Leita í fréttum mbl.is

Samfyling þarf nú að skýra þessar milljónir frá bönkunum

Ef að þessi frétt á visir.is er rétt þá er nú Samfylking í ekkert of góðum málum. Þarna er vissulega um lægri upphæðir að ræða en samt!

Þetta vekur líka upp spurninguna um hvort að flokkar eigi að stand í kosningabaráttur sem kostar langt umfram það sem þeir hafa ráð á. Menn hafa líka dylgjað um að Framsókn hafi verið styrkt duglega fyrir allar kosningar af fyrrum Sambandsfyrirtækjum sem og verktökum. Þetta verður að stoppa. Það er ekki svo erfitt að ná til fólks hér að baráttur þurfi að kosta fleiri tugi milljóna eða hundruði milljóna.

Vísir, 10. apr. 2009 03:13

Bankarnir þrír styrktu Samfylkinguna um þrettán milljónir

Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing styrktu Samfylkinguna um samtals þrettán milljónir á árinu 2006 eftir því heimildir Vísis herma.

Landsbankinn var ásamt Kaupþingi stærsti styrktaraðili Samfylkingarinnar en bankanrir greiddu flokknum hvor um sig tæpar fimm milljónir á árinu 2006. Landsbankinn greiddi eins og frægt er orðið Sjálfstæðisflokknum 25 milljónir á sama ári. Glitnir styrkti Samfylkinguna um þrjár milljónir.


mbl.is Ömurlegar fréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað heldur þú að Glitnir og Kaupþing hafi styrkt FL(group)okkinn um mikið, það er líkglega bara rétt verið að fleyta ofan af bókhaldinu þar.

RR (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er ekkert mál maður kæri Helgi. Þessar millur fór einfaldlega í að styrkja fáránleikaeftirlit Samspillingarinnar (FME). Þú veist þessi stofnun sem bar ábyrgð á eftirliti með bönkunum undir forystu viðskiptaráðherra Samspillingarinnar. Þetta eftirlit Samspillingarinnar var sem sagt að gæta hagsmuna þjóðarinnar. En þetta tókst já já. Að koma bönkunum yfir á skattgreiðendur undir forystu Samspillingarinnar. Allt er því gott núna. Þúsund kossar til viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra sem kysstu vöndinn hjá ESB og GB. Þetta eru dugnaðarforkar. Sannkallaðar þjóðhetjur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2009 kl. 09:12

3 Smámynd: Gunnar Björnsson

Þetta eru reyndar lægri upphæðir en Sjálfstæðis-FL-okkurinn fékk frá bönkunum þremur ef við undanskyljum 15 milljónirnar frá LÍ.  Auk þess voru 2,5 frá Straumi og 2 milljónir frá MP og 3 milljónir frá Exista.

Sjá frétt hér:  http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/10/landsbankinn_veitti_2_styrki/

Exista hf. 3 milljónir
FL-Group hf. 30 milljónir 
Glitnir banki hf. 5 milljónir
KB-banki hf. 4 milljónir
Landsbanki Íslands hf. 5 milljónir
Landsbanki Íslands hf. 25 milljónir
MP-Fjárfestingarbanki 2 milljónir
Straumur-Burðarás hf. 2,5 milljónir
Tryggingamiðstöðin 2 milljónir
Þorbjörn hf. 2,4 milljónir

Gunnar Björnsson, 10.4.2009 kl. 09:21

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Maður hefur náttúrulega vitað að í öllum félögum, flokkum og hreyfingum eru nefndir sem eru að snapa peninga frá fyrirtækjum í rekstur þeirra. Fínnt að það skuli vera komnar reglur um þetta núna.

Nokkuð ljóst að stærstu fyrirtækin gátu verið að kaupa sér ákveðna góðvild. En samt er nú gott að gera sér grein fyrir því að ef fyrirtæki gefur milljón þá þarf það að fá hana einhverstaðar. Og það eru sennilega við sam borgum fyrir það með hærra vöruverði, meiri vaxtamun og svo framvegis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: doddý

.. það hefur engin farið varhluta af drullupyttinum "græðginni". það er best að skila auðu. kv d

doddý, 10.4.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband