Leita í fréttum mbl.is

Ísland stefnir í að verða eins og Norður Kórea.

Nú þegar að Bjarni Ben, Bjarni Harðar, Steingrímur og flokkar þeirra vilja eyða allri umræðu um að fara í viðræður við ESB um inngöngu og jafnvel flýtimeðferð á upptöku evru þá eru að koma svona fréttir.

Engir erlendir fjárfestar munu þora að fjárfesta á Íslandi þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að þeir geti flutt fjármagn úr landi aftur segir yfirmaður greiningardeildar Danske bank. Hann líkir Íslandi við Norður Kóreu í efnahagslegum skilningi.

Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske bank, segir gjaldeyrisfrumvarpið sem samþykkt var á alþingi í gær vera áhyggjuefni. Útflutningsfyrirtæki muni alltaf finna leið framhjá lögunum.

Lars segir að með gjaldeyrishöftunum hafi Ísland einangrað sig enn frekar frá umheiminum. Jafnframt segir hann stöðu Íslands einstaka og erfitt sé finna hliðstæður í sögunni. Þá segir Lars enga auðvelda leið út úr þeim vandræðum sem íslenska krónan er í. $

Engir erlendir fjárfestar munu þora að fjárfesta á Íslandi þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að þeir geti flutt fjármagn úr landi aftur segir yfirmaður greiningardeildar Danske bank. Hann líkir Íslandi við Norður Kóreu í efnahagslegum skilningi.

Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske bank, segir gjaldeyrisfrumvarpið sem samþykkt var á alþingi í gær vera áhyggjuefni. Útflutningsfyrirtæki muni alltaf finna leið framhjá lögunum.

Lars segir að með gjaldeyrishöftunum hafi Ísland einangrað sig enn frekar frá umheiminum. Jafnframt segir hann stöðu Íslands einstaka og erfitt sé finna hliðstæður í sögunni. Þá segir Lars enga auðvelda leið út úr þeim vandræðum sem íslenska krónan er í. (www.visir.is )

Og

Gjaldeyrishöftin duga skammt

Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að gjaldeyrishöftin dugi ekki nema til skamms tíma. Íslensk stjórnvöld ættu í krafti EES-samningsins að reyna að fá samkomulag um myntsamstarf við Evrópu.

Krónan styrktist um rúm 2% í dag gagnvart helstu gjaldmiðlum. En þótt markaðurinn taki auknum höftum vel þá er óvíst að svo verði áfram. Ólafur segir eðli haftakerfa að menn leiti leiða framhjá þeim. Aðalefnahagsúrræðið hverju sinni verði því að herða höftin, rétt eins og hafi verið árið 1946.
Það ár ráðlagði hagfræðinganefndin sem hafði á að skipa fulltrúum allra flokka - að höftin sem þá réðu ríkjum í íslensku efnahagslífi - yrðu hert. Mikið var deilt um þessi ráð nefndarinnar en þeim var þó hrint í framkvæmd næstu árin á eftir. Þá var skömmtunarkerfi og fólk stóð í biðröðum við verslanir.
Ólafur segir að í bráð verði að lina þjáningarnar sem fylgi höftunum. Á sama skapi sé ljóst að ekki sé hægt að búa við þessa skipan gjaldeyrismála til frambúðar. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki sé hægt að taka upp viðræður við ESB á grundvelli EES samningsins og leita eftir því að fá samning um samstarf þannig að Ísland njóti skjóls frá Evrópska seðlabankanum. (www.ruv.is )
En þessir flokkar vilja ekki gera neitt. Og við vitum að með hverjum mánuði sem þetta er dregið þá lendum við í stærri og stærri vandamálum.
Og þessir menn og þessir flokkar skulu gera sér grein fyrir að þeir verða gerðir persónulega ábyrgir fyrir því að hér verður ástandið ótryggt árum lengur en hefði þurft. Og ótrúlega að fjölmiðlar skuli kaupa þessi svör þeirra um að ekki sé tímabært að huga að þessu. Það þurfi að grípa til annarra aðgerða fyrst. Af hverju spyr engin hvaða aðgerða? Hvaða aðgerðir eiga að tryggja stöðugleika krónunnar og létta af gjaldeyrishömlum? Hvaða aðgerðir eiga að hvetja hingað fjárfesta og lánsfjármagn til að skapa atvinnu? Og af hverju er ekki hægt að vinna að aðildarumsókn þó menn séu að takast á við önnur mál líka. Eru ekki um 330 þúsund manns hér. Fullt af sérfræðingum sem hægt væri að nýta í þetta.

mbl.is Krónan styrktist um 2,11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér ber að líta til nokkura atriða.

1.  Greiningadeildir banka, líkt og hér hefur tíðkast mjög, eiga vanda til, að segja hluti sem svonefndir ,,fagfjárfestar" vilja heyra.  Þar er ,,Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske bank" ekki nokkur undanteknign sem umfjöllun um hann og hans umsagnir í dönsku pengingastjórnunar  tíð núverandi og fyrrverandi stjórnvalda ber glöggt vitni.

2.  Téður ,,Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, " hefur nú ekki mikið sagt satt í aðfarartíma og eftirmálum hrunsins.  Hann dansaði með í Hrunadansinum og sneri svo við blaðinu líkt og ,,greiningadeildir LÍ og Kaupþings"  gerðu svo eftirminnilega á aðventunni og laust fyrir hana.

3.  Þjóðverjar og fleiri bandalagsþjóðir í Evrópu , með Merkel og frakklandsforseta í broddi fylkingar, vilja nú  að frekar verði settar sterkari hömlur á viðskipti með verðbréf og flutnings fjármagns milli svæða en hitt.

Þar standa bretar einna helst gegn þeim og auðvitað BNA

SVo er nokkuð ótryggt, að áætla með því að gagnálykta eftir GEFNUM forsendum.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 2.4.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bjarni er þetta með sérfræðingana er það ekki sama og við sögðum þegar þeir voru að vara við hugsanlegu bankahruni?

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband