Leita í fréttum mbl.is

Það hefur bara engin beðið þau um þetta

Manneskja sem rekur svona áróður eins og lesa má á http://sapuopera.blog.is/  Þar sem að bullið um IMF er í botni.

t.d.

Böðlar lýðveldisins

Ég mun líta á hvern þann sem ræður sig til starfa hjá þessari glæpastofnun sem landráðamann.

Og ég bíð enn eftir svari frá ríkisstjórninni; hvað gerist ef við getum ekki endurgreitt lánið?

Og

Hjúkk, Sven er víst ekki tengur AGS heldur Bergo

Einhver skynsemisneisti hefur víst kviknað um síðir

Og eins þá er þetta greindarlegur kafli eða hitt þó heldur

áfanga sem flestir fela í sér venjuleg nefndastörf og skrifstofuvinnu. Því trúir enginn heilvita maður að gjaldþrota þjóð fái lán upp á hundruð milljarða, án þess að leggja fram neinar tryggingar eða veð fyrir endurgreiðslu. Því spyrjum við:

-Hver eru skilyrðin? 
-Hvernig eigum við að endurgreiða lánið;
-Hvað gerist ef við getum ekki borgað?

Aðrar þjóðir sem hafa fengið neyðarlán hjá AGS hafa þurft að uppfylla ströng skilyrði, að meðaltali 114 talsins. Oft fela þau í sér að ríkisfyrirtæki verði einkavædd og auðlindir seldar. Með þessu hefur grundvellinum fyrir sjálfstæði verið kippt undan mörgum þjóðum. Því spyrjum við:

Hvaða ástæðu höfum við til að vænta þess að okkur verði hlíft?
-Hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að við missum ekki ráðstöfunarrétt yfir auðlindum Íslands?

Það er ljóst að til að endurgreiða lánið þarf að skera niður opinbera þjónustu . Margir óttast að velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið verði illa úti. Á vefsíðunni www.island.is er þessum áhyggjum svarað á þennan hátt:

'Í raun er gert ráð fyrir að láta sjálfvirka sveiflujöfnun virka að fullu á næsta ári og við útreikning á bata samkvæmt langtímaaðhaldi í ríkisfjármálum er reiknað út frá hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði sem gefur því meiri slaka sem kreppan er dýpri.'

Og enn spyrjum við:

-Ætlast stjórnvöld til þess að almenningur skilji þetta?
-Hvað í fjandanum þýðir þetta eiginlega?
-Hvað á að skera niður og í hvaða röð? 

VIÐ VILJUM SVÖR Á MANNAMÁLI -STRAX!

 

Hún og þetta fólk sem stendur með henni hefur lesið einherjar samstærissíður og ímynda sér að IMF sé vondur sjóður sem starfi til að stela af fólki öllu. Auðlindum, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Þau eru búin að gleyma því að fjöldi Íslendinga starfar og hefur starfað við IMF. M.a. Ólafur Ísleifs, Þorvaldur Gylfason og margir fleiri. Halda þau virkilega að þeir hefðu ekki vitað hvaða hættu þeir væru að steypa okkur í ef við færum í samstarf við IMF.

Og eins þá væri rétt að þau gerður sér grein fyrir að við fáum bara um 2 milljaðra lánað hjá IMF og ætlum að komast hjá því að nota það nema sem gjaldeyrisforða. Önnur lána eru frá vinum okkar í Evrópu.

Þau hafa heldur ekki umboð til að segja

Markmið fundarins var að gera AGS grein fyrir áhyggjum almennings af 
því að viðskipti okkar

 

Þau eru ekki að tala fyrir hönd alemnnig hér!!!!!!!!

Og svo væri gaman að vita hvaða lönd eru "sviðin jörð" eftir IMF í dag!

 


mbl.is Mótmælendur hitta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur viðurkennt að hann hafi gert misstök í Asíu á 9 áratugnum. Og eins bent á að hans markmið er að fá lánin endurgreidd. Það er lönd sem hafa fengið lán hjá honum sem höfðu það litlar þjóðartekjur og útflutning að þær þurftu að einkavæða hjá sér þvi annars hefðu þær eldrei fengið lán hjá sjóðunum.

En bendi þér líka á að skilyrði AMG voru rekin í skjali sem var kynnt okkur í nóvember.

Minni þig á að það eru 180 lönd sem eiga sjóðinn. Við vorum eitt af ríkjunum sem stofnuðu hann. Það vinna þar íslendingar. Heldur þú að þeir hefðu ekki hvatt okkur til að sleppa þessu ef þeir hefðu vitað hversu miklir glæpamenn væru að stjorna honum. Þetta er svona svipað og ímynda sér að í Brussel séu einhverjir vondir menn sem kalli sig ESB og ætli að stela öllu hér ef við göngum í ESB.

Þetta er kjaftæði

Og maður segir ekki að maður gangi erinda almenning þó að nokkrir aðilar hafi lesið einhverja öfgasíður um IMF og haldi að þetta séu einhverjir bankar í USA sem stefni að heimsyfirráðum. Þetta er varastjóður sem hægt að er að leita til með samninga um tímbundið fjármagn gegn því að við sýnum fram á að það nýtist til að bjarga málum hér og við getum fyrir 2014 borgað upp lánið. Minni þig á að þetta er aðeins um 30% af þessum pakka. Önnur lán í honum eru frá norðmönnum, svíum, finnum og dönum . Heldur að þeir séu í samstarfi við IMF?

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2009 kl. 18:16

2 identicon

Ég fór á þennan fund sem fulltrúi Samstöðu eins og ég var sérstaklega beðin um, eftir að fundur hafði verið skipulagður og tímasettur.

Mér finnst það ekki hljóma trúverðuglega að AGS muni ekki beita okkur neinum þrýstingi til að einkavæða velferðarkerfin okkar og selja ríkisfyrirtæki. Allra síst dettur mér í hug að leggja trúnað á það eftir að hafa setið á fundi þar sem fulltrúar sjóðsins lugu því blákalt upp í opið geðið á mér að engin þriðja heims ríki hefðu verið beitt slíkum þvingunum.

Vafasömustu sögurnar af afrekum AGS eru á þá leið að markmið sjóðsins sé að aðstoða fátæk ríki. Tilgangur sjóðsins er einn og aðeins einn; að þau ríki sem mest eiga í honum hagnist hvað sem það kostar fátæku ríkin. AGS er ekkert annað en glæpamafía sem rekur nýlendustefnu eins og glöggt má sjá með því að telja þær þjóðir sem hafa misst alla möguleika á að framfleyta sér hjálparlaust eftir að hafa þegið 'aðstoð og ráðgjöf' frá AGS. 

Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá að það er ekkert vit í því að lána fé sem engar tryggingar eru fyrir að fáist greitt enda hefur sjóðurinn unnið þannig að skilyrðin eru sett eftir á, þegar lánþegarnir eru þegar komnir í þá stöðu að þurfa að sæta afarkostum. Og að sá sem ætlar að 'fylgjast með og ráðleggja' ætli samt ekkert að skipta sér af, er þversögn; álíka mikið bull og þegar þeir þræta fyrir að hafa farið illa með t.d. Jamaica, Ekvador, Bólivíu og svo má lengi telja.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband