Leita í fréttum mbl.is

Klúður í Árborg

Þó svo ég sé feginn að minn flokkur sé aftur kominn að stjórn Árborgar verð ég að segja að þetta er klúður:

ruv.is

Þrír bæjarstjórar á launum í Árborg

Sérkennileg staða er komin upp í Árborg því að þrír einstaklingar þiggja laun sem bæjarstjórarí desember. Ragnheiður Hergeirsdóttir er nýr bæjarstjóri og tekur við af Stefaníu Katrínu Karlsdóttur. Hún rétt á tólf mánaða biðlaunum.

Þriðji bæjarstjórinn á launum er síðan Einar Njálsson. Hann gegndi stöðu bæjarstjóra fyrir kosningar í vor og starfaði síðan í mánuð að loknum kosningum til að koma Stefaníu inn í starfið. Hann átti rétt á sex mánaða biðlaunum og verður því á launum til áramóta. Líklega eru fá dæmi þess að svo margir bæjarstjórar séu á launum á sama tíma.

Reyndar virðist mikill hiti í mönnum eftir að nýr meirihluti var myndaður. Ásakanir ganga á báða bóga og hyggjast sjálfstæðismenn boða til borgarafundar á Hótel Selfossi á fimmtudagskvöld. Þar á meðal annars að ræða ásakanir sem komið hafa fram um það að sjálfstæðismenn hafi gengið erinda Eyþórs Arnalds vegna afgreiðslu tillagna í skipulagsnefnd bæjarins.

En það er allt hægt í Árborg. Manni skilst að uppúr hafi slitnað vegna mismunandi viðskiptahagsmuna varðandi lóðir í miðbæ Árborgar. Við slíku hlítur maður að segja oj bara. Þið fólk sem eruð að bjóða ykkur fram til þjónustu fyrir bæjarbúa hafið engan rétt til að vera að s"kara að eigin köku."

En það er skrítin pólitík á Suðurlandi sbr. brandaran sem gekk hér fyrir nokkrum vikum:

Nýtt leikrit sem enginn má missa af

Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og nefnist "Glæpagengið" eftir Davíð Oddson.

Leikritið fjallar um hóp manna sem fer rænandi og ruplandi um héruð, og kenna síðan öðrum um ef upp kemst.

Leikarar eru Árni Johnsen, Guðjón Hjörleifsson, Gunnar Örlygsson og gestaleikari er enginn annar en Eggert Haukdal.

Góða skemmtun (ps. sætaferðir frá Tuborg, bílstjóri er Eyþór Arnalds).

Athugið !

Vegna tæknilegra mistaka vantar nokkrar gangstéttarhellur við inngang Þjóðleikhússins ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband