Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að hjá fréttastofu RUV?

Á heimasiðu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að á þennan blaðamannafund mættu aðeins fulltrúar frá Stöð 2 og Mogganum. Held að það sé ekki allt í lagi hjá RUV! Þeir hljot að vita að þessi atriði brenna á fólki þ.e. að þessi mál séu rannsökuð. Og þarna kom fram að um helmingur allra útlána banka fór til um 100 manna

Samtals voru útlán til 100 stærstu skuldara föllnu viðskiptabankanna um helmingur heildarútlána þeirra. Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú  að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þessara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána.

Og eins að nefndin vinnu að því að skiða öll viðskipti með hlutabréf síðustu 2 árin.

Rannsóknarnefndin hefur  auk þess að athuga sérstaklega viðskipti með hlutabréf og stofnfjárhluti í fjármálafyrirtækjum lagt grunn að því að gera með rafrænum hætti úttekt á hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands á síðustu árum.

Sögðu nefndarmenn, að slík athugun gefi færi á því að kanna hverjir áttu viðskipti með hlutabréfin, á hvaða tíma og fyrir hvaða verð.  Þessi athugun nefndarinnar sé meðal annars liður í því að kanna hvort ætla megi að tilteknir aðilar hafi haft áhrif á hlutabréfaverð og þá í hvaða tilgangi ætla megi að það hafi verið gert.

Og svo leyfa RUV og Sjónvarpið sér að mæta ekki þarna. Þetta er eitt af því sem fólk er að kalla eftir og þá sýnir ríkisfjölmiðill þvi enga athygli.


mbl.is Rannsaka útlán bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband