Laugardagur, 4. apríl 2009
Fiskurinn okkar?
Eitt af því sem felst í þessu frumvarpi um breytingu á stjórnarskránni er eignarréttur á auðlindum sem ekki eru þegar í einkaeign.
Veit ekki hvort að fólk gerir sér grein fyrir því hvað það er í rauninni tæpt að þjóðin eigi lengur þessa auðlind? Ef fólk hefur hlustað á ræður sjálfstæðismanna á Alþingi nú síðustu daga þá hefur verið lesið upp úr athugasemdum við frumvarpið. Og þar hafa flestar athugasemdir verið frá
- Orkufyrirtækjum
- Félögum tengdum útgerðar og sjómönnum
- Sveitarfélögum
- Stöku fræðimönnum
Ég vek sérstaka athygli á að menn úr röðum útgerðamanna hafa m.a. talað um að þetta ákvæði um eign þjóðarinnar á auðlindum sem mögulega eignarupptöku. Og svo þegar að innköllun kvóta á næstu 15 til 20 árum hafa enn aukið á þetta álit þeirra. Já gott fólk það stefnir í að fiskurinn okkar verði í ljósi hefða eign nokkurra ætta hér á landi. Sem komi til með að ganga hér í erfðir og engir nýir aðilar komist að henni nema að hugsanlega leigja af þessum kvótaættum dýrum dómi.
Enn verra er það að stórhluti af kvótanum er nú þegar veðsettur langt fram í tímann. Og enn verra er að töluvert af honum er veðsett beint eða óbeint erlendum aðilum. Þá segja menn að það sé allt í lagi þeir megi ekki veiða hann eða eiga fyrirtæki hér. En það er ekki rétt. Þeir mega eiga minnihluta í útgerð og fiskvinnslu hér og meirihluta í þessum fyrirtækjum í allt að einu ári.
Svo er þetta sama fólk á móti ESB af því að við missum forræði á fiskveiðum. Við höfum þegar framsalað þessum rétti til nokkra aðila fyrir löngu.
Með athugasemdum frá orkufyrirtækjunum hlýtur maður að áætla að þeir séu að sjá fyrir sér að þessi fyrirtæki verði einkavædd í framtíðinni.
Hin þrjú atriðin snúast um
- að þjóðin fái beint að greiða atkvæði um breytingar á stjórnarskrá en ekki einhverjir alþingismenn sem fólki kaus ekki heldur komust inn vegna þess að fólk greiddi ákveðnum flokk atkvæði sitt.
- að auðvelda þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál
- að koma á stjórnlagaþingi þar sem sérkosið fólk fer yfir og endurnýjar eða setur upp nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Minni á að sú sem við höfum var sett til bráðabirgða fyrir 65 árum. Hún var unnin upp úr þeirri Dönsku aðeins með forseta í staðinn fyrir Konung. Og einhverjar smá breytingar í viðbót. Það átti alltaf við fyrsta tækifæri að setja okkur nýja en alþingismenn hafa aldrei náð samkomulagi um nema smá plástra hér og þar.
Eins það ef að sett verður stjórnlagaþing verða þessar breytingar sem nú standa til yfirfarnar og lagaðar til ef þarf.
Enn langt í land eftir 36 tíma umræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Magnús minn. Þetta er brandari. Ef svo hörmulega vildi til að Ísland gengi
í ESB væru ákvæði um þjóðareign í stjórnarskránni ekki pappirins virði.
Því stjórnarskrá ESB, Rómarsáttmálin og allir viðaukar í dag við hann yrði stjórnarskrá okkar aðri hvað þetta varðar. - Þetta hefur m.a ESB-sinninn Þorsteinn Pálsson bent á og sagt svona auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá okkar myndi einungis tefja fyrir aðild. Hvenær ætlið þið ESB-sinnar að skilja þetta? Jú, alla vega einn skilur þetta, Þorsteinn Páls.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.4.2009 kl. 21:49
Guðmundur í nefndaráliti sjálfstæðisflokksins skín eftir farandi í gegn
Útgerðarmenn segja m.a.
Og líka aðeins seinna
Hún er að færa að því rök að með kvótanum sé í raun komin eign þessara manna á fisknum í sjónum varanlega.
Svon a rök eru einnig frá orkufyrirtækjunum.
Og Guðmundur ef að þetta ákvæði væri í stjórnarskrá yrði ekki hægt að semja um framsal eignarinnar eitt eða neitt. Þannig að þá værir þú öruggur um að í samningi við ESB væri ekki verið að færa þessa auðlind ESB:
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.4.2009 kl. 22:36
Magnús minn lastu ekki hvað ég sagði. Rómarsáttmálinn, stjórnarskrá ESB
er ÆÐRI en okkar stjórnarskrá. ÖLL ákvæði okkar stjórnarskrár yrði að VIKJA fyrir ESB-stjórnarskránni, þar með þjóðareign á auðlindunum. Skilur þú þetta ALLS EKKI? Hvers vegna þarf þá að breyta okkar stjórnarskrá í grundvallaratriðum varðandi allt fullveldisákvæði göngum við í ESB ef ekki
er einmitt vegna þessa?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.4.2009 kl. 00:14
Guðmundur við eins og aðrar þjóðir framseljum aðeins valdi á þeim sviðum sem samningar okkar við ESB mundu ná yfir. Og þetta með auðlindir er ekki rétt. Við framseljum fullveldi varðndi þau svið sem samningurinn nær yfri. Þar á meðal vaðrndi tolla, fiskveiðar, landbúnað og nokkur atirð í viðbót.
Hefur þú heyrt um einhverja þjóð sem afsalaði sér einhverju öðru. T.d. ræður ESB ekki yfir neinum auðlindum örðum. Ert þú t.d. að tala um að ESB hafi eitthvað með kolavinnslu Breta að segja? Held að þú sért að mikla þetta fyrir þér. Þetta með sjálvarútveg og landbúnað innan ESB er tilkomið vegna þess að fiskistofnar þar eru að mestu sameiginlegir með fjölda þjóða. Og mismunandi reglur í landbúnaði skertu jafnræði bænda á innra markaði ESB.
ESB er er samningur milli þjóða. Þær fara þar sameiginlega með ákveðna þætti og framselja yfirstjórn á þeim málum til yfirstofnana ESB sem þær sjálfar sitja í og taka þátt í ákvörðunum.
Rómarsáttmálinn gegnur út á
Ég hef skoðað þróun mála hjá ESB og sé að þjóðinar velja að hafa samvinnu um hina ýmsu hluti enda þjónar það þeim vel þar sem að landamæri milli margra þeirra er í raun bara strik á landakorti. En með tilkomu landa sem eru ekki beinum tengslum við aðrar landafræðilega kominn reglan um meira sjálfræði þjóða yfir fiskistofnum sem eru staðbundir og aðrir hafa ekki veiðireynslu í. ESB tekur ekki yfir neinar auðlindir. Dæmi sem allir taka er þegar Spánverjar notuðu sér glufur í reglunum og náðu að komast á miðin við Bretland. En það er lítið talað um þetta núna.
Bendi þér sérstaklega á að þegar samningur er gerður við þjóð um að ganga í ESB þá gildir hann eins og ríkjaráðstefna ESB og ákvæði hans koma sem viðbót við ESB samningin. Þannig er það í hvert skipti sem einhver þjóð gengur í ESB þá fær hún sérstakan samning. Svíar fengu inn ákvæði um Landbúnað á norðlægum stöðum. Finnar líka.
Ef málið væri eins og þú lýsir þá væru væntanlega búið að leggja ESB niður. Svíar sem eru mun fjölmennari en við með fleiri sérfræðinga sem skoðuðu málið komust að því að þeim væri best borgið þar. Engin þjóð vinnur að því að komast úr ESB. 45% af Norðmönnum hafa viljað ganga í ESB en þar eins og hér er rekinn hræðsluáróður sem hingað til hefur virkað. En þetta gæti breyst ef að olían heldur áfram að falla í verði.
Eftirfarandi er úr grein eftir Þorvald Gylfason
Þetta er ágæt grein sem lýsir þessu ágætlega. Hann byrjar hana reyndar á að líkja inngöngu í ESB við hjónaband. Í hjónabandi verða viðkomandi að afsala sér fullveldi. Þ.e. margar ákvarðanir verða að vera sameiginlegar þegar að fólk ákveður að deila ákveðnum sviðum lífsins saman. Eins með ríki sem hafa svo mikla samvinnu á ákveðnum sviðum þær verða að samræma stjórn á þeim þáttum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.