Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin að verða eins og Austur Þýskaland?

Var að lesa eftirfarandi frétt á ruv.is. Ég held að það fari að verða fá ríki sem fylgjast eins mikið með bæði borgurum sínum og gestum eins og USA. Þá hef ég lesið einhverstaðar að hlustunar og hlerunarkerfi þeirra sé því líkt að tölvur sem notaðar eru til að vingsa úr öllu því sem þeir nema, þurfi svipað vatnsmagn og meðal virkjun í kælingu. Þetta fer að minna mann á Austur Þýskaland þegar það stóð sem hæst.

ruv.is

  • » Fréttir
  • » Frétt
  • BNA: Ferðamenn vaktaðirBush1

    Embættismenn í landamæraeftirliti í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum skráð víðtækar upplýsingar um nær alla ferðamenn sem koma og fara frá landinu, þar á meðal bandaríska ríkisborgara.

    Þetta kerfi var sett á laggirnar eftir hryðjuverkaárásirnar í september árið 2001 en til þessa hafa fáir vitað af tilvist þess. Það var fréttastofa Associated Press sem sagði frá þessu kerfi á fimmtudaginn. Það kallast á ensku ATS, eða Automated Targeting System. Þessi gagnabanki safnar þannig upplýsingum um nær alla þá sem fara yfir landamæri Bandaríkjanna; t.d. upplýsingum um vegabréf, brottfararstað, greiðslumáta farseðla, ökuferilsskrá, og jafnvel hvernig mat viðkomandi einstaklingur hefur pantað á flugferðum; allir fá nokkurs konar einkunn sem gefur til kynna hættumat.

    Þessar upplýsingar eru síðan geymdar í gagnabanka í einni af byggingum heimavarnarráðuneytisins í Virginíu ríki og eru virkar í 40 ár, samkvæmt frétt Associated Press, og það er engin leið fyrir almenning, Bandaríkjamenn eða aðra, að sjá sínar upplýsingar, til dæmis til að fara fram á leiðréttingu. Opinberir aðilar sögðu frá tilvist þessa kerfis í síðasta mánuði í því sem kalla mætti lögbirtingablaðið vestra, en söfnun þessara upplýsinga og einkunnagjöf hefur farið fram undanfarin fjögur ár.

    Um 400 miljón manns fara yfir landamæri Bandaríkjanna á hverju ári, þar af tæplega 90 miljónir um flugvelli landsins. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hryðjuverkamenn hafi náðst með notkun þessa kerfis en í fréttum AP kemur fram að á hverjum degi sé um 45 manns snúið við á landamærum Bandaríkjanna.

    Talsmenn samtaka ferðamanna vestra og fulltrúar stofnana sem fjalla um persónuvernd hafa undanfarna daga mótmælt þessari söfnun upplýsinga og sérstaklega því að einstaklingar geti ekki fengið aðgang að upplýsingum um sjálfa sig. Og einn af leiðtogum demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Patrick Leahy, sem verður formaður dómsmálanefndar deildarinnar í janúar, hefur lofað auknu eftirliti með þessari starfsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband