Leita í fréttum mbl.is

Ég var búinn að benda á þetta áður!

Halda menn að bæði ríki og félagasamtök erlendis eigi ekki eftir að einbeita sér að okkur? Við erum þjóð sem megum ekki við neinu. Með því að beita sér gegn íslenskum vörum í nokkra mánuði þá hrinur krónan og viðskipti okkar við útlönd niður úr öllu valdi. Fólk talar um Noreg og Japan geti gert þetta, en þetta eru óvart þjóðir sem eru miklu ríkari en við og ekkert viðkvæmar fyrir smá herferðum gegn þeim.

Við hinsvegar viljum veiða hvali þó við fáum kannski ert fyrir þá og um leið á þetta kannski eftir að valda hruni nokkurra fiskvinnslufyrirtækja og valda okkur auknu atvinnuleysi og margra milljarða tapi á viðskiptum við útlönd.

Allt þetta svo að einn maður geti sinnt áhugamáli sínu og nokkur ársverk. Kannski 30. Því þessar veiðar og vinnsla stendur í 3 til 4 mánuði.

Og bendi sérstaklega á að Alþjóðahvalveiðiráðið hefur verið kanna möguleika á að leyfa takmarkaðar hvalveiðar að nýju. En við gerum eins og venjulega förum ekkert eftir því sem aðrir segja.


mbl.is Bandaríkin fordæma hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlarðu að láta bláhærðar amerískar kellingar ráða því hvað við gerum við sjálfbæra veiðistofna innan íslenskrar lögsögu.

Hvað næst, aumingjsa litlu sætu þorskarnir ?

Ég treysti því að íslensk stjórnvöld kynni könunum hið rétta í málinu.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Sigurjón

Einhver sú mesta bull-færzla sem ég hef séð hjá þér Magnús og þó er af nógu að taka...

Sigurjón, 28.2.2009 kl. 02:40

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þú talar af þekkingu Sigurjón?

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.2.2009 kl. 04:56

4 Smámynd: jósep sigurðsson

Sæll Magnús.Í bloggi þínu eru eingin rök,nema kannski þau sem varða ríkidæmi Norðmanna og Japana.Allar rannsóknir og talningar mæla með þessum veiðum.Alþjóðahvalveiðiráðið setur sig ekki á móti þeim.Það er nú einu sinni þannig að ákveðið jafnvægi þarf að ríkja í náttúrunni og er þetta liður í því.Tölur úr ferðaiðnaðinum hafa aukist þrátt fyrir hvalveiðar hér undanfarin ár.Þetta skapar hátt í 300 störf.Og að lokum,hættum að sitja og standa eins og þessar þjóðir vilja,jú þeir eru bara að draga athyglina frá sínum hvalveiðum.

jósep sigurðsson, 28.2.2009 kl. 10:35

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég bendi á fréttatilkynnigu USA þar sem þeir telja að þetta geti m.a. komið í veg fyrir að Alþjóðahvalveiðiráðið úthluti veiðiheimildum á hvali sem hefur staðið til: Sbr. yfirlýsingu USA

The United States strongly opposes the Government of Iceland’s announcement on February 18, 2009, of its decision to uphold the former Government’s issuance of a quota for 150 fin and 100 minke whales to be harvested in Icelandic waters. We are deeply concerned that stocks of fin and minke whales are not adequate to support this harvest. We also believe this action will undermine the ongoing “future of the International Whaling Commission” efforts, of which Iceland is a participant. We call upon the Government of Iceland to rescind this decision and to focus on the long-term conservation of whale stocks, rather than on the short-term interests of its whaling industry.

Síðan minni ég á að hingað hafa komið sendiherrar í kippum og lagt fram yfirlýsingar og mótmæli gegn þessum veiðum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.2.2009 kl. 11:55

6 Smámynd: Sigurjón

Það er ekkert nýtt að sendiherrar ýmissa þjóða fari að skipta sér af innanríkismálum hér, en rétt eins og fyrr, eigum við ekki að taka skipunum frá öðrum þjóðum.  Við erum ekki undirlægjur neinna; við erum sjálfstæð þjóð með ákvörðunarrétt í eigin málum.

Þessar þjóðir aldrei staðið við þessar hótanir sínar (enda væri það alþjóðlegt hneyksli) og ferðamönnum fjölgar hér þrátt fyrir að hvalveiðar hafi verið stundaðar nú í 6 ár.

Sigurjón, 28.2.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband