Leita í fréttum mbl.is

Jæja!! Þar með er ljóst að aðildarviðræður við ESB verða aðalmál næstu kosninga

Ég verð að segja að niðurstöður kannana á síðustu mánuðum hafa valdið manni heilabrotum. T.d. varðandi viðhorf fólks til aðildarviðræðna. Svona sveiflur milli nokkra vikna upp á tugi prósentna geta ekki verið réttar.  Það hlýtur að vera að spurningar í þessum könnunum séu leiðandi eftir því hver kaupir þær. Það er ekki ásættanlegt..

Þessi niðurstaða þó að Samtök iðnaðarins láti gera hana eru þó í samræmi við fyrri niðurstöður þeirra.

Það er náttúrulega mín bjargfasta trú að til að skapa okkur framtíðarsýn sem gengur upp eigi Ísland að fara í aðildarviðræður og í framhaldi af því að ganga í ESB sem og að taka upp evru. Og ekki má gleyma því að þjóðin fær samningin til umsagnar þegar honum er lokið og getur annað hvort samþykkt inngöngu sem og hafnað því. En ég held að samvinna og stuðningur  um 500 milljóna Evrópubúa geti ekkert nema hjálpa okkur til að komast á fæturna aftur. 

2009-02-ESB-almenningur-vidraedur


mbl.is Flestir vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég persónulega er á móti því að ganga í ESB en ég sé ekkert að því hefja aðildarviðræður. Þá fær maður betri sýn yfir þá kosti sem þeir vilja bjóða okkur. Ef þeir bjóða okkur góða kosti (t.d. að við ráðum yfir fiskveiðum við landið) eftir þessar viðræður þá sé ekkert að því að fara í ESB.

Varðandi könnuna þá þekki ég nokkra sem vilja ekki ganga í ESB en hafa samt ekkert á móti aðildarviðræðum. Aðildarviðræður eru ekki það sama og segjast vilja ganga í ESB. 

Gunnar (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stuðningur við viðræður við Evrópusambandið hafa verið meiri án þess að málið yrði að kosningamáli. Nú er þess utan meiri andstaða við inngöngu sem slíka en oft áður. Ég myndi annars bara fagna því ef Evrópumálin yrðu að kosningamáli, það væri bara tær snilld enda litlar líkur á að það yrði málstað Evrópusambandssinna til framdráttar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 19:01

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta á ekkert að verða eitthvert kosningamál.

Fara í aðildarviðræður ekki seinna enn í gær og samning uppá borð. Period.

Þá mun koma berlega fram að hræðslu og rangfærsluáróður sá er rekinn hefur verið undanfarin ár og ártugi er bara það.  Nefnilega hræðslu og rangtúlkunaráróður.

Það mu þó ekki koma í veg fyrir að sumir munu halda áfram umræddum áróðri en með mun minni árangri og aðild verður samþykkt í atkvæðagreiðslunni.

Það er ekki eins og þetta sé eitthvað rosalega flókið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.3.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband