Leita í fréttum mbl.is

Af hverju geta menn ekki bara viðurkennt að við eigum aðeins eina lausn?

Til frambúðar er ljóst að við getum ekki staðið undir örmynt eins og krónan er. Bendi á að allt peningamagn í umferð hér er aðeins rétt rúmlega árshagnaður meðalstórs fyrirtækis á alþjóðavísu fyrir hrun. Og það segir okkur að sæmilega öflugur fjárfestir getur leikið sér að því í framtíðinni að fella og styrkja gengi hér til að græða á gengismun.

Við höfum ekki efni á því til lengdar að hafa hundruð eða þúsundir milljarða í sjóðum til að verja gengið. Og eftir nokkur ár þegar við þurfum að borga lánin til IMF, Færeyinga og annarra sem hafa lánað okkur þá verðum við ekki með neinn gjaldeyrisvarasjóð eftir. Nema að taka ný lán.

Hver mánuður sem líður án þess að við tökum ákvörðun um að ganga í ESB er í raun seinkun á því að við náum að vinna okkur út úr þessum efnahagsþrengingum, ofurvöxtum, verðtryggingu og því að eiga eðlileg viðskipti við útlönd þar sem við þurfum ekki að ganga á gjaldeyrissjóð okkar þar sem engin annar er til að skipta krónum í gjaldeyri.

Meira að segja Sjálfstæðismenn eru búnir að lýsa krónuna ónýta en þeir eins og fleiri benda ekki á neina raunhæfa leið til að leysa vandamálið. Menn tala út og suður og hafa engar raunhæfar lausnir. Enda eru allir búnir að segja okkur að inngang í ESB og upptaka evru er það eina raunhæfa. En við eins og fyrir bankahrun hlustum ekkert á það sem okkur er sagt. Menn þykjast vita hér allt betur.

Er ekki of mikið að öll þjóðin þurfi að líða fyrir hagsmuni 2 til 3 þúsund bænda og nokkur hundruð útgerðamenn?


mbl.is Stöðugleiki nauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband