Föstudagur, 27. mars 2009
Til athugunar fyrir ESB andstæðinga!
Ég held að það sé rétt nú að fara að rukka ESB andstæðingar um lausnir á nokkrum gríðarlegum erfiðleikum sem blasa við okkur í nánustu framtíð. Það þýðir ekki að bera fyrir sig að menn séu bara á móti ESB, ESB séu svo vondir menn sem borði okkur í morgunmat og fleiri jafn gáfuleg rök eins og að við missum fullveldi og sjálfstæði. Þetta er ekki upplifun þeirra 27 þjóða sem eru þarna inni nú þegar.
En ég rukka ESB andstæðinga um lausnir á eftirfarandi vandmálum:
- Gjaldmiðill okkar er hrunin. Krónan er svo slöpp núna að hér eru gjaldeyrishöft. Hvernig á að aflétta þeim í nánustu framtíð? Og ef engin hefur trú á krónunni og vill skipta henni í annan gjaldeyri, hvernig eigum við þá að eiga nema takmörkuð viðskipti við útlönd? Hvað gerum við þegar við erum búinn með þau lán sem við fengum frá IMF og vina þjóðum? Það vilja engir lána okkur og þvi spyr ég hvað eigum við að gera? Krónan sveiflast nú um mörg % upp og niður hvernig getum við varið hana til framtíða?
- Vextir: Hvað eigum við að gera til þess að lækka hér vexti þannig að þeir verði sambærilegir við það sem gengur og gerist í kring um okkur?
- Verðtrygging: Hvernig losnum við við hana? Það dugar ekki að segja að við bara fellum verðtryggingu niður, því þá verða bara engir til að lána okkur vegna þess hve krónan er óstöðug.
- Traust og virðing er eitthvað sem hrundi hjá okkur. Hér hafa erlendir lánveitendur væntalega tapað þúsundum milljarða. Hvernig eigum við að vinna aftur upp traust í alþjóðasamfélaginu? Þ.e. að þeir hafi trú á að hægt sé að lána okkur aftur.
- Matvælaverð: Hvernig ætla andstæðingar ESB að tryggja okkur sambærilegt matvælaverð á við þjóðir ESB? Þetta er sérstaklega áríðandi nú þegar kaupmáttur er á leiðinni niður..
- Vöruskipti við útlönd. Hvernig ætla menn að tryggja óheft viðskipti við útlönd nú þegar við höfum takmarkaðan aðgang að gjaldeyri?
- Gjaldeyrisvarasjóður: Nú þegar engin skiptir í krónum, hvernig ætla menn að tryggja að við eigum sjóði til að verja krónuna til lengdar? Ef svona eins og er heldur áfram verðum við að nota allar lánalínur sem við höfum með tilheyrandi skuldum og engum möguleikum á að taka fleiri lán.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Gleymdirðu ekki að minnast á atvinnuleysi í þessari umfjöllun? Hvað ætlum við að gera í sambandi við aukið viðvarandi atvinnuleysi ef Ísland verður meðlimur. 10-15% atvinnuleysi er nokkuð örugg staðreynd. Af hverju er þetta ekki í upptalningunni hjá þér?
Þessi atriði sem þú bendir á s.s. Gjaldeyrishöft. Hvernig ætlar þú að koma með önnur tæki en gjaldeyrishöft til að ef við værum ekki með krónu sem gjaldmiðil? Allir vita að peningamagn í umferð er tæki til að stýra vöxtum og verðbólgu. Óheft flæði fjármagns hefur valdið þessari háu verðbólgu og háu vöxtum. Þess vegna eru gjaldeyrishöft. Ef við hefðum haft evru, þá gætum við ekki verið með gjaldeyrishöft. Hvaða leiðir myndir þú leggja til í staðin?
Gjaldeyrisvarasjóður: Ætlar þú að leggja niður allan gjaldeyrisvarasjóð ef við tökum upp evruna? Hefðum við ekki þurft að ganga á gjaldeyrisvarasjóð þó við værum með aðra gjaldmiðla? ertu að leggja til að við myndum liggja á þessum peningum, en taka peninga að láni á 6% vöxtum? Er ekki klókara að nota peningana sem við eigum áður en við förum í lántöku á ofurvöxtum?
Heldur þú að matvælaverð muni lækka mikið með aðild að esb? Getum við ekki lækkað matvælaverð einhliða? Með þessum 15-20 milljörðum sem við borgum inní esb á ári, væri ekki hægt að nota þá í að niðurgreiða bara fleiri tegundir af mat? Þannig væri hægt að ná niður lægra matarverði. Auk þess hefur það sýnt sig að með hverju árinu sem líður dregur saman í vöruverði. Að lokum ber að minnast á að flutningskostnaður gerir vöruverð á Íslandi alltaf hærra en í þeim löndum þar sem vörur eru framleiddar. Ekki getur ESB flutt Ísland suður á 60° breiddargráðu, þó máttur sambandsins sé nú mikill.
joi (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:53
Ef að við værum með Evru þyrfti ekki gjaldeyrishöft. Þau eru af því að við eigum takmarkaðan gjaldeyri.
Atvinnuleysi er mjög misjafnt milli ríkja ESB og fer eftir efnahagstjón í viðkomandi landi sem og atvinnuvegi.
Skoðaðu verðmun á matvælum og örðum vörum milli Svíþjóðar og Noregs. Eins bendi ég á að það eru tollar á allar fullunannar matvörur frá okkur til annarra landa.
Ef við værum með Evru þá þyrfturm við ekki gjaldeyrsivarasjóð. Evrópubankinn væri þá sjóður til þrautarvara. Gjaldeyrisvarastjóður er til að verja krónuna hjá okkur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2009 kl. 10:02
1. Krónan er vissulega óstöðug og hrunin. Ég tel að slíkt hið sama geti gerst með Evruna svo ég tel því hættu á annari gengisfellingu ef við tækjum upp Evru núna. Viðskipti okkar við útlönd eiga að takmarkast við útflutning okkar en ekki að byggja afkomu okkar á lánsfé.
2. Minnka notkun á lánsfé vextir lúta markaðslögmálinu ef eftirspurn minnkar þá lækka vextirnir.
3. Ég sé enga ástæðu til þess að losa okkur við verðtrygginguna því hún stuðla freka að því að við spörum en eyðum. Það er í raun verðbólguna sem við þurfum að losna við til að losna við þrældóm verðtryggingarinar. Verðbólgan mun líklega ofsækja Evrópu líka ef Evran hrynur.
4. Traust og virðing er fallin um allan heim, Það breytir engu hvort við göngum í Esb eður ei traustið framleiðst ekkert í Esb samningnum. Það verður auðveldara fyrir okkur að byggja upp traustið aftur sem lítil þjóð en sem hverfi í Evrópu.
5. Esb tryggir okkur ekkert lægra matvælaverð því í raun getur Esb komið landbúnaði íslands í enn meiri ógöngur þanni að ég vill frekar borga meir fyrir innlendar landbúnaðarvörur en að vera háður innfluttuni landbúnaðarvörum þar sem sveiflur á eldsneytisverði ráð matvælaverðinu. Innlend landbúnaðarvara er í dag ódýrari en innflutt svo ég kæri mig ekkert um að borga hærra verð til að vera sambærilegur við Esb.
6. Óheft viðskipti við útlönd hefur komið okkur um koll til hvers að halda áfram að kollkeyra okkur?
7. Ég held að það sé bara ágætt að miða gjaldeyrissjóð okkar við útflutning okkar og tryggja þannig að innflutningurinn verð ekki meiri en útflutningurinn.
Ég hef ekki trú á að Esb bjargi okkur út úr þessum óstandi. Að skipta út krónu á lámarksverði fyrir gjaldmiðil á hámarksverði finnst mér vera heimskuleg viðskipti. Ég hef reyndar ekki trú á að króna komi upp á næstuni en á hinsvegar von á að aðrir gjaldmiðla falli. Því vill ég ekki skipta um gjaldmiðil fyrr en stöðuleiki hefur náðst í heiminum.
Mitt mat er að í raun verði staðan verri ef við göngum í Esb en ég hef engar sannanir fyrirþví ég gæti allt eins haft kolrangt fyrir mér. Esb gæti líka verið draumur í dós en enn hefur ekkert sannfært mig um aðild núna.
Offari, 27.3.2009 kl. 10:31
Oft heyri ég spurninguna "hvað gerist ef ísland gengur í esb?" en aldrei heyri ég spurt "hvað gerist ef ísland gengur ekki í esb?".
Staðan er sú að við höfum ekki neina stjórn á gjaldmiðlinum okkar, rokkandi gengið hefur það að verkum að erlendir fjárfestar forðast landið nema þegar þeir fá frítt rafmagn (way to go hjá okkur að undirbjóða þróunarlönd í þeim efnum). Fælingarmáttur krónunnar á fjárfesta hefur verið mikill seinustu ár og ef esb-andstæðingar halda að þetta eigi eftir að breytast þá vil ég endilega fá rök fyrir því. Aðrar lausnir sem esb andstæðingar nefna er t.d. þessi finnska leið, efla hátækniiðnað, sem er ekki að fara að gerast (ekki með ríkisstyrkjum) af því við getum það ekki, allavega ekki innan vébanda EES. Og þó svo við færum úr EES, myndi það ekki gerast, eingöngu vegna þess að við munum ekki geta boðið samkeppnishæf laun fyrir vel menntaða fólkið sem á að vinna í hátækninni. Fiskurinn skiptir ekki máli og það er algjörlega ótímabært að tjá sig eitthvað um hann, einfaldlega vegna þess að það. mál. ræðst. af. þeim. aðildarsamingi. sem. okkur. býðst. Ekki flókið.
Í stuttu máli bjóðast okkur 2 kostir, ESB eða brain drain og gjaldeyrishöft, mér þætti líkt og Magnúsi gaman að heyra hvað þið esb-andstæðingar ætlið að gera í framtíðinni.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:47
Offari: Af að það á að stofna hér fyrirtæki þarf lánsfé. Ef það á að draga úr atvinnuleysi þarf að auka atvinnu. Til að fá fjárfesta hingað þarf mynt sem þeir geta treyst. Það er horftið traust á krónunni til lagframa. Bendi á að krónan hefru fallið nú um 10% á 2 vikum.
ESB umsókn sýnir að Ísland sé búið a marka sér stefnu. Við ætlum að að stefna að ESB og evru segir þeim að við séum á leið inni í sama hagkerfi og þeir.
Bendi þér á að Bændum hefur fækkað um helming á síðustu áratugum hér og þeir mælast hlutfallslega stærsti í þeim hópum sem eru undir fátækramörkum.
Þjóð með enga framtíðarsýn aðra en að fara í sama farið aftur fær ekkert traust. Eftir fyrsta hrun hér þá settum við traust okkar á fiskinn, Síðan settum við allt okkar traust á álið, svo á fjármálamiðstöð. En svona einhæfar lausnir valda því að hér hrynur allt í andlitið á okkur á 5 til 10 ára fresti.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2009 kl. 10:47
Magnús vissulega þarf oftast lánsfé til að stofna fyrirtæki. Aðgangur að lánsfé verður takmarkað næstu 5-10 árin og ég hef enga trú á að það lagist þótt við göngum í Esb. Öll útflutningsfyrirtæki selja í erlendri mynt þannig að það breytir í raun engu hvort gjaldmiðillinn heitir króna eður ei.
Iðnaður fyrir innlendan markað sparar okkur gjaldeyrir en byggist á krónum slíkur iðnaður gæti skapað störf en hinsvegar verður enginn grundvöllur fyrir slíkan iðnað ef við göngum í ESb. Bændur berjast í bökkum og geta því ekki keppt við Esb stóriðjulandbúnaðinn þannig að ég tel að Esb aðil auki hér atvinnuleysi og geri okkur háðari innfluttningi á matvælum.
Framtíðarsýn heimsins er algjörlega óljós núna. Hagkerfishrunið er líka hrun á framtíðarsýnini. Flestar Esb þjóðir eru nú á leið í þrot vegna kostnaðar við að halda uppi Evruni. Ég efast um að það auki traust þjóðar að fylgja þeim hóp sem nú er á leið í þrot.
Esb eykur ekki fjölbreytni í okkar útfluttningi þannig að við munum áfram verða háð þessum verðsveiflum hvort sem við göngum í Esb eður ei. Þér hefur alla vega ekki enn tekist að sannfæra mig um ágæti Esb. En ég tel samt að vissulega hljóti að vera einhverjir kostir við að ganga í Esb því varla væru menn að sækjast eftir aðild ef engir væru kostirnir.
Offari, 27.3.2009 kl. 11:28
Offari við þurfum trú fjárfesta og lánveitenda fyrir því að fé sem þeir lána eða setja hingað inn tapist ekki. Og ef þeir lána inn í hagkerfti sem gegnur út á örmynt sem allir eru búnir að missa trúa á að lifi lengi þá lánar engin. Alveg eins og það á engin að lána manni sem getur ekki sýnt fram á að tekjur hans fari ekki undir ákveðið mark.
ESB gefur okkur t.d. kost á að selja unna matvöru án tolla til útlanda. Þar á meðal fisk, kjöt og fleira. Nú þurfum við að senda mikið af þessu út stofan þar verksmiðjur og vinna þetta þar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2009 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.