Leita í fréttum mbl.is

Það er sama hvað gert er alltaf getur fólk kvartað!

Fólk hefur síðustu mánuði verið að kvarta yfir því að stjórnvöld kynni ekki aðgerðir til hjápar fólki í landinu.

Nú í dag er verið að afgreiða held ég 100% niðurfellingu á virðisauka vegna byggingarframkvæmda. Sem hvetur fólk til að fara í framkvæmdir sem og iðnaðrmenn og aðra aðila til sem koma að þessu til að fara af stað aftur.

Svo nú er kynntur metnaðarfullur pakki með 11 flokkum sem áætlað er að skaffi 4 til 6 þúsund störf. Og þá kvartar fólk hástöfum.

  • "Á ekkert að gera fyrir heimilin?" spyr það. Ég spyr á móti hvað er þetta nema aðgerð fyrir heimili? Þarna fá kannski um 30 til 35% af öllum atvinnulausum í dag vinnu. Og hvað er það nema hjálp við fólk sem nú er að fást við að hafa engar tekjur nema atvinnuleysisbætur?
  • "Það er kosningalykt af þessu" Ég bara spyr er fólk bara ekki í lagi. Halda menn ef beðið hefði verið með þessar aðgerðir fram yfir kosningar að ástandið hefði ekki versnað á meðan. Og að þessar framkvæmdir kosti ekki undirbúning. Og er þá ekki allt sem gert verður næstu vikur lyktandi af kosningum?
  • "Hver á borga?spyr einhver. Auðvita eru mörg þessi verk á kostnað ríkisins. Þannig bregðast ríki við kreppu. USA byggði Hower stífluna í kreppunni á séðustu öld. Sumt af þessu peningum eru lán til sprota fyrirtækja sem greidd verða til baka þegar og ef þau komast á legg. Sumt af þessum peningum er kannski peningar sem sparast við að fólk fer af atvinnuleysisbótum. Mér bara er nákvæmlega sama ef þetta dregur úr atvinnuleysi, eykur tekjur og neyslu og kemur hagkerfinu hér af stað.
  • Síðan gleymir fólk að í þinginu eru að klárast frumvörp um:
    • Greiðsluaðlögun. Þar sem skuldir heimila verða aðlagaðar að greiðslugetu
    • Lög um gjaldþrot þar sem að bannað er að ganga að fólki með íbúðarhúsnæði í ár eða 2 ár.
    • Lög um séreignarsparnað þar sem fólk getur tekið út allt að milljón til að hjálpa sér yfir erfiðan hjalla.
  •  Og fullt fullt af málum.

Ég bara verð reiður þegar að einhverjir "ég veit allt best" eru sífellt að rífa hér niður það sem vel er gert.

Minni t.d. á að eftirlaunafrumvarpið sem var búið að ræða um að fella niður í 6 ár var afgreitt hér um daginn eftir að þessi stjórn var aðeins búin að vera við völd í 4 vikur.

Svo menn ættu að skoða það að ráðast ekki alltaf á það sem er vel gert. Því ber að hrósa. Og muna það að jákvæð viðbrögð við góðum hlutum hvetur fólk til að gera enn betur.


    mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Athugasemdir

    1 identicon

    Heyr heyr!

    Gunnar Geir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 09:58

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Magnús Helgi Björgvinsson
    Magnús Helgi Björgvinsson

    Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

    Eldri færslur

    Des. 2024
    S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5 6 7
    8 9 10 11 12 13 14
    15 16 17 18 19 20 21
    22 23 24 25 26 27 28
    29 30 31        

    Twitter

    Teljari

    joomla visitor

    Twitter

    Tenging við twitter

    Um bloggið

    Vettvangur Magga

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband