Leita í fréttum mbl.is

Nú eru sjálfstæðismenn farnir að örvænta

Björn Bjarnason er alveg ótrúlegur í þessari grein. Hann er að reyna að plata þann stóra hóp sem hefur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn inn aftur í flokk sem var að hafna ESB. Nú eiga menn að koma í flokkinn og berjast við Björn og Co til að breyta stefnu flokksins sem hann var að samþykkja.

Hann leyfir sér að kenna Ingibjörgu Sólrúnu um andstöðu Sjálfstæðismanna við ESB. Held að menn séu nú ekki í lagi! Er hann að halda því fram að Ingibjörg Sólrún ráði því hvað Sjálfstæðismenn telji best fyrir þjóðina?

ESB-aðildarsinnar urðu undir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það auðveldaði okkur andstæðingum aðildar róðurinn á fundinum, hve ögrandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, hélt á Evrópumálum gagnvart sjálfstæðismönnum.

Ég get ekki lesið annað út úr þessu. Þetta eru nú auma liðið í þessum FLokk ef að andúð þeirra á ákveðinni manneskju ákveður hvaða skoðun þeir hafa varðandi framtíð Íslands 

 


mbl.is Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað í veröldinni ætlar Samfylkingarfólk að gera í Evrópumálum ef Sjálfstæðisflokkur styður ykkur ekki?!  Það er vonlaust fyrir ykkur að nudda ykkur upp við vinstri hækjuna ef menn ætla sér þangað.  Held því að fáir munu verða örvæntingarfullir en einmitt Samfylkingin þegar allt kemur til alls.

Freyr (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta verður bara að vera þannig að Samfylking myndar ekki stjórn án þess að leitt sé til lykta hvernig staðið verður að aðildarumsókn. Og loks verður að treysta á það að þeir þingmenn hvar sem er í flokki og eru fylgjandi aðildarumsókn greið málinu leið í gegnum þingið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Fríða Einarsdóttir

Á að þvínga okkur til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að komast ESB þvílíkur hroki er í þessum mönnum þeir eru siðblindir og veruleikafyrtir

Fríða Einarsdóttir, 20.4.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband