Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni "Rauðanefsdagsins"

Ég mannaði mig upp í kvöld og gerðist "Heimsforeldri". Hafði lengi hugsað mér að gera það en hef ekki komið því í verk hingað til.

Í framhaldi af þessu kvöldi þá fór ég að hugsa um eftirfarandi:

  • Ef að þjóðir heims færu nú almennt að taka við sér og færu að takast á við örbirgð þá sem er víða í heiminum, þá væri svo auðvelt að leysa úr þeim hörmungum sem þetta fólk býr við.
  • Ef við hugsum um alla þá peninga sem Vestrænarþjóðir eyða í stríðsrekstur þá verður maður hugsi:
    • Hvað ef þessum fjárhæðum heði frekar verið eytt í aðstoð við almenning í þessum löndum. Væri það ekki mun virkara til að koma í veg fyrir hryðjuverk gegn vestrænum þjóðum. Með aðstoð og stuðningi við hinn almennaborgara þá mundu skæruliðar missa neistan sem hvetur fólk til að ganga til liðs við þá.
    • Ef þessar fjárhæðir færu til t.d. Afríku til að leysa úr menntunarskorti, tæknivæðingu og svo náttúrulega til fæða þau sem svelta, þá yrði ekki lengur um hungursneið að ræða. Þetta gildir náttúrulega um aðra staði í heiminum.
    • Ef að þessar fjáhæðir væru notaðar til að draga úr eða eyða skuldum þessara ríkja þá yrðu þær í mun betri stöðu til að verða sjálfbjarga.
  • Hvað hefur stríðsrekstur skilað Vesturveldum nú síðustu áratugi nema sífellt fleiri þjóðir og þjóðfélög þar sem Vesturlönd eru hötuð og tengd arðránum og kúgun fyrir þetta fólk sem þarna býr.
  • Mundi ekki verða mun friðsælla í heiminum ef að þjóðir sameinuðust um að óháð stjórnvöldum væri það æðsta markmið að tryggja að allir íbúar jarðar byggju við aðstæður þar sem grunn þörfum er fullnægt. Því að stríð og óáran bittnar nær eingöngu á óvopnuðum, saklausum almenning.
  • Ef það yrði friðsælla í heiminum yrði ekki eins mikil þörf fyrir vígbúnað - þannig að þetta er sparnaður til lengri tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband