Leita í fréttum mbl.is

20% niðurfelling skulda??????????????

Hef verið að velta fyrir mér þessum hugmyndum Tryggva og Framsóknar.

  1. Ef maður setur upp dæmi: Fjölskylda hefur keypt sér íbúð 2007  á kannski 25 milljónir og fengið kannski 20 milljónir lánaðar. Nú hefur lánið kannski hækkað ef það var verðtryggt upp í 23 milljónir. Ef við fellum niður 20% af þessu láni þá eru það um 4,5 milljónir. Sem gera kannski 20 til 25 þúsund lækkun á mánaðargreiðslum.
    Ég er ekki viss um að þessi fjölskylda kljúfi þetta dæmi þó að greiðslubirgði lækki um 25 þúsund. Ef svo er hefur þessi fjölskylda ekki haft neitt borð fyrir báru fyrir hrun.
  2. Held að það séu lán sem fjölskyldur tóku sem viðbótarlán þegar að húsnæði hækkað tímabundið sem og bílalán og þessháttar sem eru að sliga þær flestar.
  3. Eins finnst mér ódýrt þegar að Tryggvi talar alltaf um kröfuhafa banka sem hafi afskrifað skuldir bankana. En hann veit vel að þessir stóru erlendu bankar eru ekki búnir að skrifa undir eitt né neitt. Þeir eru með her manna í að reyna að innheimta sem mest af lánum sínum við bankana. Og ég las að þeir séu ekki sáttir við að nýju bankarnir hafi tekið svo miklar eignir frá gömlu bönkunum og tali um það sem stuld. En einmitt hljóta húsnæðislán að teljast verðmætar eignir.
  4. Ef að íbúðarlán bankana yrðu niðurfærð um 20% hlýtur eignastaða þeirra að versna um 20% og verða jafnvel neikvæð. Og þá þyrftum við að leggja þeim til eignir eða fjármagn til að laga það.
  5. Stærsti hluti íbúðarlána er við Íbúðarlánasjóð sem er væntanlega með ríkisábyrgð. Og ef að við skærum um 20% af útistandandi lánum hjá honum þá væntanlega yrði hann gjaldþrota þar sem hann þarf jú að greiða þessi lán til bankana og kröfuhaf þeirra.
  6. Það að fella niður skuldir á fyrirtæki er bara allt annað mál. Og ekki víst að það hjálpi öllum þessum stærstu. Er ekki rétt hjá mér að þau hafi mörg fengið lán hjá erlendum bönkum sem við ráðum ekki yfir.

mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  1. Sammála.
  2. Líklega rétt.
  3. Mjög góður punktur. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það geti verið að kröfuhafarnir erlendu séu bara sáttir við að vera skildir eftir á köldum klaka, stórir og virtir bankar í Evrópu, t.d. Deutsche bank og aðeins sé hugsað um innistæðueigendur og allar eignir bankanna nýttar á móti þeim skuldum.
  4. Aðeins ef það eru engar afskriftir á móti frá kröfuhöfum gömlu bankanna.
  5. Er ekki allt draslið meira og minna í eigu ríkisins, hvort sem við tölum um gömlu bankana eða Íbúðalánasjóð? Sparisjóðirnir virðast vera á sömu leið.
  6. Sum, eflaust mjög mörg, fyrirtæki eru í þeirri stöðu að það er ekki fræðilegur möguleiki að þau geti borgað nema brot af skuldum sínum

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:09

2 identicon

Svörin hér að ofan áttu að vera í töluröð, en komu af einhverjum völdum í punktalista (bulleted.)

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þau eru í töluliðum hjá mér og ég var náttúrulega bara að velta þessu fyrir mér. Sérstaklega velti ég því fyrir mér að stórir bankar eins og Deutsche bank eru örugglega með her manna sem eru sérfræðingar í að innheimta sem mest af slæmum lánum og afskrifa ekki skuldir endanlega fyrr en eftir mikla vinnu við að innheimta þær. Og eins þá eru fyrirtæki sem kaupa slík lán af bönkum fyrir lítið og eru sérhæfð í að innheimta eins mikið og mögulegt er.

Og síðan las ég viðtal á ruv.is við forstjóra Sparisjóðabankans sem segir að hanns upplýsingar segi að kröfuhafar erlendis líti á meðferð eigna gömlu bankana og hvernig þær voru fluttar í nýjubankana, sem þjófnað. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2009 kl. 10:45

4 identicon

Ég átti við að ég var að svara hverjum tölulið hjá þér í réttri röð. En það er rétt hjá þér að kröfuhafarnir gefa sitt ekki fyrirhafnarlaust eftir og það er alltof mikið talað þannig eins og það sé ekkert vandamál, sem Sparisjóðabankastjórinn bendir líka á.

Eflaust verður stór hluti krafnanna ekki greiddur, en það getur tekið mörg ár að fá endanlega niðurstöðu.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:39

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Skoðaðu endilega tillögur og tilgang Hagsmuasamtaka heimilanna og ákallshóps sem með þeim starfaði í janúar og febrúar (hér)

Svo má benda á nokkra öfluga hagfræðinga sem rökstyðja þörfina fyrir almenna niðurfærslu skulda - eftir hrun fjármálahagkerfisins, t.d. Michael Hudson (Hér)

Svo held ég að bloggið mitt á vísir.is geti útskýrt ýmslegt í þessarri tillögugerð (t.d. hér)

Benedikt Sigurðarson, 18.3.2009 kl. 20:25

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi á fína grein um þetta á http://www.herdubreid.is/?p=370

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband