hvali einnig. Þó svo einhverjar hvalategundir séu ekki hér allan ársins hring þá er það samt sem áður ljóst að hvalir hafa gríðarleg áhrif á lífríkið hér við land. Það er fásinna að halda öðru fram. Langreyður er til að mynda 70 tonn að þyngd og éta þeir 2-3 tonn af átu, krabbasvifdýrum og sandsíli á dag. Þó svo þessar tegundir séu ekki þær tegundir sem við veiðum, þá eru þetta undirstöður lífríkisins og mikilvægar fyrir smáfiska, svo sem loðnu, makríl og kolmuna, sem aftur er fæða t.d. þorsks og ýsu. Það sem er athyglisvert fyrir hvali sem koma hérna aðeins yfir sumartíman er það að á sumrin safna dýrin forða fyrir veturinn. Það þýðir það að þau eru að éta gríðarlegt magn hér við strendur og því er það en mikilvægara fyrir okkur en aðrar þjóðir að stofnunum sé haldið í skefjum.

Rúnar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:42

6 identicon

Þú segir að sjálfbærni sé það að ganga ekki svo nærri einum stofni að hann geti ekki haldið sér við. Það er nú einmitt það sem menn hafa verið að benda á að stærð hvalastofnsins sé farinn að hafa veruleg áhrif á aðra stofna og því þurfi að veiða hvali einnig. Þó svo einhverjar hvalategundir séu ekki hér allan ársins hring þá er það samt sem áður ljóst að hvalir hafa gríðarleg áhrif á lífríkið hér við land. Það er fásinna að halda öðru fram. Langreyður er til að mynda 70 tonn að þyngd og éta þeir 2-3 tonn af átu, krabbasvifdýrum og sandsíli á dag. Þó svo þessar tegundir séu ekki þær tegundir sem við veiðum, þá eru þetta undirstöður lífríkisins og mikilvægar fyrir smáfiska, svo sem loðnu, makríl og kolmuna, sem aftur er fæða t.d. þorsks og ýsu. Það sem er athyglisvert fyrir hvali sem koma hérna aðeins yfir sumartíman er það að á sumrin safna dýrin forða fyrir veturinn. Það þýðir það að þau eru að éta gríðarlegt magn hér við strendur og því er það en mikilvægara fyrir okkur en aðrar þjóðir að stofnunum sé haldið í skefjum.

Rúnar (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband