Föstudagur, 13. mars 2009
Það eina rétta! Spurning hvað andstæðingar aðildarviðræðna vilja í staðinn?
Ég er orðinn þreyttur á að lesa rök andstæðinga aðildarviðræðna við ESB. Og reyndar eru margir þeirra á móti IMF líka. Og þó nokkrir telja einnig að Sameinuðuþjóðirnar séu glæpastofnun. Manni verður bara orðfall þegar maður les svona rök eins og:
- ESB vill bara að við göngum þar inn svo þeir geti stolið orkunni okkar og veitt allan fiskinn okkar.
Það er margbúið að benda fólk á að ESB er ekki einkastofnun vondra karla sem vilja ræna og eyða litlum ríkjum. ESB er samband ríkja í Evrópu sem telja hag sínum best borgið með nánu samstarfi um ákveðna þætti. Skoðið hvaða ríki þetta eru. Og nefnið eitt ríki sem hefur misst auðlyndir sínar - ESB stefnir að því að verða eins og Bandaríkin:
Þetta er náttúrulega bull. Hugsið aftur hvaða lönd eru í ESB? Haldið þið að Frakkland, Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og öll hin ríkin þaðan sem lýðræði er komið frá stefni að því að verða bara fylki í Evrópu? Kjaftæði. Þau mundu ekki sætta sig við það! Og það eru þau sem stýra ESB - ESB aðild táknar að Ísland missir sjálfstæði sitt og fullveldi:
Aftur væri fólk holt að hugsa til þeirra 27 þjóða sem eru í ESB og spyrja hvort þau séu ekki sjálfstæð. Eru Svíar, Finnar, Danir og svo framvegis ekki sjálfstæðar og fullvalda þjóðir? - EF við göngum í ESB koma vondir karlar og veiða allan fiskinn okkar:
Það er nú marg búið að tyggja í fólk að ESB styðst við veiðireynslu. Og hér hefur enginn veiðireynslu nema við. Og fáir okkar fiskistofna eru sameiginlegir með öðrum ESB ríkjum. - Útlendingar koma og fjárfesta í útgerðum og eignast þær:
Ég spyr er það eitthvað verra en er í dag. Þar sem að kvótaeigendur og útgerðamenn hafa notað allan hagnað sem og skuldsetningu til að nota í eitthvað allt annað og skilið þessi útgerðarfyrirtæki stórskuldug og búa sjálfir erlendis. - Allar auðlyndum verður stolið:
Ég spyr hverjir ætli að geri það. Og hvaða dæmi eru um það annarsstaðar
Ég spyr hvaða minnimáttarkennd er þetta í fólki og lætur það ljúga sig alveg fullt. Og svo væri gaman að vita hvað þeir sem eru á móti þessu vilja gera í staðinn varðandi:
- Krónuna/gjaldmiðil.
- Gjaldeyrishömlur
- Lækkun á vöruverði
- Endurreisn bankakerfisins
- Erlenda fjárfestingu
- Orðspor okkar erlendis og traust.
Ekki boðlegt að fólk tali um að við höfum nú haft krónuna hér í rúm 100 ár og hún hafi reynst okkur vel. Hún hefur ekki gert það. Íslenska krónan og Danska voru jafn verðmætar um 1900. Okkar krónan hefur rýrnað um 1300% miðað við dönsku krónuna. Þetta var samt falið með því að við klipptum 2 núll af okkar krónu um 1980.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Skemmtilegt hve þér tekst að komast hjá því að nefna nokkur rök fyrir þessum skoðunum þínum. Greinilegt að þú hefur ekkert kynnt þér hvaða hömlur fylgja ESB aðild. Þú lýsir þínum skrifum ágætlega í þessari setningu:
Ég spyr hvaða minnimáttarkennd er þetta í fólki og lætur það ljúga sig alveg fullt.
Guðbjörn Jónsson, 13.3.2009 kl. 00:30
Auðvita er svona náin samvinna eins og ESB er ekki gallalaus. En kostirnir vega upp gallana margfallt. Á meðan t.d. það eru líkur á að við borgum meira til ESB en við fáum til baka þá vegur lægra vöruverð það upp margfallt.
Hræðsla vegna afnáms framleiðslustyrkja til lanbúnaðsins kemur að megninu til til baka í styrkjum beint til bænda vegna stuðnigs ESB við búsetur í dreifbýli sem og vegna landbúnaðar á norðlægum slóðum. Fullveldisframsal er eingöngu að því leitinu sem að við þurfum að taka upp lög og reglur frá ESB. Þetta gerum við að stórum hluta í dag.
Báknið í Brusser. Það er nú ekki stærra en svo að mér skilst að það sé svipað og í meðalstórri borg í Bretlandi. Áhrifaleysi okkar vegna stærða okkar í ESB. Það hefur verið sýnt fram á að lítil ríki hafa bara töluverð áhrif í stofnunum ESB.
En það er líka alveg makalaust að þeir sem eru á móti aðild að ESB segja ekkert um það hvernig við eigum að móta okkur framtíðarsýn hér á landi á annan hátt. Ekki getum við haldið áfram eins og við höfum gert.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2009 kl. 01:14
Já! Ég er ekki hagfræðingur, en hef reynt eftir bestu getu að kynna mér þessi mál. Ég get ekki betur séð að nánast allir málsmetandi hagfræðingar, erlendir sem og innlenndir meti það svo að ESB sé rétta skrefið!
Ég sætti mig allaveganna ekki við að eignamyndun á Íslandi sé x2 sinnum hægari en gengur og gerist, að verðbólgan bæti hundruðum, ef ekki miljónum við ´höfuðstól húsnæðislána. Að Stöðugleiki hér vari aldei lengur en nokkur ár og svo fari allt til fjandans.... Að fyrirtæki geti ekki lifað við það rekstrarumhverfi sem hér ríkir og þurfi að segja upp fólki. Að sjáfarútvegur ráði gengi krónunnar og kæfi allan annan iðnað sem er háðari innfluntingi á hráefni til framleiðslunnar.....
Við þurfum gott umhverfi fyrir flóru af fyrirtækjum sem veita okkar háskólamenntaða fólki vinnu og möguleika til þess að eignast heimili og búa börnum sínum í haginn fyrir framtíðina...
BB (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:55
BB get tekið uundir þetta allt hjá þér. Eins þá er hægt að bæta við þetta hjá þér að nú þegar njóta vísindamenn hér styrkja frá ESB til rannsókna og þeir mundu aukast og skaffa okkur ýmsa möguleika á vísinda og hátæknisviðinu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2009 kl. 09:12
Sæll Magnús. Nú held ég að þú farir að vera leiður á mér.
Láttu mig bara vita ef þú vilt ekki að ég skrifi á bloggið þitt og þá virði ég það. En ég verð samt að svara pistlinum þínum út frá mínum skoðunum sem andstæðingur.
ESB vill bara að við göngum þar inn svo þeir geti stolið orkunni okkar og veitt allan fiskinn okkar.
Þetta er góður punktur hjá þér og er hálfgerð samsæriskenning, en eins og með allar slíka kenningar eru sannleikskorn í þeim.
ESB stefnir að því að verða eins og Bandaríkin
ESB hefur ekki þá opinberu stefnu að gerða að sambandsríki, en vegna þeirrar miklu samvinnu og yfirþjóðlega valds í stofnunum sambandsins þá er ESB að nálgast það að geta kallað sig sambandslýðveldi kjósi það og aðildarþjóðir það. Þá er ég að miða við skilgreiningar Montevido sáttmálans um hvað er ríki.
ESB aðild táknar að Ísland missir sjálfstæði sitt og fullveldi
Mssir? Nei Takmörkun? Já.
ESB er samsett af stofnunum sem eru í eðli sínu annaðhvort samþjóðlegar eða yfirþjóðlegar þ.e. æðri stjórn hvers aðildarríkis. Þarna á sér stað ákveðin skerðing á sjálfsákvörðunarrétti þjóðar.
EF við göngum í ESB koma vondir karlar og veiða allan fiskinn okkar
Núverandi reglur ESB eru í endurskoðun. Það er ekkert sem tryggir breytingu reglna eftir að Ísland er gengið inn. Jafnframt eru ýmsir fiskistofnar sem við veiðum úr reikistofnar og þar færi ákvörðunartaka fram í Brussel.
Útlendingar koma og fjárfesta í útgerðum og eignast þær
Við inngöngu í ESB þyrftum við að breyta núverandi lögum sem kveða á um að ekki meira en 49% í hverju fyrirtæki í sjávarútvegi geti verið í eigu erlendra aðilla.
Allar auðlyndum verður stolið
Sama og fyrsta atriði.
Ég vona að ég sé ekki farinn að pirra þig. Mín skrif eru öll í góðu. Allir hafa rétt á sínum skoðunum og allir hafa gott af því að heyra skoðanir annarra.
Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 14:08
Það er langt í frá tollfrjálsverslun á matvöru t.d. Hér eru ofur tollar og tollkvótar á fullt af vörum. Eins eru háir tollar á tækjum og tólum sem hingað eru flutt.
Eins og þú veist þá rekur ESB Evrópubankan sem meira að segja átti útistandandi lán hér á landi. En það sem ég er að fara með Endurreisn bankana er það að í dag vill enginn lána þeim. Og stór ástæða fyrir því er að enginn hefur trú á okkur ef við erum ekki með neina framtíðarsýn. Við vitum ekkert hvað við eigum að gera varaðndi t.d. bara gjaldmiðil. Og á meðan við erum með krónu þá forðast útlendingar bæði að fjárfesta hér og eins að lána okkur eftir hrunið. Og eins og þú veist eru allar ríkisstjórnir að reyna að hvetja til að fjárfestingar fari í gang aftur. Það eru fullt af mönnum og fyrirtækjum sem eiga enn fé til að fjárfesta. Þeir vilja hinsvegar öryggi í sínar fjárfestingar.
Og ríki sem er á hausnum og segir nei við þurfum enga stefnu þetta reddast allt. T.d. varðandi krónuna sem hefur fallið reglubundið allan sinn líftíma, svona ríki fær enga tiltrú.
Eins bendi ég á að í núverandi lögum er ekkert sem bannar útlendingum að eiga í útgerð og fiskvinnslu meira en 50% svo framarlega sem að það sé ekki í meira en ár.
Meira síðar.
Og endilega haltu bara áfram að skrifa. Engin takmörk á því hjá mér. En misfljót sem ég get svarað.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2009 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.