Leita í fréttum mbl.is

Tek undir með ASÍ

Undir þetta þessi orð Gylfa Arnbjörnssonar. Það sem okkur vantar er framtíðarsýn. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að horfa ekki bara vandamálin sem eru akkúrat núna heldur verðum við að huga að öruggara umhverfi fyrir okkur í framtíðinni. M.a. evru! Ekki láta afturhalds, þjóðernisrembur og þröngsýna ná völdum hér á landi. Það er ávísun á að hér verðum við í höftum næstu árin. Gjaldeyrir verður skammtaður eins og hann sé gull. Okkur yrði mun betur borgið í samvinnu við Finna, Dani og Svía innan ESB
mbl.is ASÍ: Ný ríkisstjórn fái umboð til ESB viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þú ert svona handviss um að ESB sé gott fyrir okkur segðu mér þá hvað er svona æðislegt við ESB ?

Hvað græðum við svona rosalega á því að fara inn í ESB ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

  • Við eigum möguleika á að taka upp evru
  • Vöruverð lækkar væntanlega um 30 til 40% skv reynslu Svía
  • Við þurfum ekki lengur að taka upp reglur og tilskipanir ESB án þess að haf nokkur áhrif á setningu þeirra
  • Við komust í gjaldmiðlasamstarf með stuðningi Evrópubankans
  • Við losnum við verðtrygginu
  • Við fáum aukna tiltrú frá alþjóðasamfélaginu
  • Við losnum við ýmsa tolla
  • Við fáum ýmsa styrki t.d. til landbúnaðar og losnum í staðinn við að borga framleiðslutengda styrki til þeirra
  • Við tökum þátt í samstarfi um 85% af öllum evrópuþjóðum. Þetta verða innan nokkurra ár um 30 ríki.
  • Við verðum hluti af sterkri heild gagnvart t.d. USA, Rússum og fleirum
  • Við erum þegar komin þarna inn að 60 til 80% gegnum EES en höfum samt engin áhrif þar sem við erum utan ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2009 kl. 11:21

3 identicon

Ég ætla nú aðeins að setja út á það sem þú segir á þeim grundvelli að ALLT sem þú segir getum við gert fyrir okkur sjálf nema að taka upp Evru og að elta þá blekkingu þína að við öðlumst einhverja tiltrú.

Vöruverð lækkar væntanlega um 30 til 40% skv reynslu Svía
- Jú við gætum hæglega lækkað þessa tolla þar sem þeir eru settir af okkar ríkisstjórn ( rökin fyrir tollum eru meðal annars að halda verði á innflutri vöru uppi svo að íslensk framleiðsla verði samkeppnishæf )

Viðlosnum við verðtryggingu
- Það er ekkert því til fyrirstöðu að okkar ríkisstjórn geti afnumið hana sjálfir

Við fáum aukna tiltrú frá alþjóðasamfélaginu
- Ertu nú alveg viss um það, hefurðu einhver rök fyrir því eða eru þetta bara draumórar ?

Við losnum við ýmsa tolla
- enn og aftur þá getum við afnumið þá ef við viljum og ég er reyndar þeirrar skoðunar að ýmsa tolla mætti lækka en sumir eru nauðsyn til að standa vörð um íslenska framleiðslu

Við fáum ýmsa styrki t.d. til landbúnaðar og losnum í staðinn við að borga framleiðslutengda styrki til þeirra
- Ekki gleyma því að bónus byrjar að flytja inn ódýrara kjöt og landbúnaðar afurðir frá evrópu (tollfrjálst húrra!) og það væri alls óvíst hvort að íslenskur bændur gætu starfað áfram.  - Þar að auki þyrftum við að borga til sambandsins og þessir styrkir væru hugsanlega litlu ef einhverju hærri en sú tala sem við myndum leggja út til sambandsins

Við tökum þátt í samstarfi um 85% af öllum evrópuþjóðum. Þetta verða innan nokkurra ár um 30 ríki.
- Vá æðislegt, hvaða samstarf og um hvað ?  Eigum við að fara að rækta rollur með pólverjum ?

Við verðum hluti af sterkri heild gagnvart t.d. USA, Rússum og fleirum
-  USA er og hefur alltaf verið miklu sterkari heldur en ESB, ESB hefur líka verið að skíta tapa markmiði sínu um að verða stærsta efnahagsveldi árið 2010.  Töflu sem sýnir hversu mikið þeim hefur farið aftur ( já aftur þeir fara í öfuga átt miðað við markmið sitt )  geturðu séð á þessari síðu hún er í hausnum á síðuni
http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/806174/

Við erum þegar komin þarna inn að 60 til 80% gegnum EES en höfum samt engin áhrif þar sem við erum utan ESB
- Það er líka þessum EES samningi að þakka að við þurfum að taka á okkur IceSave skuldbindingar og fleira, það er þessum EES samningi að þakka að bankarnir gátu stækkað þetta mikið. ( að sjálfsögðu að hluta til eftirliti með þeim líka en það voru bara enginn lög hérna heima sem hægt hefði verið að stoppa þá með )
Og hvaða áhrif heldurðu að við myndum hafa með 3 þingmenn á móti 700 ?

Ef að frakkar og bretar myndu fá þá flugu í hausinn þá myndu þeir byrja að veiða hérna samstundis.  Burtséð frá því hvort að við viljum það eða ekki þar sem þeir hafa langmesta atkvæðavægi í sambandinu.

Það hefði skelfileg áhrif á fjárhag okkar.  Landbúnaður eins og ég kom inná áðan myndi þurfa að fara að keppa við verð á innfluttum vörum þannig að innan skamms yrði landbúnaðurinn líka á hausnum.

Er það það sem að þú villt ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við ætlum ekki að rækta rollur með Pólverjum en við væntanlega höfum sameiginlega hagsmuni með flestum Evrópuþjóðum. Þú verður að gæta að því að við erum t.d. í Nató. Þó að hagsmunir okkar fari ekki að ölluleyti saman við allar þjóðirnar í NATÓ þá teljum við hag okkar betur borgið í því samstarfi.

Við bönnum í dag innfluttning á nær öllu matvörum sem eru í samkeppni við vörur sem við mundum flytja inn. T.d. kjötvörur. Þannig hindranir mundu falla niður við inngöngu í ESB.

Veiðheimildir eru bundanar við veiðireynslu og staðsetningu lands. Í aðildarsamnig yrði svo lögð áhersla á að verja þessa stöðu okkar. Aðildasamningar eru sem lög og verður ekki breytt nema að þær séu samþykktar á þjóðþingum allra ríkja ESB.

Þetta með landbúnaðin þá bendi ég á að það sama var sagt um iðnað hér á landi þegar við gengum inn í EES en mér sýnist að hann lifi ágætlega.

Það er EES samningi að kenna að við þurftum að taka ábyrgð á IceSave það er yfirlýsing Íslenskra stjórnvalda um að þau ætluðu að tryggja innistæður í Íslenskum bönkum. Og eins skortur á eftirliti og aðhaldi með bönkunum.

USA er einmitt í dag í mjög erfiðri stöðu. Kreppan í heiminum hófst þar og þeir eru að eyða alveg ótrúlegu fjármagni í að reyna að sporna við eng gengur illa. Bendi t.d á að allar bílaverksmiðjur þeirra eru að hrynja.

Hef ekki tíma til að halda áfram. En jú ég vill eitthvað nýtt þar sem að ástandið nú hér segir mér að við óbreyttar aðstæður lendum við í þessu aftur inna 10 til 15 ára. Ég vill losna við að nokkrir stjórnmálamenn hér geti komið mér og öðrum í þessi vandræði sem eru nú. Voru líka milli 1970 til 1990.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2009 kl. 12:04

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Á sem sagt að ganga í ESB til að koma óhæfum mönnum frá.  Næst förum við til Brussel til að berja potta og pönnur.

Iðnvarningur hefur ekki verið greiddur niður í sama stíl og landbúnaðarvörur en 60% af ráðstöfunarfé ESB fer landbúnaðarniðurgreiðslur en 2% af ráðstöfunarfé íslenska ríkisins.

í dag eru íslenskir svína bændur að keppa við innflutt svínakjöt sem ESB niðurgreiðir um helming á sama tíma eru engir slíkir styrkir hér en þessar útflutningsbætur hverfa þegar viðgöngum í ESB og þú heldur að verðið lækki.  Ég get alveg lofað þér því að það verður ekki lægra

Það þarf ekki annað en að vísa á vörur sem eru tolllausar en víða þar er enn meiri verðmunur. Ætli ESB taki ekki á sig rýrnunina á ferskvörunum þegar farið verður að flytja þær inn frá Spáni og Ítalíu

Þetta er nú meiri Pilsfalda sosialisminn

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 14:12

6 identicon

þið virðist vita allt. hvar værum við stödd ef þið væruð ekki til?

kjósandinn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:27

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"Kjósandi" Þú villt þá að  enginn hafi skoðun? Ég er hér á minni eigin bloggsíðu að halda fram minni skoðun. Ég efast ekki um að margir hafa betri vitneskju um málin en ég en ég leyfi mér að hafa mínar skoðanir. En ég hef það líka með mér að flestir "sérfræðingar" eins og hagfræðingar, sérfræðingar í Evrópumálum, peningamálum og svo framvegis telja okkur best borgíð í ESB. Þeir benda líka á hversu viðkvæm við erum ef við ætlum að eiga í viðskiptum við útlönd, með þetta litla hagkerfi og myntkerfi.

ESB tekur ekki á sig rýrnun á ferskvörum en á móti fá bændur hér styrki til búsetu sem ekki eru framleiðslu stýrðir sem hvetur þá til að stýra framboði eftir eftirspurn. Og eins þá valda styrkirnir því að við getum boðið íslenskar hágæða vörur á viðráðanlegu verði. Enda þá njótum við neytendur þess að fá vörur á lægra verði en áður og getum því leyft okkur meiri luxus. Bendi á að lambakjötið okkar er einstakt og aðrir geta ekki keppt við gæði þess.

Það var talað um að iðnaður mundi ekki þola ótakmarkaðan innfluttning en hann gerði það samt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband