Sunnudagur, 1. mars 2009
Ég á ekki orð! Hvaða framtíðarsýn vill fólk fyrir Ísland?
Það væri nú gaman að fólk sem er á móti ESB aðildarviðræðum færi að tjá sig um hvaða framtíðarsýn það hefur varðandi gjaldmiðil okkar! Er þetta fólk virkilega að halda því fram að það sé tilbúið að taka áhættu á að hafa krónuna áfram? Og eiga kannski yfir okkur að við getum aldrei aflétt gjaldeyrishömlum hér aftur? Að við getum upplifað það aftur að gjaldmiðillin falli um 30 til 40% á nokkrum dögum með tilheyrandi verðbólgu, hækkun skulda og matvælaverðs?
Er þetta fólk ekki tilbúið að horfa til reynslu annarra Norðurlanda eins og Finna, Svía og Danmörku. Finnar eru þegar komnir með evru, Danir eru að taka hana upp og Svíar eru með sænska krónu bundna við evru. Allar þessar þjóðir telja sig betur settar innan ESB. En nei hér er fólk svo forpokað að það gleypir við kjaftasögum um að ESB sé bara að reyna að komast yfir allar auðlyndir okkar! Það lýtur á ESB eins og stjórnlaust batterí. Þó að allir viti að það er framkvæmdaráð sem stjórnar ESB sem í sitja fulltrúar frá öllum löndum ESB. Það eru engar stórar breytingar gerðar á ESB öðruvísi en að það sé borið undir atkvæði í öllum löndum. Það hefur verið sýnt fram á að enginn fær að veiða hér nema við. Þó að hugsanlega erlendir aðilar eignist hér útgerðarfyrirtæki þá skil ég ekki hvað fólk hræðist. Í dag streyma peningar frá þessu útgerðum hér í verkefni hérlendis og erlendis. Kvótaeigendur halda hér kvótakaupendur sem leiguliðum og lifa vel á leigunni. Á meðan að smábátaveiðimenn lepja dauðan úr skel og útgerðin orðin stórskuldug.
Fólk vill ekki einu sinni fara í aðildarviðræður þó að þar fengjum við svart á hvítu hvað okkur stæði til boða.
Fólk miðar við að Noregur hafi fellt þetta 2X en gleymir því að Noregur hefur gas og olíu sjóði sem þeir hafa ávaxtað út um allan heim og geta notað til þrautavara en við höfum ekkert. Noregur er líka mun fjölmennari en við og þar eru þá yfir 40% sem hafa verið jákvæð gagnvart því að ganga í ESB. Minni á að Norðmenn þyrpast til Svíþjóðar að kaupa inn þar sem vöruverð þar er mun lægra.
Minni líka á að nú eru 27 þjóðir í ESB, nokkrar á leiðinni, Þannig að þjóðir í Evrópu utan ESB verða eftir nokkur ár aðeins teljandi á fingrum annarrar handar. Og þá verður erfiðara fyrir okkur að ganga inn.
Meirihluti andvígur ESB-umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Fólk er greinilega ekki eins heimskt og ESB heldur, sumir eru náttúrulega eins og rollur að elta úlfinn og vilja ganga í ESB, en það er bara eigingjarnt eða heimskt fólk. Því miður eru ákveðnir hópar af fólki sem eru enn á þeirri skoðun að ESB sé eitthvað betra fyrir það eða landið, en ég vona svo sannarlega að þetta fólk fari að hugsa og skoði málið.
Þór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:17
ESB er að hrynja! Er það, það hrun sem þú vilt að við tökum þátt í til að sumir vakna?!
Þór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:56
Það sem er í rauninni athyglisvert í könnuninni er að hún virðist gefa til kynna að um 1/4 sjalla sé fylgjandi en 4/5 samfylkingar.
Framsókn og VG svo rétt innan við helming fylgjandi.
Hvað má ráða af þessu ? Jú, það að sjallaflokkur er einhver mesti framfarahemill hér á landi á og algjör plága á þessari þjóð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2009 kl. 22:59
Sæll,
Þú sagðir á annari síðu um afskriftir skulda:
Það erun nú fleir en Steingrímur sem er þá að misskilja þetta. Hef heyrt þetta frá flestum hagfræðingum sem hafa fjallað um þetta mál. Og hvar kemur fram að bankarnir hafi afskrifað íbúðarlán um 50% hef aldrei heyrt þá seja þetta?
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag/gær kemur fram að fjármálastofnanir afskrifa 6000 milljarða vegna bankahrunsins.
k (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:18
Frelsi og fullveldi Íslands er ekki til sölu, ekki einu sinni fyrir evrur!
Hjörtur J. Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 23:20
"Það væri nú gaman að fólk sem er á móti ESB aðildarviðræðum færi að tjá sig um hvaða framtíðarsýn það hefur varðandi gjaldmiðil okkar!"
Hvers vegna að fara í ESB og bíða í svona 5 ár til að taka upp evruna, hví ekki bara taka upp dollarann, tæki miklu styttri tíma.
Og hvers vegna ættu þeir að gera einhverja spes samninga við okkur þar sem þeir gefa sig ekkert eftir fyrir aðra?
Og hvað varðar framtíðarspá þá er nokkuð athyglisverð lesning frá einum söguhagfræðingi sem hélt því fram að það væri best fyrir okkur að halda okkur utan ESB og halda krónunni, þar sem við gætum rétt okkur af miklu fyrr með henni og einnig að við höfum ýmsar auðlindir sem verða eftirsóttar í framtíðinni, þar á meðal orku. Er ekki í lagi að trúa því eins og öllum þeim sem segja hvað krónan sé ónýt??
"Er þetta fólk ekki tilbúið að horfa til reynslu annarra" já akkúrat, hvað með reynslu t.d. Írlands??
En nei hér er fólk svo forpokað að það gleypir við kjaftasögum um að ESB sé bara að reyna að komast yfir allar auðlyndir okkar!
Ekki segja mér að þú haldir í alvörunni að ESB sé að tala um að bjóða okkur inn af einskærri góðmennsku??
Getum við ekki bara alveg eins látið danina taka við hér aftur, fáum Danksar krónur og þurfum ekki að hugsa sjálfstætt?
Halldór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:40
Halldór, þú missir þetta alveg. Sko, ástæðan fyrir því að ísland á að sækja um aðild að esb er vegna þess að ísland hefur rétt á því. Why ? Jú, vegna þess að ísland er í Evrópu og er lýðræðisríki sem byggir á sama eða svipuðum grunni og esb ríki. Það að ganga í danmörk er ekkert í kortunum núna. Auk þess er danska krónan bundin evru og að taka upp danska krónu er í rauninni það sama og að taka upp evru.
Þú er bara eins og Árni Jónsen sem sagð hreykinn úr ræðustól á Þingi að líklega væri best að taka upp færeyska krónu í staðinn fyrir evru ! Færeyska krónan er það sama og dönsk króna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2009 kl. 23:59
"K" Bankarnir eru að afskrifa skuldir við fyrirtæki og erlenda aðila upp á 6000 milljarða af skuldum sínum. En 40% er talið öruggar skv. þessari grein. Þ.e. skuldir banka við aðrar stofnanir. Ef að við skerum niður um 20 af lánum sem bankarnir eiga fyrir línunna þá minnka eignir þeirra. Og við það þurfa þeir aukið fé á móti skuldunum sem þeir verða að greiða. Og hver heldur þú að leggi þeim til fé? Jú við! Með sköttum!
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 00:24
Hjörtur þú sem sagt villt að við förum bara lóðrétt á hausinn á næstu árum? Þú veitst væntalega að enginn vill versla með krónur og við fáum engin lán út á krónur?
Þannig að skv. þinni leið verður það væntanlega þannig að við verðum gjaldþrota og yfirtekin af einhverju ríki, kannski ESB sem fær styrk frá alþjóðasamfélaginu til að að sjá til þess að við sveltum ekki.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 00:27
Halldór það er samt staðreynd að sérfræðingar hér á landi og erlendis ráðleggja okkur flestir að sækja um aðild að ESB og evru. Meira að segja Norðmenn hvetja okkur til þess.
En eins og þegar við vorum vöruð við fyrir hrunið þá "vitum við betur" og þessir menn eru bara asnar. Og við leitum dauðaleit að einhverjum sem segir að ESB sé ömurlegt og hengjum okkur í það. Yfir 80% af ríkjum Evrópu eru nú þegar í ESB. Þetta eru stærri lönd með hópa af sérfræðingum sem skoðuðu málið frá öllum hliðum og meirihluti þeirrra sem og landsmanna þar kusu að ganga í ESB. Ef að þetta væri svona slæmt er skrítið að einu þjóðirnar sem hafna inngöngu í ESB skuli vera Norðmenn og við.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 00:32
Ég hef ekki tíma til að fara út í djúpar umræður um þetta núna en það er engin tilviljun að Olli Rehn skuli hafa sagt mögulega aðild Íslands hvalreka fyrir sambandið, sambandið þarf nauðsynlega að fá inn framleiðsluþjóðir sem færa því meira en þær taka frá því. ESB er ekki góðgerðarstofnun og verður spennandi að sjá hvaða aðgerðir þeir munu taka til varnar sínum ríkjum (enn sem komið er eru þær engar og ekki er hægt að segja að td. Írar séu í vænlegri stöðu)
Og Ómar, hvað sem öðrum verkum Árna líður þá voru þessi orð hans látin falla í sambandi við loforð Færeyinga um fjárhagslega aðstoð við okkur, sem nokkurs konur þakkarræða, þau átti augljóslega ekki að taka bókstaflega eins og þú leiðir líkur að.
Að lokum þá er það ráðherraráðið en ekki Framkvæmdarstjórnin sem ræður lyktum flestra málefna innan bandalagsins og er öflugasta stofnun þess og innan þess fengjum við langt undir 1% atkvæðavægi.
ps. Það er góð ástæða fyrir því að fullveldisréttur sjálfsstæðra þjóða er fremstur reglna þjóðaréttar og Evrópudómstóllinn hefur margoft sagt hreint út að með því að samþykkja stofnsáttmála bandalagsins afsali þjóðir sér fullveldisrétti sínum.
Sigur!, 2.3.2009 kl. 00:34
Þór ESB er ekki skepna eða ríki. Þannig að svona frasar eins og "Fólk er greinilega ekki eins heimskt og ESB heldur, " er bara kjaftæði. Ef þú veist það ekki er ESB samstarfgrundvöllur 27 sjálfstæðra ríkja sem hafa kosið að hafa samvinnu um ákveðna þætti svo sem viðskipti, umhverfisvernd, iðnað, landbúnað og sjávarútveg. Við erum þegar að mörguleiti bundin af þessum reglum og lögum. En við höfum engin áhrif.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 00:36
Magnús, bentu mér á það hvar Norðmenn hvetja okkur til að ganga í ESB!
Norðmenn og Íslendingar eiga lang vænustu náttúruauðlyndir allra Evrópuþjóða.
Sigur!, 2.3.2009 kl. 00:36
Rosalega ertu vitlaus magnús! ESB er ekkert á eitthvað betri leið en við. Við getum komið okkur út úr þessu, og ekki svo erfiðlega. Það eru bara kellingar eins og þú, sem eru að hægja á batanum. Hvað í fjandanum græðiru á því að tala Ísland niður?! Ég legg til að ef að kellingar og föðurlandssvikarar eins og þú viljið tala okkur niður, þá stofnið saumaklúbb.
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 00:38
Sigur ´Rétt hjá þér Þetta má náttúrulega lesa á www.esb.is "Ráðherraráðið (Council of the European Union) er vettvangur aðildarríkjanna og er skipað einum ráðherra frá hverju aðildarríki. Ráðherraráðið fer með löggjafarvald í ESB ásamt Evrópuþinginu, undirritar samninga við önnur ríki og samtök, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í mörgum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald. Hvert aðildarríkjanna á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda. Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrar um landbúnaðarmál, umhverfismálaráðherrar um umhverfismál o.s.frv. Ráðið tekur ákvarðanir ýmist með einróma samþykki (100% atkvæða), auknum meirihluta (73,9%) eða með einföldum meirihluta (51%) eftir því hvaða málefni er til umræðu. Atkvæðavægi ríkjanna fer eftir stærð þeirra. Þann 1. nóvember 2004 tók gildi ný skipting á atkvæðavægi ríkjanna samkvæmt Nice-sáttmálanum. Fleiri ákvarðanir eru nú teknar með auknum meirihluta en áður. "
Framskvæmdarráðið er skv www.esb.is
"Framkvæmdastjórnin (European Commission) fer með framkvæmdavald í sambandinu og er staðsett í Brussel. Framkvæmdastjórnin er skipuð 27 fulltrúum (commissioners) tilnefndum af aðildarlöndunum og samþykktir af þinginu. Hvert ríki tilnefnir einn fulltrúa. Markmið framkvæmdastjórnarinnar er tryggja að sameiginlegi markaðurinn/tollabandalagið virki eins og til er ætlast og að vernda hagsmuni Evrópusambandsins inn á við og gagnvart öðrum ríkjum og samtökum. Framkvæmdastjórnin hefur einkarétt á að leggja fram tillögur að nýrri löggjöf. Hún tekur þátt í að skapa, framfylgja og hafa eftirlit með EB rétti og hefur umboð til samningagerðar við önnur ríki. Framkvæmdastjórnin lítur á sig sem „verndara sáttmála Evrópusambandsins“. Hún gætir þess að aðildarríkin og aðrir uppfylli þær skuldbindingar sem sáttmálarnir mæla til um. Auk þessara mikilvægu verkefna kemur framkvæmdastjórnin fram fyrir hönd aðildarríkjanna gagnvart öðrum ríkjum og fjölþjóðlegum samtökum, sérstaklega þegar samið er um viðskipta- landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Hún hefur einnig hlutverk sem málamiðlari, þar sem hún leitast við að aðstoða aðildarríkin við að fá niðurstöðu í deilumálum. Forseti framkvæmdastjórnarinnar er kosinn til fimm ára og er hann æðsti yfirmaður um 26.000 starfsmanna. José Manuel Barroso hefur gegnt stöðu forseta framkvæmdarstjórnarinnar síðan árið 2004."
Svo er náttúrulega evrópuþingið. En framkvæmdarstjórnin fer með dagleg málefni ESB og hina ýmsu samninga.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 00:44
Þór þú talar af mikilli þekkingu! Ég get ekki rökrætt þetta við svona snilling. Enda segir þú sennilega alveg satt að ég sé vitlaus. En ég ólíkt þér hef lært smá kurteisi. Óg af hverju finnst þér það flott að kalla mig "kellingu"? Ert þú að meina að konur séu eitthvað óæðri?
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 00:58
Og heldur þú virkilega að eftir framgöngu ESB til þessa, að 0.002% atkvæðarétturinn okkar dugi til að segja eitthvað í þessum nefndum?! Rosalega eru menn bjartsýnir og auðtrúa, eða bara heilaþvegnir vitgrenningar.
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 01:01
Sigur! Norski utanríkisráðherrann var hér í síðustu viku. Hann var spurður hvort að við gætum átt í samstarfi við Norðmenn um norska krónu. Hann svaraði á þá leið að norska krónan væri fyrir Norðmenn en aftur á móti þá væri evran minnt sem væri fjölþjóðleg. Fannst það vera ábending til okkr. Líka má benda á að norksi Seðlabankastjórinn taldi eðlilegt að við litum til evru. Norski forsætisráðherran hefur líka sagt þetta.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 01:01
Hvað áttu við með framgöngu ESB til þessa Þór? Og bendi þér á að nú í dag höfum við ekkert um það að segja hvað fer þarna fram en verðum að leiða það í lög hjá okkur sem þeir ákveða á mörgum sviðum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 01:04
Neinei, ég er bara að segja að karlmenn eigi ekki að vera svona hræddir við að takast á vandamálum sem steðjar að hjá þeim og halda að ef þeir gefist upp, þá verði allt í lagi. Mér finnst það frekar aumingjalegt. Við erum Íslendingar og við höfum þurft að berjast fyrir sjálfstæðinu lengi, síðan kemur smá vandamál upp og þá vilja ákveðnir aðilar gefast strax upp og halda að það sé eitthvað betra. Það kalla ég kellingaskap, alveg óháð kyni.
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 01:07
Það er EES samningurinn, allt annað en ESB. Við þurfum ekki að samþykkja neitt þar sem að við erum ósátt með, né gefa frá okkur auðlindirnar og sjálfstæðið. Þú hlýtur að sjá mun þar á.
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 01:10
ESB hefur ávallt hag stærstu ríkja í fyrirrúmi, þar værum við langminnsta þjóðin með mestu auðlindirnar, á höfðatölu, að tapa. Svo einfalt er þetta reikningsdæmi. Afhverju fattar fólk þetta ekki, þegar 5ára krakkar ættu auðveldlega að geta reiknað þetta.
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 01:13
Þór hefur þú heyrt um að einhver hafi gefið ESB auðlyndir sínar? Hefur ESB t.d. stolið skógunum í Finnlandi og Svíþjóð? Hvað auðlyndir ert þú að tala um og hvað á ESB að gera með þær? Það gætu erlendir aðilar hugsanlega komði og fjárfest hér! Er það eitthvað verra en þeir fjárfestar sem við erum nú að gera upp skuldirnar fyrir?
Og mundir þú segja að Svíþjóð og Finnland, Bretland og Frakkland væru ekki sjálfstæðar þjóðir?
EES samningurinn skuldbindur okkur til að taka upp reglur ESB að mörgu leyti.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 01:43
Hvernig væri að setja upp annan vinkil á þetta. Af hverju eigum við að velta okkar vandamálum yfir á aðrar þjóðir???? Og við getum hæglega tekið upp aðra mynt án þess að ganga í ESB, það er bara spurning um ákvörðun, nú eða binda krónuna við aðra mynt.
ESB springur framan í sjáft sig áður en langt um líður, það er bara spurning um tíma. Hagsmunir þessara landa eru svo ólíkir að ekki verður þess langt að bíða að einhver steiti á skeri, og þá fara fínheitin að liðast í sundur á neglingunum.
(IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 02:01
Við getum ekki tekið upp aðra mynnt skv. helstur sérfræðingum því þá hefðum við ekki banka til þrautarvara/Seðlabanka. Auk þess sem að við það mundi hér jökla- og krónubréf rjúka út og skilja okkur eftir í skuldum. Og eins þá mundi gengi myntar sem við tækjum upp einhliða sveiflast eftir allt öðrum hagmunum en okkar.
ESB liðast ekki í sundur. Það eru erfiðleikar hjá ESB þjóðum en það er líka samdráttur í Japan, Kína, USA, Rússlandi og um allan heim.
ESB er samstarf þjóða sem nær allar Evrópuþjóðir (nema við og nokkrar íhaldsamar þjóir) kjósa að vera í.
Einhliða upptaka Evru, samanburður við núverandi ástandKostir:
Þetta er álit:
Axel Hall
Þetta má sjá hér ásamt rökum fyrir að taka ekki upp evru einhliða. Heldur ganga í ESB og myntbandalagið
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 02:29
Fólk er ekki komið úr sjokkinu ennþá og ruglar saman útrás og ESB.
Útlönd = ægilegt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.3.2009 kl. 05:58
Rökfræðin segir okkur allt annað og þar er ESB auðvitað eina leiðin og við munum fara hana, ÞAÐ ER ÉG HANDVISS UM.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.3.2009 kl. 06:00
Bara sorrý en ég er ekki í neinu sjokki, því enn sem komið er eru þetta ekki vandamál sem ég hræðist, þ.e kreppan, veit alveg hvað það er að eiga ekki neitt og að missa allt, ekkert nýtt þar.
það sem hræðir mig er að lesa Lissabon sáttmálann og vita að til er fólk hér á landi sem er tilbúið að skrifa undir hann, það sem hræðir mig er hvað fólk trúir enn á hagfræðinga sem höfðu ekki glóru um hvað var að gerast í fjármálaheiminum og sjá enn ekkert nema það að sá heimur fari að rúlla sem fyrst aftur ( sem þýðir auðvitað inngöngu í ESB) og sem þýðir einnig að ef sá heimur fer að rúlla á ný "eðlilega " eins og hagfrræðingar vilja að þá er það sama og segja.... við viljum svona kreppu á 20-30 ára fresti til að leiðrétta misræmið og henda út gjafabréfunum sem "hagfræðingar" og "fjármálasnillingar" hafa selt hverjir öðrum til að auka verðmæti þeirra En mikið eigið þið gott að vera svona sannfærð um að þið vitið það eina rétta um ESB og þykist þess umkomin að dæma þá sem ekki aðhyllast slíikan gjörning fyrir þjóðina, og Hólmfríður ég átti nú von á öðru eftir að hafa lesið blogg þitt annað slagið, en svona hroka frá þé. En ég er líka handviss um að mín rökfræði er bara ekkert verri en þín eða þeirra annara sem inngöngu vilja.
(IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 08:36
Sigurlaug sérfræðingar sem ég treysti segja að Lissabonsáttmáli hafi einmitt átt að gera ESB lýðræðislegra. Og eina þjóðin sem hafnaði honum voru Írar því að misvitrir menn voru búnir að ljúga í þá að sáttmálinn mundi þýða að fólk frá austur evrópu mundi flæða yfir til Írlands. Sem og launalækkanir of fleira sem engin fótur var fyrir.
Hugsunin með Lissabonsáttmála var/er:
Þú sérð á þessar tilvitnun í esb.is að Bretland og Pólland kjósa að taka ekki þátt í ákveðnum hlutum Lissabonssáttmálans og eru því ekki bundin af þeim hlutum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 09:07
Hvað varðar afsal á auðlindum, þá eru bretland og pólland alveg örugglega bundin því
Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:21
Það er í rauninni alveg sérstakt rannsóknarefni hvernig and-sinnar snúa öllu á haus ef þeir sjá eða heyra minnst einhversstaðar í ESB. Stórmerkilegt í sjálfu sér.
Það er þó ekki séríslenskt fyrirbrigði því á slíku ber líka í öðrum löndum. T.d varð frægt þegar írar felldu naumlega Lissabonsáttmálann vegna atriða sem komu honum ekkert við. Það varð frægt.
En að mínu mati verður auðveldara fyrir and-sinna að spinna upp einhverja dellu hér á landi en víða annarsstaðar. Eg held það. Þar koma inní sérstakar sögulegar og landfræðilegar ástæður ss. aldalöng einangrun og inngróin útlendingaparanoja.
Sem dæmi um hve menn telja að hægt sé að hamra járnið er, að svo virðist sem búið sé að stofna sérstakan flokk sem nánast eingöngu á að matreiða and-kræsingar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 12:13
Þó bendi þér á þessa kausu frá evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins og þú finnur þessar upplýsingar út um allt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.