Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá geta þeir sem hafa galað mest um landráð og stjórnarskrá slakað á.

Finnst að þau sem hafa farið hér hamförum í fjölmiðlum varðandi ráðningu Seðlabankastjóra frá Noregi hafi orðið sér til skammar. Nú er ljóst að nýr seðlabankastjóri verður ráðinn í maí.

Þessu fólki hefði verið nær að horfa til þess að hér á landi er ekki til sá maður að ekki hefði verð hægt að tengja hann við eitt eða annað sem hefði valdið deilum. Nú er ljóst að nýr seðlabankastjóri veðrur ráðinn eftir að ný stjórn er tekin við. Og þó að núverandi seðlabankastjóri sé norðmaður hefur samt sem áður tekist að tengja hann við pólitík hér á landi. Hvað halda menn að hefði gerst ef hann hefði verið íslenskur. En í maí verða 3 mánuðir frá því að Davíð yfirgaf Seðlabankann og því vonandi að öldur hafi lægt eitthvað.

Og ef út í það er farið þá bendi ég að að hingað var ráðinn Finni til að rannsaka hrunið, Svíi til að leiða nefnd um endurreisnina. Við verður að leita hiklaust til sérfræðinga erlendis svona tímabundnar ráðningar mega ekki verða til þess að fólk fari á límingunum.


mbl.is Embætti seðlabankastjóra auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ennig var ráðinn norskur "hernaðarsérfræðingur" til að veita ráðgjöf um almannatengsl í kjölfar bankahrunsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Byltingarforinginn

Er þá allt í lagi að fara á svig við stjórnarskránna, af því að það finnst ekki "sá maður að ekki hefði verð hægt að tengja hann við eitt eða annað sem hefði valdið deilum"?

Stjórnarskráin á að vera yfir það hafin að svona pappírar eins og Jóhanna túlki hana eins og henni hentar. Sér í lagi þegar Sigurður Líndal gefur það álit að þetta stangist að líkindum á við stjórnarskrána. En hentistefna Samfó og Vg er bara með ólíkindum og engu eirt.

Byltingarforinginn, 5.3.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Byltingarforingi !

Það hefur ekkert verið farið á svig við stjórnarskrá. Sérstaklega er tekið fram í lögum um seðlabanka að við setningu bráðabyrgðastjóra eigi ákvæði stjórnarskrárinnar ekki við. Fyrir slíkum tímaundnum ráðningum eru einnig fleiri sambærileg fordæmi.

Sigurður Lindal hefur enda ekkert fullyrt í þessu - aðeins velt vöngum.

Hrannar Björn Arnarsson, 5.3.2009 kl. 21:01

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sett lög víkja ekki stjórnarskráákvæði til hliðar. Það er af og frá og furðulegt að heyra það úr forsætisráðuneyti.

Sigurður Líndal hefur að vísu velt vöngum eins og hans er von og vísa.             

Þetta sýnir okkur hve nauðsynlegt er að hafa starfandi stjórnarskrádómstól. 

Sennilega hangir þetta inni af því að þetta er tímabundið. Auk þess að það nennir engin að fara í mál út af þessu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband