Leita í fréttum mbl.is

Smá ábending til L listans.

Hvet ykkur til að skoða umræður sem hér voru m.a. á þingi 1969 þegar að umræður voru um inngöngu í EFTA. Þá mátti finna orð eins og afsal á fullveldi og að hingað kæmu útlendingar og tækju yfir allt sem verðmætt væri t.d. fiskinn.

"Við skulum ekki gleyma því að Ísland er og verður útkjálki í Evrópu. Ef Ísland rennur inn í stóra efnahagsheild mun að því stefna að landið verði fyrst og fremst útibú fyrir erlenda auðhringi og veiðistöð fyrir samevrópskan markað." Ragnar Arnalds á þingi 1969 um EFTA

En síðan varð raunin sú að stofnað var til sér aðstoðar við okkur þar sem okkur var auðveldað að uppfylla skilyrði fyrir aðild að EFTA. Meira en nokkur önnur þjóð fékk.

Held að engin kvarti í dag yfir EFTA

Síðan liðu árin og við högnuðumst verulega á þessu samning.

Svo var komið að þvi að okkur var boðið að vera aðilar að EES samninginum. Og þá hófst kórinn á síðum blaðana um að útlendingar mundu hirða af okkur fiskinn og aðrar auðlindir.

Erlendir togarar á ný inn í landhelgi. Hin íslenska þjóð, sem telur 260.000 manna, gefi 380 milljónum manna fullan rétt á við sig í þessu ónumda landi til atvinnustarfsemi, jafnan rétt á sem flestum sviðum.
    Ég er heldur ekki viss um að hin íslenska þjóð sé sammála því að sæta, eftir að samningurinn hefur verið gerður, viðskiptabanni á ýmsum vöruflokkum sem við sannarlega flytjum nú inn, t.d. frá Bandaríkjunum, sem liggur ljóst fyrir að reglugerðir Evrópubandalagsins munu banna að hingað verði fluttar. Guðni Ágústson á Alþingi 1992

Og Steingrímur Joð var nú á svipaðri skoðun:

Ég tel umtalsverðar líkur á því að í vissum afmörkuðum tilvikum geti reynst verulegur áhugi á að ná hér í land, jarðnæði eða aðstöðu. Þar má nefna ýmislegt. t.d. veiði og veiðiréttindi af ýmsum toga. Það er ekki svo víða á byggðu bóli sem slík gæði ganga kaupum og sölum. Það má nefna hér þá miklu möguleika sem liggja í ferðaþjónustu á Íslandi og erlendum mönnum er vel kunnugt um. Þýskir og svissneskir ferðaþjónustuaðilar vita vel um þá peninga sem hægt er að hafa upp úr Íslandi yfir sumartímann meðan nóttin er björt. Það þekkjum við.
    Það má nefna hér auðvitað ýmsa aðra aðstöðu sem gæti reynst verðmæt, vatnstökuréttindin, námaréttindi, vikur eða hvað það nú er. Síðast en ekki síst má nefna það að stórar spildur af óbrotnu landi, ósnortnu landi og sæmilega hreinu og ómenguðu lofti og vatni, eru gæði sem eru ekki föl hvar sem er og allra síst í hinni sótugu Evrópu. Fyrir þá sem þar búa kunna það að vera heilmikil verðmæti ein og sér. Svissneskur auðkýfingur hefur á leigu laxveiðiá þá sem ég ólst upp við og hefur líklega um tíu ára skeið borgað fyrir það nokkrar milljónir að hafa hana fyrir sig og sína fjölskyldu og renna í hana einu sinni til tvisvar á ári viku í senn. Sjö stanga laxveiðiá er frátekin fyrir margar milljónir á ári fyrir eina svissneska fjölskyldu til að veiða í henni sjö til tíu daga á ári. Steingrímur um EES samningin 1992

En staðreyndin varð sú að útlendingar fengu nær engan kvóta þeir hafa ekki keypt upp Ísland og eins og í flestum milliríkjasamningum nutum við þess að vera lítil og geta borið við sérstöðu okkar. Svo hvað eru þið að ala á hræðslu fólks. Talandi um fullveldi þegar fullveldi okkar liggur nú hjá lánadrottnum okkar víðsvegar um Evrópu og AGS.

Nær allir sérfræðingar ráðleggja okkur þá leið að sækja um aðild að ESB og sjá hvaða kjör við fengjum við inngöngu og myntsamstarfi. T.d. hraðan aðgang. Ef við fáum ekki góðan samning nú þá verðum við að leita annarra leiða. En þessi eru sú sem er líklegust til að koma okkur varanlega í stöðugra umhverfi.


mbl.is L-listinn teflir fram sr. Þórhalli og Guðrúnu í Kraga og NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Kæri Magnús.

Að ganga í EFTA (fríverslunarbandalag)  og síðan að EFTA gerði samning við EB (síðar ESB) voru fríverslunarsamningar sem sjáfstætt þjóðþing stóð að. Það var niðurstaða stjórnlagafræðinga að ekki hafi verið um fullveldisafsal að ræða. Innganga í ESB er allt annað mál og þar verðum við að afsala okkur öllum ákvörðunum til stofnanna ESB, við munum fá ca 0,5% atkvæðavægi og missum alla samningsrétt við aðrar þjóðir til Brussel. 

Nei takk.

Sigurbjörn Svavarsson, 17.3.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var samt töluverð um ræða um að við værum að afsala okkur fullveldi og útlendingar mundu stela hér öllu.

Í EES erum við þegar búin að afsala okkur hluta af þessum ákvörðunum til ESB. Við höfum tekið hér upp reglur varðandi flutninga á hergögnum man ég og alskonar reglur sem okkur ber að taka upp. ESB ríki ráða sínum málum sjálf að langmestu leiti. Bendi þér á að önnur ríki upplifa ekki þetta áhrifaleysi sem allir eru að tala um. Við mundum mynda hóp með Svíum, Finnum og Dönum og yrðum afl sem hefði áhrif.

Minni líka á að ESB er aðallega tollabandalag. Hver þjóð hefur áfram yfir flestum sínum málum að ráða. Það er aðeins Landbúnaður og Sjávarútvegur sem hlýtir yfirumsjón frá ESB.

Þið talið alltaf eins og lönd í ESB ráði bara engum um sín mál. Þau gera það nú samt. Á nær öllum sviðum. T.d. væri væntalega eina aðkoma ESB að sjávarútvegi að ákveða heildarkvóta eftir ráðleggingum vísindamanna okkar.

Minni á að það eru ekki nema 15 ár síðan að Svíar og Finnar gengu þarna inn. Og skv. því sem stjórnvöld þar og í raun í flestum ESB löndum segja þá eru þau á því að hagsmunum þeirra sé mund betur borgið í samstarfi þjóða Evrópu  mínus Ísland og Noregur og nokkur A-Evrópulönd.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband