Leita í fréttum mbl.is

Í framhaldi af þessu er við hæfi að tala um L listan og aðra ESB andstæðinga

Fyrst aðeins um L listann. Um hann stendur á Wikipedia.

L-listinn er listi sem býður fram til Alþingis í kosningunum 2009. Fyrir framboðinu fara Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi og fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhallur Heimisson prestur. Ekki er um að ræða stjórnmálaflokk heldur bandalag frjálsra frambjóðenda sem vilja efla lýðræði í landinu og vinna með því gegn ríkjandi flokksræði. Frambjóðendur listans telja að fullveldi landsins sé forsenda fyrir endurreisn efnahags og þess að hér geti þrifist lýðræði. Öllum hugmyndum um að þjóðin fái að kjósa um ESB er því hafnað.

Frambjóðendur L-listans eru lýðræðissinnar og talsmenn hófsamra borgaralegra gilda og hafna öfgum hvort sem er frá hægri eða vinstri.

Sem sagt þeir vilja efla lýðræði en hafna öllum hugmyndum um að þjóðin fái að kjósa um ESB.

Bendi fólk síðan á umræðu á heimasíðu Bjarna Harðar um þessa færslu hans.

 

Og í framhaldi af því er rétt að ítreka til þeirra sem vilja ekki aðildarviðræðu að ESB vegna afsals fullveldis og sjálfstæðis:

  • Í ESB eru 27 ríki. M.e. Finnar, Svíar, Danir, frakkar, þjóðverjar, Bretar, Spánverjar, Portúgalir og fleiri. Bið fólk um að nefna mér eina þjóð í ESB sem ekki er fullvalda og sjálfstæð.
  • ESB er af andstæðingum lýst eins og þetta séu vondir menn í Brussel sem vilji gleypa okkur. Fólk hlýtur að gera sér grein fyrir að þetta er samband/samstarf 27 ríkja. Og það eru engir menn sem taka veigamiklar ákvarðanir án þess að fulltrúar allra landa séu spurðar.

Bið fólk að hætt nú þessari vitleysu og kynna sér málið. Ekki gleypa það sem menn eins og Bjarni Harðar segir. Því hann hefur sannlega ekki kynnt sér ESB.


mbl.is Vilja halda í átt að Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enn og aftur Magnús. ENGINN kýs það sem viðkomandi er ALFARIÐ á móti.
L-listafólk er ALFARIÐ eitt framboða á móti ESB. Þess vegna HÖFNUM við
aðildarviðræðum og umsókn að því. Svo einfallt er það nú. ÖLL ESB ríki hafa
stórkostlega AFSALAÐ sér fullveldinu og sjálfstæðinu til Brussel.   Íslenzka
stjórnarskráin leyfir ekki slíkt stórkostlegt fullveldisframsal. Þess vegna
viljið þið ESB sinnar og fullveldissölumenn breyta stjórnarskránni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hversu mörg af þeim 29 ríkjum sem hafa tekið það skref að kjósa um aðild, hafa ekki endað inni í sambandinu? Svarið er tvö: Noregur og Sviss. Þetta gengur oftast þannig fyrir sig að ef ekki fæst "já" í fyrstu umferð þá er kosið aftur, og aftur, og aftur þangað til þjóðin gefst upp og samþykkir. Svo er ekki einu sinni gert ráð fyrir því í samþykktum sambandsins að hægt sé að ganga úr því, og ekkert af ríkjum álfunnar hefur gert það frá stofnun sambandsins.*

*Grænland dró sig reyndar úr Evrópusambandinu 1985, en það tilheyrir líka annari heimsálfu og þar sem það er hluti af Danmörku þá var það ekki talið sem "fækkun ríkja", enda gilda dönsk lög þar eftir sem áður og sem danskir ríkisborgarar hafa Grænlendingar einnig ríkisborgararétt sem ESB-borgarar.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2009 kl. 20:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Guðmundur Jónas hverskonar flokkur er það sem boðar að endurnýja lýðræði en um leið segir

Öllum hugmyndum um að þjóðin fái að kjósa um ESB er því hafnað.

Guðmundur Á. veit ekki alveg hvort þú ert með eða á móti. Ég veit að Noregur er búinn að kjósa um þetta 2x. En nú þegar að olíusjóður þeirra hefur rýrnað um 30% og olíuverð hefur lækkað gæti farið að breytast viðhorf þeirra til ESB og mig minnir að aðildarsamningurinn hafi verið feldur með litlum mun. Meira að segja að það hafi verið meirihluti fyrir inngöngu í ESB en ótrúlegar sögur um valdaframsal og fleira sem hafi haft áhrif. Svo og að þar sem að Noregur á fiskimið sem liggja að fiskimiðum ESB og sameiginlegir stofnar þá hafi þeir ekki fengið nægar undanþágur. En ég minni á að helmingur stjórnar Noregs vill ganga í ESB, en telja sig ekki hafa grundvöll til að fara af stað strax þar sem fylgið er ekki nóg. En ég tel að þetta breytist þegar tekjur þeirra af gasi og olíu minnkar. Minni líka á að stór hópur Norðmanna gerir öll stór innkaup í Svíþjóð og Danmörku þar sem vörur eru miklu ódýrari.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2009 kl. 21:14

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Skilur þú ekki sem ég segi. Við erum 100% á móti því sem við erum
100% á móti. Komum hreint fram. Viljum EKKERT með ESB gera og kjósum
því á móti ÖLLU því sem það tengist, þ.á m aðildarviðræðum og umsókn.
Annars værum við ekki samkvæm sjálfum okkur. Lýðræðið byggist einmitt á
því að leyfa að vera á móti einhverju og berjast gegn því 100%.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Zumann en hluti af lýðræði er að fólkið fái að ráða ekki einhver flokkur! Þannig að flokkur sem segir að :

Öllum hugmyndum um að þjóðin fái að kjósa um ESB er því hafnað.

Hefur ekki í huga lýðræði. En eins og þú veist er lýðræði það að allir fái að segja sitt álit en vilji meirihluta ræður. Svo ef flokkur hafnar því að fólk fái að ákveða eitthvað þá er hann á móti lýðræði. Það þýðir ekkert að segja að fólk megi ákveða eitthvað en flokkurinn vinni á móti því að fólk fái að ákveðan eitthvað annað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Flokkarninr mega gera hvað sem þeir vilja í sínu innra starfi okkar vegna.  L-listinn (sem er hvorki flokkur né félagasamtök, og hefur enga kennitölu) hefur þá afstöðu að vilja ekki ganga í ESB alveg eins og Samfylkingin hefur þá afstöðu að vilja ganga í ESB.  Lýðræðið felst t.d. í því að fólk kýs um afstöður framboðana.

Varstu búinn að lesa pistilinn minn og skoða fréttina sem í vísaði á?

Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2009 kl. 22:38

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Axel það er þetta sem ég hnýt um: Öllum hugmyndum um að þjóðin fái að kjósa um ESB er því hafnað.

Það er að flokkurinn ætlar að berjast fyrir að þjóðin fái ekki að kjósa. Það er ekki lýðræðislegt.,

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Magnús, eins og félagi þinn í Samfylkingunni og Oddviti listans í mínu kjördæmi, Björgvin G. sagði sjálfur, þá snúast þessar alþingiskosningar að miklu leiti um ESB.  Þjóðin kýs um þetta þegar það velur sér listabókstaf til að krossa við.

Okkar stefna er skýr.  Við viljum ekki inn í ESB.  Við teljum að þau rök að aðildarviðræður þurfi til að fá úr því skorið hvað sé í boði sé bara fyrirsláttur, því lög og reglur sambandsins liggja fyrir.  Algjör óþarfi að borga embættismönnum tugi eða hundruði milljóna til að fara í skoðunarferðir í Brussel og Strasbourg þegar við viljum ekki ganga í sambandið. Púnktur.

En þú svaraðir mér ekki hvort þú hefðir litið á pistilinn minn og skýringarfréttina sem ég vitnaði í á blogginu hans Bjarna.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2009 kl. 23:06

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Og ef þú eða þínir lesendur vilja kynnast því hversu lýðræðisleg okkar hreyfing er þá er ykkur velkomið að kíkja við á Súfistann í Lækjargötu.  Þar höfum við haldið okkar fundi fyrir opnum tjöldum og allir eru velkomnir.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2009 kl. 23:21

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég kíkti á pistilinn þinn á síðunni þinni. ´Fréttin á ruv.is er nú kannski eitthvað sem ég set allan varan á. Heldu þú að ESB mundi sætta sig við að vörur frá Kína væru fluttar til okkar merktar okkur og seldara áfram. Held að það yrði ekki látið líðast. Bendi þér á nú þegar eru í Evrópu eins og hér mikið af vörum framleiddar í Kína fyrir fyrirtæki í Evrópu og seldar þar. Held að þetta mundi ekki breyta nokkru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2009 kl. 23:27

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

ESB gæti ekkert gert nema segja upp EES eins og það leggur sig.

Já, þótt vörur séu framleiddar í Kína og þurfa samt að fá á sig háa verndartolla og geta samt verið samkeppnishæfar, þá getur þú ímyndað þér hversu mikill hagur gæti verið af þess háttar fyrirkomulagi fyrir Kínverja og Íslendinga í leiðinni.

Annars býð ég þér góða nótt í bili og vonast til að sjá þig í Súfustanum eitthvert kvöldið svo ég geti leiðrétt misskilning þinn um lýðræðishallann á okkur.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband