Leita í fréttum mbl.is

Menn héldu þvi fram að ég væri að rugla þegar ég tjáði mig um hugsanlegar hvalveiðar okkar.

Menn töluðu um að það mundi engin skipta sér að þessu og bentu á að þessar nokkru hrefnur og langreiðar hefðu ekki haft áhrif. En auðvita finna umhverfissamtök inn á veika stöðu okkar til baráttu sem og þann þjösnaskap að bíða ekki eftir niðurstöðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sem var að mildast í hvalveiðibanni. En hvað stendur þá í þessari frétt:

Arthúr Björgvin segir að minnsta kosti eina þýska verslunarkeðju hafa hætt að selja íslenskar vörur vegna veiðanna. Hann óttast að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið, enda hafi hann upplýsingar um að hvers kyns sala og markaðssetning á vörum frá Íslandi sé orðin erfiðari eftir að veiðarnar spurðust út.

Við það bætist að um 200 umhverfisverndarsamtök hóti því í bréfum til Íslendinga í Þýskalandi að beita sér fyrir herferð gegn sölu á íslenskum vörum. Sú atburðarás geti því endurtekið sig frá 9. áratugnum þegar þýskir umhverfisverndarsinnar fóru í herferð gegn íslenskum varningi.

 

„Við erum náttúrlega búin að fá fullt af hótunarbréfum frá Þýskalandi. Þar er því hótað að 200 umhverfisverndarsamtök muni stuðla að því að loka fyrir kaup á íslenskum varningi í búðum og fá fólk ofan af ferðum til Íslands. Þessu rignir yfir ferðaþjónustufólk."

En nei nei. Af því að við fengum ekki mikil mótmæli við 9 hvölum þá er allt í lagi að leyfa veiðar á 150 hvölum. En úpps þetta getur kostað okkur milljarða í viðskiptum og missi mörg hundruð starfa. Og allt til að einn maður geti sinnt hobby sínu þarna í Hvalfirði og fólk komist á smá sumarvertíð í hvalskurði og vinnslu í 3 til 4 mánuði.  Held að fólk verði að fara hugsa hér á landi. Við erum ekki lengur sterk og rík þjóð sem getum tekið svona áhættu og verðum það ekki næstu árin.


mbl.is Sniðganga íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband