Leita í fréttum mbl.is

Það er hægt að slá um sig með ýmsum frösum - En hvað eiga menn við?

Hvað eiga menn t.d. við með:

Frambjóðendur L – listans telja að lýðræðisleg endurreisn sé forsenda þess að hér rísi öflugt land úr þeim brotsjó sem gengið hefur yfir

Hvað er átt við með Lýðræðisleg endurreisn?  Jú ég veit hvað lýðræði er! En er það ekki aðallega að það er vilji meirihlutans sem ræður. Og hvað eiga þau við með þessu:

Forsenda þessa er að Ísland varðveiti fullveldi sitt og að dregið verði úr ægivaldi stjórnmálaflokka yfir lýðræðislega kjörnum fulltrúum á Alþingi

Vilja þeir sem sagt að við segjum okkur úr EES samstarfinu? Því að það er nærri óhrekjanlegt að þar afsöluðum við okkur hluta fullveldis.

Sé ekki hvað þeir telja að ESB skerði lýðræði hér. Bendi þeim á eins og ég er alltaf að segja að löndin þaðan sem lýðræði er upprunið, eru í ESB. Þar eru 27 ríki sem öll eru sjálfstæð og mörg þeirra mun framar en við í lýðræði. Minni á Frakkland, Norðurlöndin 3, Bretland og öll þessi lönd í ESB. Held að við gætum margt af þessum löndum lært varðandi lýðræði.

Þessi flokkur ætlar sem sagt að standa fyrir að við borgum mun hærra matarverð en við þyrftum

Að skerða möguleika okkar að geta á næstu árum tekið upp annan gjaldmiðil

Að koma í veg fyrir að hingað komi fjárfestar

Að standa á móti allri mögulegri uppbyggingu okkar á peninga- og efnahagsviðum.

Og hvernig halda menn að þeir geti komið í veg fyrir að menn sem eru að bjóða sig fram fyrir ákveðna hugmyndafræði hópi sig ekki saman í flokka. Hversu skilvirkt verður þingið ef að í hverju máli hlaupa menn út og suður eftir því hvað vindurinn blæs þeim í brjóst.

Verði þeim að góðu að reyna að afla fylgis við þessa hugmynd sína.

Og hvað segja menn við þessu:

Í dag er starfandi stjórnmálahreyfing á Akureyri sem heitir L listinn. Og þeir eru ekki hressir með að Bjarni og co kalli sig sama nafni.

“Ekki veit ég undir hvaða kennitölu Bjarni og presturinn ætla að bjóða fram en það er ekki úr vegi að minna þá félaga á að L-listinn á Akureyri er í fullu fjöri og á ekkert skylt við flokk prestsins og draugahúsforstjórans. Hinn nýi prest og draugalisti er ekki að spá í svoleiðis smámuni, heldur tekur nafn L-listans á Akureyri grímulaust og þrátt fyrir að bæði Bjarni og Þórhallur hafi ítrekað verið spurðir út í málið af aðstandendum hins raunverulega L-lista hafa þeir ekki haft þann manndóm í sér að svo mikið sem svara þeim spurningum eða athugasemdum sem þeim hafa borist,” segir Víðir. Hann segir það ” besta falli ókurteisi að taka upp nafn stjórnmálahreyfingar sem er í fullu fjöri og gera að sínu,” segir hann. “Ekki víst að þessu máli sé lokið.”

 http://eyjan.is/blog/2009/03/11/pirringur-nordan-heida-yfir-notkun-bjarna-og-felaga-a-nafni-l-listans/


mbl.is Efstu menn L-lista í Reykjavík-norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Varðandi athugasemd Víðis þá er það ekkert annað en stormur í vatnsglasi.

Fyrir það fyrsta buðu 11 L-listar sig fram í sveitarstjórnarkosningunum 2006.  Í öðru lagi er L-listinn á Akureyri kynntur sem L - Listi fólksins á vef dómsmálaráðuneytissins, og í þriðja lagi þá hefur L-listinn ekki neina kennitölu.  Ólíkt Lista Fólksins sem eru skráð félagasamtök samkvæmt ríkisskattstjóra þá er L-listinn það ekki heldur óformlegt kosningabandalag einstaklinga.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.3.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Hversu skilvirkt verður þingið ef að í hverju máli hlaupa menn út og suður eftir því hvað vindurinn blæs þeim í brjóst."

Heyrt talað um málefnasamninga, stjórnarsáttmála, o.s.frv.? Þrátt fyrir að hver og einn frambjóðandi sé á eigin forsendum, þá er ekkert því til fyrirstöðu að sameinast um ákveðin grundvallaratriði og meginstefnu. Það stendur ekki til að neinn fari að hlaupast undan merkjum hvað það varðar, en enginn verður heldur kúgaður í valdi flokksræðis til að greiða atkvæði gegn sinni sannfæringu. Við lítum svo á að það sé hið besta mál að ekki skuli allir vera steyptir í sama mótið, og það er í lagi þó að stundum sé fólk ósammála. Alþingi á að þjóna hlutverki málstofu þar sem málin eru leidd til lykta fyrir opnum tjöldum, en ekki í reykfylltum bakherbergjum eins og hingað til hefur tíðkast.

Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.3.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband