Leita í fréttum mbl.is

Björn og þjóðin - Tveir ólíkir aðiðlar.

Ég tel að einhver eigi nú að benda Birni á að stjórnarskrárbreytingar eru ekki alfarið málefni þingsins í dag. Nú eins og stjórnarskráin er þurfa að fara fram kosningar milli þess sem þingið samþykkir breytingar á henni. Auðvita ætti þetta að vera þannig að þjóðin sjálf kýs um þessar breytingar. Það sýnir sig að á þingi eru það fulltrúar sterkustu hagsmunahópa sem ráða allt of miklu. T.d. er atkvæðavægi enn þannig hér á landi að atkvæði í Norðurlandi Vestur vegur 2 fallt á við atkvæði í Kraganum.

Alþingi er í dag hvort eð er ekkert í líkingu við það sem þeir sem settu okkur þessa stjórnarskrá reiknuðu með heldur afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdarvaldið. Og stjórnarskráin um margt ekki virt. Þannig er til dæmis allur kaflinn um Forsetan nær marklaus.

Til að ég gæti sætt mig við að Alþingi hefði einkarétt á að breyta stjórnarskránni væri að hér væri persónukjör. Hér er fólk að greiða listastaf atkvæði sitt en er kannski að stuðla að því að maður í framboði allt annarstaðar á landinu komist inn fyrir flokkinn sem fólk vill ekki sjá á þingi.

Þetta málþóf Sjálfstæðismanna eiga eftir að skila þeim valdalausum næstu árinn eða áratugina.


mbl.is Stefnir í sigur „málþófsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er von að spillingarkónginum Birni Bjarnasyni blöskri það að þjóðin fái að taka þátt í að endursemja stjórnarskrá. Björn Bjarnason sem sjálfur í hópi hinna spillingarfíflanna í sjálfstæðisflokknum viðhafði algjört ráðherraræði sl. 18 ár og gaf skít í þingið og vilja þess. Björn spillingarbjáni Bjarnason ætti að hafa vit á því að steinhalda kjafti héðan í frá. Þjóðin er loksins laus við þetta skoffín af þingi og úr ráðherrastóli og allt sem á eftir kemur verður betra því dýpra verður ekki sokkið en að sitja uppi með Björn Bjarnason sem ráðherra ...nema ef vera skyldi að hafa Guðlaug Þór stórlygara og spillingarpeð í ráðherrastóli.

corvus corax, 14.4.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband