Leita í fréttum mbl.is

Kosningabarátta - Góðir hlutir og slæmir

Framsókn má eiga það að þeir eru frumlegir í kosningabaráttu sinni. Þeir fara mikinn í að kynna 20% leiðina sína og svo t.d. þetta með alþjóðaveislu.

Eins var frumlegt að sjá Þráinn Bertelsson upp á kassa fyrir Borgarahreyfinguna. Þá má segja að Vg hafi verið heiðarleg í sinni baráttu. Ástþór sjálfum sér líkur í sinni. Frjálslindir gera mikið úr könnun þar sem að þeir sem tóku afstöðu voru 251 og rúmlega 9% þeirra ætla að kjósa Adda Kidda Gau.

En sjálfstæðismenn fara aftur þá leið að snúa út úr öllu sem aðrir segja, færa það í stílinn og helst ljúga upp á fólk.

Þar á ég t.d. við auglýsingu þeirra um skattahækkanir sem þeir segja að Vg og Samfylking hafi lagt til en þau kannast ekki við það. Síðan kaupa þeir heilsíðu auglýsingu þar sem þeir hræða fólk með þessu. Þar fara þeir frjálslega með hvernig þeir stilla upp tölum. Blanda ýmist saman mánaðarlaunum og skattgreiðslum á ársgrundvelli. Silja Bára fer ágætlega yfir það hér
reiknings- og kosningakúnstir

Þá eru þeir búnir að koma sér upp síðum sem eru órekjanlegar þar sem ráðist er að þingmönnum Vg. Sú síða er kölluð http://aha-hopurinn.com/

Eins má sjá auglýsingar þar sem þeir boða að Vg og Samfylking séu að koma í veg fyrir álver í Helguvík og á Bakka og segja að þar megi skapa 6000 störf. Bæði er ljót að ljúga því að fólki að þessar framkvæmdir séu að fara af stað nú. Það er ljóst að orkufyrirtækin og álfyrirtækin eru eins og önnur fyrirtæki hér í vandræðum með að fá lán. Og ég held að menn verði að átta sig á að lánadrottnar eru ekki tilbúnir að lána þær gríðarlegu upphæðir sem þarf til lands sem er hér með ónýtan gjaldmiðil, álverð í sögulegu lágmarki og orkufyrirtækin eiga erfitt með að endurfjármagna sig. Helguvík er nú þegar komin með öll leyfi og ríkisstjórn hefur leyfi til að semja vð þá en ég held að það verði engin 3000 störf sem koma þar næstu misseri. Og það er nefnilega það sem þeir gleyma að segja fólki. Þeir tala eins og þetta gæti gerst strax eftir kosningar.

Svo má ekki gleyma nýjast útspili þeirra með að við gætum tekið upp Evru með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það sýnir sig að þegar Sjálfstæðismenn eru komnir frá völdum þá er þetta flokkur sem hefur lítið annað til að bera en smjörklípur, hagsmunagæslu og klíkuskap en ekkert annað.

 

 


mbl.is Kosningakjötsúpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband