Fimmtudagur, 26. mars 2009
Held að fólk ætti að skoða feril okkar síðustu 100 árin áður en það hafnar aðild að ESB
Ég er stundum gáttaður á því að hér skuli stór hluti fólks vera ennþá á því að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Ef við förum yfir söguna frá því að við urðum lýðveldi og jafnvel fyrr, þá er ljóst að öll þau stökk sem við höfum tekið upp á við tengjast samskiptum við erlendar þjóðir og eins að saga krónunnar er nær samfeld sorgarsaga.
- Krónan: Hún var um 1900 jöfn danskri krónu eðlilega. Nú í dag er dönsk króna jöfn um 2000 íslenskum ef við miðum við gömlu krónuna áður en við skárum 2 núll aftan af henni.
- Verðbólga hefur verið landlæg hér á landi frá 1960 með ör stuttum undantekningum
- Sá mikli kaupmáttur sem varð síðustu ár er nú komið í ljós að var tekinn að láni og gengi krónunnar var allt of hátt.
- Fyrr á árum var gengi krónunnar notað til að lækka laun eftir hag útvegsins. Og er í raun enn.
- Engin vill lengur skipta í krónum erlendis þannig að við höfum aðeins gjaldeyri fyrir útflutning og það sem við fáum lánað.
- Ef að ástandið heldur svona áfram verður t.d. að takmarka ferðir okkar til útlanda og innflutning þar sem að við eigum ekki nema takmarkaðan gjaldeyri til að nota og getum ekki skipt krónum fyrir gjaldeyri.
- Og svo er það að hér er tvennskonar gjaldmiðill. Almenningur situr uppi með krónuna á meðan að það skuldar í allt annarri mynt sem heitir verðtryggða krónan.
- Eins gott að muna að hér voru gjaldeyrishöft og gjaldeyrir skammtaður fram til 1990
- Saga okkar af samningum við erlendar þjóðir: Það er ljóst að fyrst fyrir alvöru fór Íslands að þróast frá því að vera eitt fátækasta land Vesturlanda í stríðinu af þvi að Íslendingar högnuðust á hersetunni
- Síðan kom Marshall aðstoðin. Þar fengum við hlutfallslega meira en aðrar þjóðir í styrki þó við hefðum ekki þolað eins miklar hörmungar og aðrar þjóðir í stríðinu. Fyrir hana keyptum við fullt af togurum.
- Síðan má nefn EFTA. Þar fengum við alveg sérstaklega góðan samning um inngöngu. Þar sem við fengum sérstaka styrki umfram aðra til að aðlaga okkur að þeim samning. En úrtölumenn töldu að vð mundu tapa öllum fiskinum til útlendinga. Þeir mundu kaupa hér allt og útlendir togarar veiða hér allt.
En staðreyndin er að þetta var á tímum þegar síldin hrundi og inngang í EFTA hjálpaði okkur mikið. - Loks hægt að tala um EES samningin sem kom hér rétt eftir að við gerðum þjóðarsáttasamninga um að ná niður verðbólgu. EES samningurinn olli því að þrátt fyrir mikla skatta sem þá voru þá voru erfiðleikar og ekki nándar eins langvinnir og reiknað var með.
- Fólk verður að gera sér grein fyrir að kerfið hér á Íslandi hefur svona á 10 ára fresti hrunið að mestu.
- 1968 hrundi kerfið hér og fólk flúði til Ástralíu og Svíþjóðar.
- Eftir þann tíma var hér óðaverðbólga landlæg upp á tugi prósenta. Krónan rýrnaði hratt og loks þá tókum við 2 núll aftan af henni 1980.
- Síðan kom verðtryggingin
- 1990 var verðbólgan en há og almennt ástand þannig að héðan flúðu hópar íslendinga til Svíþjóðar
- 2000 Um það leiti þá komu hér upp erfiðar aðstæður og fólk fór að leita til útlanda enn á ný.
- Síðan seldum við bankana og þeir héldu hér upp gervi hagvexti næstu árin sem engin innistæða var fyrir.
Svo má fólk líka hugsa út í það að allar þjóðir Evrópu nema við og Norðmenn hafa þegar þau eru að leita að stöðugleika gengið inn í ESB og sérstaklega eftir svona hrun. Og engin þjóð formlega látið reyna á að ganga úr ESB aftur. Því veit engin hvort það er hægt. Og þegar að samningur ESB kenndur við Lissabon tekur gildi verður þar formleg leið fyrir þjóðir til að ganga út ef þær svo kjósa.
Fiskveiði auðlind okkar skilar okkur vissulega gjaldeyri. En við höfum gefið hana nokkrum mönnum þannig að það eru örfáir sem hafa beinan hag af henni og því er eytt bara í vitleysu. En þessi stað höfum við gefið þeim leyfi til að veðsetja óveiddan fisk í topp. Hvað mundi breytast hjá okkur. Það er næsta víst að enginn mundi fá að veiða þennan fisk aðrir en fyrirtæki sem hér væru. Og víst að við mundum í ljósi þess að hlutfallslega erum við að tala um lítilverðmæti í ESB samhengi, fá ýmsar tilhliðranir.
Menn eru að tala um að bændum mundi fækka og eiga erfiðar með að komast af. Mér skilst að strykir til bænda í Svíþjóð og Finnlandi séu nú þó nokkrir. En þeim hefur jú fækkað samt. En það hefur líka gerst hér . Hér hefur bændum á nokkrum árum fækkað um helming eða meira og þeir eru alltaf að mælast hér undir fátækramörkum.
Minni líka á innflutninghöftin sem hér eru. T.d. má bara flytja inn nokkur tonn af mjólkurvörum, kjöti og svo framvegir. Þetta heldur hér upp háu verði.
Evran komi í stað krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Viðskipti
- Stórfyrirtækin draga úr réttsýninni
- Ætla að gera Plaio að stórfyrirtæki
- Hið ljúfa líf: Í faðminum á leðurklæddum rokkara
- Margir sýnt fjármögnun áhuga
- 26 urðu fyrir tjóni
- Markaðurinn vaxi myndarlega næstu árin
- Svipmynd: Óþörf skýrsluskrif kostnaðarsöm
- Bjartar horfur á innlendum markaði 2025
- Tala sama tungumál og viðskiptavinir
- Gengið vel að sækja tekjur
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það eru mörg ágæt rök fyrir því að ganga í Þýskaland, en að vísa til sögu síðustu 100 ára eru ekki þau bestu.
Gulli (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:34
Okkur stendur það ekki til boða Gulli! Og þýskaland er ekki ESB!
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2009 kl. 12:04
Það vill nú svo til að á hverju ári vegna vinnu minnar umgengst eg perónulega mjög mikið af Evrópu búum sem eru hér sem almennir ferðamenn hef af þessu rúmlega 10 ára reynslu. Og nú í gengnum tíðina orðin nokkur hundruð. Mjög gjarnan spjallar maður við þetta fólk bæði það vill fræðast og spyrja. Þannig myndast oft góð sambönd gjarnan spyr eg þetta fólk oft um ESB og aðeins einn hef eg rekist á gegnum tíðina sem hefur hælt því ágæta sambandi hinir annað hvort hrista hausin yfir því eða það kemur langur lestur um skrifræðið í Brussel og hann ekki altaf fallegur hef raunar fundist þessi andstaða aukast með tímanum.
Þetta hefur sagt mér að hinn almenni borgari i aðildarlöndunum sé nú ekkert yfir sig hrifin af aðildinni sem var klint upp á það með áróðursmaskinu misvitra stjórn mála manna. Legg til að áður enn við förum í aðildarviðræður ef af verður, verði allur lagabálkur ESB þýddur og dreyft á hvert heimili í landinu ásamt reglugerðafargani sambandsins þá fyrst gætu kjósendur tekið upplýsta afstöðu.
Skilds raunar að aðeins einn íslendingur hafi lesið þetta spjaldana milli aðrir taka bara sem þeim hentar og birta.
Lengi vel var ein tilskipun ESB að bananar mættu ekki vera bognir þvílíkur er nú fáránleikin í sumu sem frá þeim kemur.
Eftir samskipti min við þessa ferðamenn er ég enn sannfærðari um að við eigum ekkert erindi þarna inn hef reyndar grun um í ljósi sögunar að sambandið leisist upp innan 20 ára.
Þorsteinn Sigfússon
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:04
Efast ekki um það að þetta fólk sé til. En Þorsteinn hér er mikil hluti Íslendinga sem tala um skrifræði hér. Og hvað tekur langan tíma að vinna mál. Minni þig á að öll ríki ESB eru sjálfstæð og fara með flest sín mál sjálf. Það káfar því lítið upp á daglegt líf fólks hvernig menn vinna í Brussel.
Það getur verið að þú viljir lifa við tvöfalda krónu, gegnisfellingar, hátt vöruverð og svo framvegis. Við þurfum að skipta um mynt og evran er talin eina sem kemur til greina. Og einhliða tökum við hana ekki upp.
Það getur verið að þú viljir búa við háavexti, verðtryggingu en það vill ég ekki.
Veit að það er fullt af ókostum við ESB en kostirnir eru að mínu mati mun fleiri.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2009 kl. 15:33
Hversu sjálfstæð eru í raun þessi ríki? Væri nú gaman að skoða það alveg sérstaklega enn það er lengra mál enn her verður gert í stuttu máli.
Hvað varðar krónuna sem gjaldmiðil er alveg kristalstært að við fengjum ekki að taka upp evru fyrr eftir kannski fyrsta lagi 10 ár og þá verður ESB dautt lestu mannkinssöguna hun virðist þér hugleikin.
Hvað með vexti og verðtryggingu auðvitað eigum við að vinna heimavinnuna okkar og koma þeim málum á betra plan sem er leikandi hægt ef vilji er fyrir hendi enn helstu andstæðingar einmitt afnáms verðtryggingar eru esb sinnar það er nú svo.
Hins vegar held eg menn ættu að snúa ser að þeirri vinnu sem þarf að gera her innanlands og það strax enn ekki að vera drepa málum á dreyf út og suður og telja saklausi fólki trú um að Esb aðild bjargi öllu mer var kennt það í æsku að það væri ljótt að skrökva að fólki
Við gætum hvort sem vildum eða ekki gengið inn í Esb fyrr enn í fyrsta lagi eftir 5-6 ár eins og staðan er í dag fyrir utan það að eg hef bara ekki nokkra einustu ástðu ti að ætla það að þjóðin samþykki þaðþ
Eg hef ekki seð orð um það að stjórnmálamenn ætli að breyta grunnþjóðfelagsgerðin her eða kerfinu væri t.d. ekki ágæt að athuga hvert lífeyrissjóðakerfið er að leiða okkur hefurðu hugsað til þess hverslags bákn það verður orðið eftir ca 10 ár? Það sest ekki orð um það hvorki hja svokölluðum vinstri eða hægri mönnum sem í raun er enginn munur á þegar upp er staðið.
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:52
Frábær pistill.
Það er svolítið skondið með þessa bændur. Fyrir um það bil tveim árum var ég stundum að rökræða við menn út af ESB hér á blogginu. Þá man ég að mikið var í umræðunni um hvað þetta ESB væri mikið kommúnista batterí sem gerði ekkert annað en að niðurgreiða hundlata bændur í Frakklandi og við myndum vera að taka afstöðu gegn greyjunum í Afríku(þetta er umræða sem íslenskir anti-ESB sinnar öpuðu staf fyrir staf eftir anti-ESB sinnum frá Bretlandi). Síðan kom í ljós að Íslenski landbúnaðurinn er lang niðurgreiddasti í heimi(bæði með ríkistyrkjum og tollum) og á eftir Íslandi ko svo Noregur og Sviss, öll evrópuríki sem ekki eru í ESB.
Þegar þetta kom í ljós í skýrslu OECD þá kom smá hljóð á anti ESB sinna á meðan þeir meltu þetta og skipulögðu sig á ný, eftir það þá tekur maður eftir að þessir anti ESB sinnar gefa sig nú kollótta um einhverja "helvítis Afríkubúa", þeir mega nú bara eiga sig, og bændurnir okkar verða að hafa almennilega ríkistyrki því ESB er bara fyrir eitthvað helvítis bankafólk sem gefur skít í alla bændur.
Jón Gunnar Bjarkan, 26.3.2009 kl. 15:54
Gleymdi með skriffræðið það er smáræði á Íslandi miðað við ESB þekki það af eigin raun.
Enn hafðu það svo gott.
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:55
Þorsteinn!
það eru 27 ríki í ESB þau eru:
Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Efast þú um að eitthvað af þessum ríkjum séu ekki fullvalda? Kannski Svíþjóð eða Finnland. Danmörk kannski? Frakkland? Þýskaland? Nei ég kaupi ekki svona skýringar. Þessi lönd mörg hver er sjálfstæðari en við þó þau hafi kosið að sameinast um ákveðna þætti. ESB byrjaði sem tollabandalag en þróaðist svo yfir í það sem það er í dag og byggir á 3 stoðum.
Bendi fólki á ágætar upplýsingar um ESB á wigipedia þar sem m.a. stendur:
Og eins þá bendi ég á www.esb.is
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2009 kl. 16:35
Þorsteinn.
"Gleymdi með skriffræðið það er smáræði á Íslandi miðað við ESB þekki það af eigin raun."
Vinur minn, á hvaða plánetu ert þú eiginlega staddur? Auðvitað er meira skrifræði í ESB heldur en á Íslandi, það munar nú líka 490 milljón manna á íbúum. Heldurðu virkilega að ESB virki eins og á Íslandi þar sem evrópskur viðskiptajöfur taki upp símann og hringi í Barroso og segi: "Gefðu mér banka" og málið sé leyst eins og tíðkaðist hér á landi.
ESB virkar bara nákvæmlega eins og það hefur heimildir til, ef menn vilja gera það skilvirkara þá þarf það að fá tæki til þess. Það er hinsvegar nokkuð skondið að menn sem eru á móti ESB og þar af leiðandi til dæmis Lissabon sáttmálanum, sem myndi gera ESB kleift að vinna skilvirkara og hraðar, eru einmitt sömu mennirnir sem kvarta sárast undan því hvað ESB er lengi að vinna og hversu óskilvirkt það er. Týpiskir nöldurseggir semsagt. Þetta er eins og einhver hópur væri alltaf að tönnlast á því hvernig það sé hið versta mál hvað þessi Forseti Íslands sé valdalaus og fái ekki að gera neitt annað en að hímast þarna á Bessastöðum en ef menn vildu þá vilja bæta eitthvað úr því og gefa honum meiri völd þá myndi þessi sami hópur stökkva upp á lappirnar og hrópa landráð og kommúnismi. Þvílíkir fábjánar.
Jón Gunnar Bjarkan, 26.3.2009 kl. 17:02
P.s var að bæta við einu atrið sem ég gleymdi í upptalningunn í blogginu sjalfu og margir eru búnir að gleyma varðandi gjaldmiðilinn okkar. Fram undir 1990 var hér gjaldeyrisskömmtun. Fólk fékk ekki gjaldeyri nema að framvísa farseðlum og ekki nema ákveðna upphæð. Þetta stefnir í sama farið aftur hjá okkur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2009 kl. 17:12
Þú þarft að fræða mig um hver lönd Esb eru veit það mæta vel.
Einmitt gott þú bitrir hina útdrættina um ESb þeir segja alt sem segja þarf um sjálfstæði þjóðana. Það vill nú svo til að eg tek meira mark á íbúum þessara þjóða sem eg hef kynnst og upplifun þeirra af ESB og skoðunum á því enn misvitrum íslensum stjórnmálamönnum
Skora á þig að ferðast um meðal almennra íbúa erlendis og kynna þer vel afstöðu þeirra áður enn þú reynir að prédika fagnaðarerindið yfir okkur hinum. Hef enginn haldbær rök seð enn þá um inngöngu. Var efins um þetta fyrir ca 5 árum enn orðinn algjör andstæðingur eftir að hafa upplifað ákveðna hluti um hvernig ESB vinnur í raun og veru í þágu alþjóðavæðingarinnar sem er í raun sem við öll sjáum nu afleiðingarnar af.
Enda er það sú stefna sem mun leysa ESB upp og er í raun banabiti þess
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:13
Fyrirgefðu gleymdist ekki í fyrstu málsgreininni
Eg man ósköp vel eftir gjaldeyrisskömtun til ferðamanna á þessum árum fólk var ekkert að kvarta yfir því.
Se ekki að þurfi að vera eyða gjaldeyri í að fara 3-4 ferðir til sólarlanda á ári eða á fótbolta leiki til Englands
Enda er nú komið eins og komið er
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:18
Þorsteinn þetta heiti framsal af hluta fullveldis.Minni þig á það að við framseldurm til ESB hluta af löggjafarvaldi okkar við EES. Alþingi hefur nú löggilt stórarn hluta af löggjöf ESB varðandi verslun, viðskipti og flutninga. T.d. bendi ég þér á að hvíldarákvæði bílstjóra er löggjöf sem við þurftum að taka upp óbreitta frá ESB.
Það vita allir að við felum ESB ákveðna þætti sem snerta efnahagsmál og fleira en allar þjóðirnar eru sjálfstæðar eins og við. Minni t.d. á að Lissabon sáttmálinn er ekki komin á af því að Írar feldu hann og Tékkar eru ekki búnir að samþykkja hann. Bendi þér á að þrátt fyrir utanríkiskafla ESB þá eru allar þjóðir með sjálfstæða stefnu óháð ESB. T.d. sást það varðandi Írak og fleira.
Ef að þú kýst ásandið eins og það er hér á landi með himin há vexti, verðtryggingu, gjaldeyrishöft. hátt vöruverð og fleira og finnst það betra en að takast á við önnur og mér finnst léttvægari vandamál við aðild að ESB þá mátt þú bara hafa þá framtíðarsýn. Ég kýs að horfa til breytrar framtíðar með aukna möguleika.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2009 kl. 17:28
Úps vona að þetta skiljist hér að ofan. Dálítið af ásláttarvillum og stafaskorti.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2009 kl. 17:38
"Var efins um þetta fyrir ca 5 árum enn orðinn algjör andstæðingur eftir að hafa upplifað ákveðna hluti um hvernig ESB vinnur í raun og veru í þágu alþjóðavæðingarinnar sem er í raun sem við öll sjáum nu afleiðingarnar af."
Er það ekki nokkuð undarlegt að vinstri grænir sjá ESB sem eitthvað hægri öfgabatteríi sem geri ekkert annað en að þjóna stórfyrirtækjum og alþjóðavæðingu á meðan Sjálfstæðismenn eru á móti ESB vegna þess að það sé sósalískt, óvirkt í alþjóðavæðingu og hugsi ekki um þarfir fyrirtækja. Andstæðingar ESB aðildar eru bara komnir með einhverjar flugur í hausinn varðandi ESB og sníða þá ESB þann stakk sem þeir vilja að það sé. Það er að segja, ESB er nákvæmlega það sem andstæðingar þess vilja að það sé, enda þótt að þessar hugmyndir þeirra séu algjörlega á skjön hver við aðra og alveg fullkomlega veruleikafirrtar nema í hausnum á þessum mönnum.
Satt að segja þá er ég eiginlega búinn að gefast upp á því að Ísland muni einhvern tímann ganga í ESB, fáfræðin er alltof mikil og þekking íslendinga á alþjóðamálum er nánast enginn og öll pólitík er frasakennd og innihaldslaus. Þegar menntaða fólkið fer að flytjast héðan á brott þá sitjum við uppi með ómenntaða sveitafólkið og þá er útilokað að við munum ganga inn í ESB einfaldlega vegna þess að samkvæmt rannsóknum þá eru ómenntað sveitafólk helstu andstæðingar ESB.
Jón Gunnar Bjarkan, 26.3.2009 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.