Leita í fréttum mbl.is

Það væri nú ágætt að einhver benti Sigmundi á ákveðnar staðreyndir

  • Hann lýsir ánægju með Vg og skv. dv.is vill hann samstarf við Vg eftir kosningar. En ef hann veit það ekki þá eru Vg við stjórn núna ásamt Samfylkingu og hljóta því að falla undir þetta "loftbóludæmi "hans.
  • Það var framsókn fyrir 2 mánuðum sem ítrekað og af mikilli ákefð barðist fyrir að að Samfylking og Vg mynduðu stjórn. En framsókn vildi ekki fara í stjórn heldur styðja hina flokkana.
  • Sigumundur verður að gera sér grein fyrir að það væri ansi illa komið fyrir Íslandi ef að alltaf væri rokið af stað eftir einhverjum hugmyndum sam nokkrir menn setja fram án þess að málið sé skoðað í heild. Hugmyndir Framsóknar um skyndilausnir á öllum okkar vandamálum eru í besta falli vanhugsaðar. Hér liggja ekki fyrir upplýsingar um heildarskuldir, stöðu bankana og ríkissjóðs næsta árið og Framsókn kemur fram með hugmyndir um flata niðurfellingu skulda án þess að vita nokkuð hvaða áhrif þær hafa. Tala um afskriftir kröfuhafa sem ekki hafa farið fram og svo framvegis.
  • Og einhvern vegin er þetta nú skrýtið að Sigumundur er búinn að lýsa því yfir að hann vilji ekki vinna með Sjálfstæðisflokk og nú hjólar hann í Samfylkingu. Sem eins og áðursegir er bara annar flokkurinn í stjórn. Og Vg er því að taka ákvarðanir eins og Samfylking núna sem Sigmundur kvartar að fara ekki eftir þeirra hugmyndum en samt er hann voða ánægður með Vg. Sbr.

„Tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og vinstri grænna væri góður kostur en óvíst er að þeir tveir flokkar fái nægt fylgi til þess. Þótt ég hafi gagnrýnt Samfylkinguna að undanförnu efast ég ekki um að hægt verður að mynda með henni stjórn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins [www.dv.is]

Ekki beint hvetjandi fyrir Samfylkingu að fara í samstarf við svona flokk.


mbl.is Undrandi á orðum Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla rétt að vona að Framsókn haldi Samfylkingunni utan stjórnar á næsta tímabili.  Það veit enginn hvað morgundagurinn geymir þegar Samfylkingin á í hlut.  Mesti populistaflokkur sem á Íslandi hefur verið enda á leiðin bara eftir að liggja niðurávið hjá þeim, vinsældir Jóhönnu dvína hratt á næstunni þegar fólk áttar sig á því að "að slá skjaldborg um heimilin í landinu" sem þessi ríkisstjórn setti nr.1, nr.2 og nr.3 eru bara svik á svik ofan, það hefur nánast ekkert gerst á þeim vettvangi. 

ÞJ (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 18:58

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Ríkisstjórn Sjálfsstæðisflokks og Samfylkingar kunni ekki, gat ekki, vildi ekki og vissi ekki hvernig átti að stýra landinu úr hruninu.

Framsóknarflokkurinn fórnaði góðri stjórnarandstöðustöðu sinni til að, að við héldum, koma nýrri ríkisstjórninni sem myndi taka til hendinni að og af stað.

Studdum meiraðsegja minnihlutastjórn frekar en að fara í ríkisstjórn sjálfir, því þá hefði endanlega allir fjölmiðlar orðið uppfullir af misvitrum álitsgjöfum sem hefðu sagt "Framsókn aftur komin á spenann".

Ábending um að stjórnarsáttmálinn snerist ekki um neitt var spunnið uppí að Framsóknarfokkurinn væri að TEFJA. Spunameistararnir náðu þannig taki á fjölmiðla- og bloggumræðunni. Umræða um aðgerðarleysi stjórnar S og VG skiptir svo engu máli í dag. Fréttir um tölur og stöpla eru aðalmálið.

Svo er ekki hægt að slíta þessari ríkisstjórn þrátt fyrir aðgerðarleysið, því mánuður er í kosningar.

Eftir stendur að aðgerðir Framsóknarflokksins eru vel réttlætanlegar og raunar þær einu sem menn geta farið í. Hins vegar er rétt hjá þér að reynsluleysi forystunnar gerði ekki ráð fyrir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Hver einasti hugsandi maður sér hverju er um að kenna í öllu þessu umstangi.

Jón Finnbogason, 27.3.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband