Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðiflokkurinn sorglegar leifar valdasjúkra manna og hagsmunagæslu

Það verður að segjast að þegar ég horfði á Kastljós og málflutning Birgis Ármannssonar þá skil ég ekki í því að neinir aðrir en útgerðamenn komi til með að kjósa þann flokk.

Þeir vilja ekki að þjóðin fái í

Að auðlindir séu í sameign þjóðarinnar.

Að þjóðin fái að setja sér nýja stjórnarskrá

Að þjóðin geti farið fram að þjóðaratkvæðagreiðslur

Að þjóðin geti greitt sjálf atkvæði um stjórnarskrárbreytingar án Alþingiskosninga.

Fannst Birgir lýsa vantrausti á kjósendur og að andstaða Sjálfstæðismanna væri í raun að halda í völd sín yfir okkur almenning og eins til að verja það að Kvótaeigendur gætu lent í vandræðum í framtíðinni ef að kvótakerfinu yrði breytt og við vildum innkalla kvóta. Þá gæti ákvæði í stjórnarskrá valdið því að þeir gætu ekki sótt gríðarbætur fyrir það.

Og hugmyndir um að stjórnlagaþing yrði aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi eins og Sjálfstæðismenn vilja er náttúrulega móðgun og gjaldfelling á allri vinnu á stjórnlagaþingi.


mbl.is Bullandi ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Sjálfstæðismenn þola ekki lýðræði, vilja drottna yfir allt og öllu.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 1.4.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Eitthvað hefðir þú þurft að hlusta betur, kæri vinur.

Mæli með því að þú hlustir á endurútsendingu af Kastljósinu seinna í kvöld.

Baldvin Mar Smárason, 1.4.2009 kl. 20:48

3 identicon

Ég ætla þá að vona að fólk hætti að röfla um þetta og kjósi þá EKKI í sumar.  Það er auðvelt að sletta upp hinu og þessu og síðan kjósa þá!  Löngu tímabært að fá vinstristjórn eins og er á öðrum Norðurlöndum.  Þeim gengur vel.

eikifr (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já drasl eins og stjórnarskrá er bara fyrir alvöru umbótarmönnum sem er annt um lýðræðið og vilja vernda það.

allstaðar þar sem stjórnarskrá hefur verið fyrir stjórnarherunum. þá hefur lýðræðið í því landi hallað mjög í kjölfarið.

Fannar frá Rifi, 1.4.2009 kl. 20:54

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú ég horfði á kastljósið og það t.d. að skirfa ekki upp á frumvarpið í byrjun, standa á móti því að það sé afgreitt m.a. af því að stjórnlagaþing gæti breytt þessu ákvörðunum og fleira segir mér að Sjálfstæðismenn vilji ekki þetta frumvarp.

Það má hlutsta á kastljósið hér þarf ekki að bíða þar til kvöld

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.4.2009 kl. 21:07

6 identicon

Vidbjódslegur flokkur, vidbjódsleg stefna og vidbjódslegt fólk.  Sjálfstaedisflokkurinn er flokkur drulluhala.

Gunnar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Minni á orð Ögmundar Jónassonar hér (sem virðist hafa gleymt þeim sjálfur):

Það eru umdeildu málin sem kalla á athygli. Langar umræður á Alþingi eru einmitt oftar en ekki tilraun til að ná eyrum þjóðarinnar í málum sem stjórnarandstaðan telur skaðleg og brjóta í berhögg við þjóðarvilja.

Annað veifið heyrast þær raddir að banna eigi þingmönnum að hafa langt mál um slík mál. Það væri mikið óráð. Eða vilja menn virkilega að kæfa stjórnmálaumræðu í landinu? Þöggun á þingi myndi vera skref í þá átt.

Geir Ágústsson, 1.4.2009 kl. 21:26

8 identicon

Sjálfstæðisklíkan er hættulegt afl. Villir á sér heimildir og gefur sig út fyrir , að vera flokkur fólksins. Sjálfstæðisklíkan er fjandsamleg fólkinu, nema klíkunni sinni. Hún tekur hagsmuni klíkunnar fram yfir þjóðarheill.

Launafólk í þessu landi, látið ekki  ljúga að ykkur lengur. Hættið, að láta ykkur finnast fínt, að styðja þessa auðvaldsaula, sem er búnir, í krafti peninga og óverðsskuldaðs valds. að kúga ykkur og niðurlægja í áraraðir. X D aldrei meir. Aldrei meir.

 Baráttu kveðjur,

Kolbrún Bára

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:59

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Búinn að vera að fylgjast með málþófi Sjálfstæðismanna nú á alþingi þar sem þeir nota frumvarpið  "Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar (styrkir til breyttrar orkuöflunar og orkusparnaðar)" Nú klukkan 2:00 er Árni Johnsen að ræða um virkjanir á straumröstum, einhver sagði að fyrr í kvöld hefði hann sungið í ræðupúlti Alþingis. Halda Sjálfstæðismenn að þetta eigi eftir að skapa þeim kjörfylgi? Varla. Þeir eru að að ganga erinda útgerðamanna og koma í veg fyrir að breytingar á stjórnarskrá komist til umræðu

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband