Sunnudagur, 5. apríl 2009
Tryggvi fer ekki rétt með!
Í þættinum Á Sprengisandi sagði Tryggvi að um 1000 manns væru búin að sækja um greiðsluaðlögun. En þar fer hann ekki með rétt mál. Skv. lögum um greiðsluaðlögun sækir maður um það til dómastóla. Þannig að engin sæki beint um það til Íbúðarlánasjóðs. Íbúðarlánasjóður hefur aftur verið með úrræði fyrir íbúðareigendur sem gengur út á greiðsluerfiðleikalán frystingu og hagræðingu á greiðslubirgði.
Ráðgjafastofa heimilana og fleiri verða svo milliliðir sem fólk fer með mál sín í gegn til dómstóla.
Held að menn sem koma í þætti og segja þar aðra vita ekkert um þessi mál ættu nú að kynna sér málin betur.
Svo þegar menn gera lítið úr þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og tala um að hún hafi reiknað með 200 beiðnum um greiðsluaðlögun en þær séu núna 1000 eru að bera saman epli og appelsínur.
Bendi á ágætar upplýsingar á síðu lögmanna sem hafa ákveðið að bjóða fólki aðstoð við undirbúning óskar um greiðslu aðlögun. Síðan þeirra er http://greidsluadlogun.is/
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Guð minn góður! Á semsagt fólk sem er gjörsamlega farið á kúpuna og er andlega niðurbrotið að þurfa að sækja um þetta til dómstóla og birta þar allar upplýsingar um það hversu mikið á höfðinu þeir eru? Það hvað þau hafa í laun o.s.frv. Þannig að Samfylkingin ætlar að fullkomna niðurlæginguna. Frábært múv!
Já og svo hitt að það er ekki eins og að dómskerfið okkar virki hratt í dag en fyrst við ætlum að bæta þessum pakka við þá erum við fyrst farin að tala um hraða snigilsins.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 5.4.2009 kl. 13:52
Þetta úrræði er fyrir þá sem geta ekki borgað. Þetta er nú ekki flókið eða niðurlægjandi. Það er skipaður umsjónamaður sem fer með greiðsluáætlun sem gerð er til kröfuhafa og skuldirnar aðlagaðar með niðurfærslu, lengingum og öðurm aðgerðum að greiðslugetu viðkomandi. Þetta er nú ekki dómtekið sem slíkt. Og ég held að margir væru í þessari stöðu þó að þeir fengju 20% niðurfellingu. Bendi þér t.d. á að skv árskýrslu íbúðarlánasjóðs fyrir árið 2007 voru um 20% lántakenda hjá þeim með íbúðarskuldir upp á 100%.
Fólk fer fyrst í íbúðarlánasjóð og skoðar kvort að frysting lána í allt að 3 ár gæti bjargað þeim. Eins býður íbúðalánasjóður upp á lengingu í lánum sem lækkar greiðslubyrgð fólks jafnvel um 20 til 30%. Það eru þeir sem þessi ráð duga ekki fyrir sem leita í greðsluaðlögun. En það samsvarar því þegar fyrirtæki ganga til nauðasamninga við kröfuhafa. Þarf ekki að gera þetta fólkið!
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 14:00
Ps. ef þú hefði kíkt á linkinn sem ég sett þá hefðir þú fundið út hvernig greiðsluaðlögn í gegnum það fyrirtæki hefði farið fram. Pasta það hér inn
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 14:06
Og að lokum þú segir: "Guð minn góður!" Ég verð nú að segja að Guð ykkar virðist nú ekkert sérstaklega góður við Ísland þessa dagana.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 14:09
Þetta er sú leið sem að stjórnvöld hafa boðið upp á. Hvort sem að það kallast að sækja um þegar menn koma til ráðgjafastofa eða hvort að menn sæki ekki um nema fyrir dómi skiptir nákvæmlega engu máli og er útúrsnúningur frá því sem að skiptir máli. Þessar tölur sýna, hvort sem að 1000 manns endi fyrir dómi með sín mál eða ekki, að vandinn er gríðarlegur og hann er virkilega vanmetinn hjá stjórnvöldum þessa lands.
Nú er tækifæri til þess að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja í landinu og það tækifæri varir ekki lengi. Þegar frestunin er úti, þegar að fyrirtækin og heimilin eru komin í þrot þá er tækifærið úr sögunni og ekki aftur snúið. Nema eitthvað sé gert og það strax þá blasa fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja. Fjöldagjaldþrot fyrirtækja geta svo haft keðjuverkandi áhrif og dregið enn fleiri heimili niður með sér.
Jóhann Pétur Pétursson, 5.4.2009 kl. 14:25
Menn fara áður enn þeir leita greiðsluaðlögunar náttúrulega fyrst til sinna lánastofnana og kanna hvað þær geta gert fyrir þá. Það hafa milli 100 og a.m.k 500 farið á hverju ári til Íbúðarlánasjóðs og fengið frystingar. Íbúðalánasjóður hefru boðið upp á þetta í fjölda ára. Nú hafa hinsvegar allar aðrar stofnanir ákveðið að bjóða upp á sama pakka. EN ÞETTA ER EKKI GREIÐSLUAÐLÖGUN sem var lögfest á Aþingi. GREIÐSLUAÐLÖGUN er næsta skref af að þessar aðferðir ÍLS og fjármálstofnana duga ekki til. Þá er gerð greiðsluáætlun sem fólk getur ráðið við og gögn send til Héraðsdóms sem skipar umsjónamann sem stýrir viðræðum við banka og aðra skuldareigendur um að fella niður að hluta eða alveg skuldir, lengja lánstíma og fleira þannig að skuldari ráði við skuldir sínar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 14:43
Nei! Nú er einmitt tækifæri fyrir heimilin í landinu að fara í fjöldagjaldþrot!
Það er eitthvað sem að heimilin í landinu þurfa að fara að skoða. Hvaða möguleikar eru fyrir hendi ef að heimilin hóta að slíta öllum tengslum við lánastofnanir og hætta að borga.
Ríkisstjórnin ætlar ekki að gera neitt fyrir almenning í landinu sem er búinn að tapa aleigunni. Sá sem tapaði í gær 10-25 milljónum vegna vanhæfrar ríkisstjórnar og vanhæfra starfsmanna í fjármálastofnunum fá núna blauta tusku í andlitið með áletruninni "greiðsluaðlögun". Djöfulsins kjaftæði ef þú spyrð mig. Ef einhver stelur frá mér 10-25 milljónum skulu dómsstólar sjá til þess að ég fái milljónirnar aftur. Núna snýst allt um að leita leiða til að sjá til þess að ég borgi milljónirnar sjálfur og sé þræll næstu 100 árin.
FJÖLDAGJALDÞROT! Það var nú þannig sem að Rússar tóku Þjóðverja í rassgatið í seinna stríði. Með því að skilja eingöngu eftir rústir einar höfðu Þjóðverjar ekkert að vinna þegar þeir réðust inn í Rússland. Fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu núna munu koma í veg fyrir að aleigunni verði stolið oftar en einu sinni af okkur.
kristinn (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:51
Sæll Magnús
Ágæt færsla hjá þér. Ég skil ekki hvernig nokkur maður getur haldið því fram að 20% niðurfelling leysi vandann! Það hefur komið fram við útreikninga SB að slík niðurfelling BARA fyrir heimilin kostar ríkissjóð um 285 milljarða. Og hvernig ætti svo að greiða það? Ætli það gæti ekki orðið aukin skattbyrði eða hreint "hrun" á velferðar og/eða þjónustugeira hins opinbera. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem skulda EKKI? Ég er t.d. námsmaður og á eftir að eignast börn... er það sanngjarnt ofan á allt annað að ávísa reikningnum á komandi kynslóðir?
Varðandi fyrirtæki þá held ég að 20% leiðin sé leynt og ljós knúin áfram af þeim fyrirtækjum sem mestra hagsmuna hafa að gæta... Hvað með ónefnt flutningafyrirtæki sem fór svo illa með rekstur sinn að það greiddi út hundruðir milljóna í "árangurstengda" bónusa - þrátt fyrir "lóðréttan" hallarekstur.
Heimilin þurfa ábyrg stjórnvöld sem byggja á raunsæjum og sanngjörnum leiðum til lengri tíma - ekki flýtileið sem sökkvir okkur enn dýpra í skuldafen til framtíðar. Það þarf að vera hægt að treysta því að fólk í erfiðleikum leiti til stofnanna til að fá aðlögun - næga framfærslu og byrði í samræmi við það.
Herdís Björk (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:01
Kristinn greiðsluaðlögun er til að koma í veg fyrir fjölda gjaldþrot. Og hverjir sérstaklega voru það sem stálu af þér 10 til 25 milljonum. Það voru sannanlega ekki nýju bankarnir. Þeir eru eign okkar. Þeir sem áttu bankana kannski? En þar sem líkur eru á að þeir eigi ekki bót fyrir rassgatið á sér núna þá erfitt að rukka þá. En ef þeir fóru að lögum þá er það svona óbeinn þjófnaður. Ef þú ert að tala um inneignir í skuldabréfasjóðum þá er ekki hægt að leggja það við lánin. Er ekki verið að undirbúa málsókn gagnvart gömlu bönkunum vegna þess.
Lánin eru allt annað mál. Fólk sem skuldsetti sig upp að 100% af eignarverði gat reiknað með að það gætu komið tímabil þar sem verðtryggðar skuldir mundu hækka umfram íbúðaverð. Mér skilst að 20 milljóna verðtryggt lán hafi hækkað á síðasta ári um c.a. 3 milljónir. Verðbólga hefði jú alltaf hækkað þessi lán. Síðan var kaupgleði fólks síðustu ár búin að hækka húsnæðisverð upp um fleiri tug prósenta. Þetta var náttúrulega vegna þess að fólk hafði aðgang og nýtti sér ótakmarkað lánsfé. Það hlaut að gera sér grein fyrir því að það gæti komið lægð á húsnæðismarkaði sem gæti lækkað virð íbúða.
Svo viðurkenni ég að það var hópur fólk sem fór varlega og keypti sér litlar hæfilegar eignir og átti 20% af kaupverði en er nú komið í mínus. Þessum hóp viðurkenni ég að þarf að hjálpa sérstaklega.
En fólk sem hefur fín laun og greiðslubyrgði af húsnæðislánum kannski upp á 150 þúsund eða 200 þúsund en er með 1 milljón eða meira í tekjur á mánuði vorkenni ég bara ekki neitt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 15:20
Alveg samála þér Herdís
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 15:26
Sælt gott fólk
Hver yrði kostnaðurinn ef að það verður ekki gert neitt? Mér finnst með ólíkindum málflutingur fólks sem að segir að það sé betra að gera ekki neitt af því að það að gera eitthvað sé svo dýrt. Þetta er stefnan sem því miður stjórnarflokkarnir starfa eftir og þið aðhyllist. Þær aðgerðir sem svo sem greiðsluaðlögun og frestun á aðför kemur bara alls ekki í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja sem að er raunveruleg hætt eins og Seðlabankinn hefur þegar sýnt fram á.
Það að hjálpa bara verst settu heimilunum og gera nákvæmlega ekkert fyrir fyrirtækin mun aðeins enda á einn veg. Fyrirtæki í þjónustu og verslunargeira fara á hausinn. Þessar tölur um aðsókn í greiðsluaðlögun, alveg sama hvaða hártogunum við beitum í því máli, sýnir hvað vandinn er stór. Og ríkisstjórnarflokkarnir og þið viljið bara bíða til og sjá hvað áfallið verður mikið.
Ég vona að ríkisstjórnarflokkarnir fái góðann meirihluta í vor, verði þeím þá að góðu að ríkja yfir rústunum sem að eftir verða.
En þetta er allt í lagi, því að ríkisstjórnin ætlar að breyta stjórnarskránni.
Jóhann Pétur Pétursson, 5.4.2009 kl. 16:33
Jóhann bankar og Íbúðarlánasjóður bjóða fólk nú þegar upp á frystingu á hluta eða öllum greiðslum í 3 ár, þeir bjóða lengingu á lánum þeir bjóða fólki að taka vanskil inn í lánið. Þetta er úrræði sem flestum ætti að duga. Það eru líkur á að eftir 3 ár verði orðinn hér viðsnúningur og aðstæður allt aðrar. Sumir eiga í meiri erfiðleikum fyrir þá er greiðsluaðlögun. Og kannski þarf að beita frekari úrræðum fyrir þau. Eins og að taka yfir íbúiði og leigja þeim þær með kaupréttarákvæðum í framtíðinni.
Minni fólk á að um 1990 þá var íbúðarmarkaður þannig að íbúðaverð hækkaði ekkert. EN lánin hækkuðu með verðbólgunni. Þannig að margir þá lentu tímabundið í því að eiga ekkert í íbuðum sínu. þ.e. þeir sem höfðu ofan á lán frá íbúðarlánasjóði tekið lífeyrislán með verði hjá mömmu eða ömmu og svo bankalán líka. Fólk flest komst út úr þessu. Ég var í þeirri stöðu þá! Og sat eftir með milljón í lífeyrissjóðsláni þó ég væri búin að selja mína íbúð. Svona tímabil hafa komið hér áður í vægari mynd og við höfum komist i gegnum það.
Nú er verðhjöðnun og lánin lækka aðeins. T.d. heyrði ég að líkur væru á því að 20 milljóna lán lækki um allt að 700 þúsund í næsta skipti sem vísitala er birt.
Hélt fólk að það væri bara ekkert mál að takast á við svona hrun. Bara hringja í lánadrottna i útlöndum og segja þeim að við ætlum bara að skrúfa niður eignir bankana um þó nokkur prósent af því að við ætlum að lækka öll lán hér á landi um 20%. Og þetta bætist þá við alla milljarðar sem þið eruð búnir að reikna með að þurfi að afskrifa vegna lána til t.d. Eimskip, FL group, Straums, Stoða og allra þeirra. Svo ætla heimilinn líka að fá afskrifuð lán óháð því hvort þau geta borgað þau. Jafnvel þó að greiðslubirgðin sé ekki nema kannski 200 þúsund af 1. milljón í tekjur á mánuði. Halda menn að þeir taki vel í það?
Og hvaða hjálp er það að lækka skuldir á þá sem geta borgað þegar kannski fjölskyldur með 200 þúsund í tekjur eru með greiðslubirgði upp á yfir 130 þúsund. Og geta sannanlega ekki lifað á því. Væri ekki betra að tekjutengja aðstoðina þannig að þeir sem virkilega þurfa aðstoð fái hana?
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 17:06
Björn þú gerir þér vonandi grein fyrir því að ef þegar er búið að reikna íbúðarlán inn í nýju bankana sem eignir þá verðum við að bæta þeim ef við skerðum þau? Og hvernig gerum við það jú með auknum niðurskurði. Nei úps það er ekki hægt því að við getum það ekki ofan í annan niðurskurð. Það yrði ekkert eftir. Eða að við segjum kröfuhöfum erlendis að við ætlum ekki að borga þetta heldur ofan í þá 10 þúsundmilljarða sem nú þegar ætlum ekki að borga. Og svo segjum við " nei við ætlum ekki að borga þetta en við viljum að þið lánið okkur og komið hingað og fjárfestið" Held að það yrði óliklegt að neinn mundi borga!
Held Björn að frysting húsnæðislána í 3 ár gæfi fólki tækifæri til að endurskipuleggja sig sem og að ástandið verður vonandi allt annað 2012 þegar fólk færi að greiða aftur af lánum sínum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.