Leita í fréttum mbl.is

Rétt og rangt um Evrópusambandið

Bendi fólki á að lesa þessa samantekt um ESB þar sem tekið er á öllum hræðsluáróðri sem andstæðingar ESB hafa haldið að þjóðinni:

Þar stendur m.a.

Þetta er sagt:

Ísland missir fullveldi sitt við aðild að ESB.

 Rétt er:

ESB er samband fullvalda og sjálfstæðra þjóða, sem hafa ákveðið að deila hluta af fullveldi sínu í sameiginlegum stofnunum til að skapa öllum innan sambandsins sama rétt við atvinnu og í viðskiptum. Í slíku framsali felst ekki missir fullveldis þegar rétt er á málum haldið, heldur víðtækari réttur. Dani eða Breta virðist ekki skorta fullveldi eftir rúman aldarþriðjung í ESB. Svíar eða Finnar eru engar nýlenduþjóðir. Ýmislegt annað alþjóðlegt samstarf felur í sér svipað framsal fullveldis, svo sem aðild að mannréttindasáttmálum. Aðild Íslendinga að slíkum samningum hefur ekki reynst óheillaspor.

Aðild að Evrópusambandinu fæli raunar í sér frekara fullveldi Íslands en núverandi staða lýðveldisins í EES-samstarfinu. Nú þurfa Íslendingar að taka upp um þrjá fjórðu hluta af efnisreglum ESB-réttar án þess að hafa nokkur formleg áhrif á ákvarðanatökuna. Með aðild getum við haft áhrif á allar slíkar reglur, og reynslan sýnir að smáar þjóðir hafa veruleg áhrif innan ESB þar sem þær kjósa að beita sér af fullum þrótti.

Og eins t.d. þetta:

Þetta er sagt:

ESB mun úthluta kvóta í íslenskri lögsögu eftir eigin kerfi

Rétt er:
ESB hefur engin afskipti af kvótakerfum aðildarríkjanna, svo framanlega sem ekki er mismunað á grundvelli þjóðernis. Sum aðildarríki hafa framseljanlegar aflaheimildir önnur ekki. Íslensk stjórnvöld munu áfram úthluta kvóta eftir því kerfi sem Alþingi og ríkisstjórn ákveður.

 

Þetta er sagt:

Eftirlit á miðunum mun versna, þar sem eftirliti hjá ESB er ábótavant

Rétt er:
Eftirlit er á ábyrgð strandríkja í ESB, sem þýðir að íslenska landhelgisgæslan mun áfram bera ábyrgð á eftirliti á miðunum. Hlutverk ESB er einungis að tryggja að eftirlitið uppfylli lágmarkskröfur ESB.

 Bábiljum sem svarað er eru hér fyrir neðan.. Smellið á þær og hættið svo að bulla um þetta vonda ESB sem ætli að stela auðlindum okkar. Sjáið þið það ekki fyrir ykkur að einhver komi hér og styngi raforkuverunum í vasann og fari með það heim. En með því að smella á viðeigandi tengil þá fáið þið svör við þessu.


mbl.is Evruvextir fara ekki í núllið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríki sem hefur litla stjórn á eigin landbúnaðarmálum, fiskveiðimálum, orkumálum, tollamálum og skattamálum er ekki fullvalda ríki í hefðbundnum skilningi þess orðs þótt það hafi fána, þjóðsöng og sæti á allsherjarþingi SÞ.

Ekki eykst fullveldið heldur við það að þjóðin sé örþjóð sem deilir forræði í þessum málaflokkum með tugmilljónaþjóðum.

Og ekki er það til þess að bæta stöðuna ef að hún þarf um leið að framselja valdið yfir sínum grundvallaratvinnuvegum. Myndir þú kalla Þjóðverja fullvalda ef þungaiðnaðurinn, tækniiðnaðurinn og fjármálastarfsemin þar væri undir sameiginlegri stjórn Þjóðverja og Kínverja og atkvæðavægið nokkurn veginn í samræmi við mannfjölda?

Annars þurfum við að athuga þetta Evtópusamband þitt. Ef við getum gengið þar inn og þannig veitt krötum dálitla útrás fyrir sambandsinngönguþarfir sínar en án þess að glata fullveldi þá gæti það verið prýðisgott mál.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 05:34

2 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Magnús.

Þetta er afar ótraustur samsetningur og tæpast til heimabrúks.

Bendi þér og lesendum síðunnar þinnar á grein á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur þar sem rakin eru nokkur þau atriði sem mæla gegn aðild Íslands að ESB. Vænti að fólk vilji hafa það sem sannara reynist.

Hjörleifur Guttormsson, 19.4.2009 kl. 06:57

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi þér á Hjörleifur að þetta er upplýsingar unnar af flokki sem er búinn að skoða þetta í nærri 10 ár. Og þar inni eru sérfræðingar sem bæði hafa menntað sig í Evrópufræðum sem og unnið í Brussel. Ég veit þú er rökfastur maður sem og Ragnar Arnalds. En þar sem að ykkar röksemdarfærsla er mótuð af því að þið hafið ávalt verið á móti því að Íslendingar gengu til samstarfs við Evrópuríki þá kaupi ég þau ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.4.2009 kl. 09:40

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Hjörleifur las aðeins yfir síðuna þína. Hnaut um t.d. eftirfarandi:

Innan ESB hefur opinber þjónusta átt undir högg að sækja og það sama á við um
samningsstöðu launafólks, m.a. tengt ákvæðum fjórfrelsisins svonefnda og viðvarandi atvinnuleysi.

Þú veitst vonandi að Svíþjóð og Danmörk eru þarna inni. Sem og Bretland of fleiri lönd. Þar er opinber þjónustu mun meiri en hér á landi þannig að þessi fullyrðing fellur um sjálfa sig. Sem og fullyrðingar varðandi Umhverfismál.

Síðan er óþolandi að tala um "innan ESB" Við vitum jú öll að í flestum atriðum er þarna um 27 ólík sjálfstæð lönd að ræða og málum háttað mismunandi eftir þeim öllum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.4.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband