Mánudagur, 20. apríl 2009
Já takk!
Auðvita er þetta rétt hjá Jóhönnu. Það á að hefja ESB viðræður strax eftir kosningar. Það á ekki að leyfa einhverjum afdalamönnum hér að halda utan við samfélag Evrópu þjóða. Ef þessi afturhalds öfl fá að ráða verða engar breytingar á stöðumála hér.
Við verðum í höftum með ónýtan gjaldmiðil eftir nokkur misseri og þurfum í stað krónunnar að fara að nota skömmtunarseðla þar að það verður takamarkað sem við getum flutt inn. Allur okkar gjaldeyrir fer fljótt í afborganir af þeim lánum sem við erum nú með og erum að taka og engin vill lána okkur til að endurfjármagna lán t.d. orkufyrirtækja. Því tætum við upp gjaldeyrisforðann og þá eigum við ekki neinn gjaldeyrir nema það sem við fáum fyrir útflutning okkar og það nægir aðeins fyrir brýnum nauðsynjum eins og hveiti og sykri. Og það verður skammtað líka verður olía og bensín skammtað og í raun flest sem við þurfum að kaupa að utan.
ESB-viðræður í júní? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
http://a2.blog.is/blog/a2/entry/858179
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:32
Sæll Magnús,
get tekið undir með þér að það er í lagi að taka um viðræður en...
hvað gerum við ef það kemur út úr þeim viðræðum er lélegur samningur?
Á þá von á því að Íslendingar, óháð því hvort að þeir séu með ESB aðild eða móti ESB aðild, hafni samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þarf ekki að hafa plan B?
Samfylkingin tala fyrir aðildarviðræðum. Það er plan A en hvað með Plan B?
Á sama tíma verður auðvitað að segja að þeir stjórnmálaflokkar sem eru á móti aðild hafa ekki komið með neitt plan.
Ég vona bara að Samfylkingin hafi fullmótaðar hugmyndir um hvernig skuli standa að þessum aðildarviðræðum.
Hans (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:41
ESB
Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 17:17
Ég er svo sammála þér Marteinn, ég á einmitt mjög mikið bágt með að trúa því að heilvita manneskjur trúi því í svona mikilli blindni að ESB sé eina leiðin út. Samfylkingin hlýtur bara að vera að þyggja mútur frá einhverju stórfyrirtæki innan ESB
Ég vill meina að ESB leiði okkur ekki útúr þessum aðstæðum. Það kæmi í besta falli sá ímyndaði stöðugleiki sem ESB sinnar óska eftir ( ég kýs að kalla það stöðnun ), en ég tel allt eins miklar líkur á því að ESB steypi þjóðinni beint í glötun sbr. pistilinn sem ég vísa í í færslu 1.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:23
"Samfylkingin hlýtur bara að vera að þyggja mútur frá einhverju stórfyrirtæki innan ESB " Þú hlýtur að vera að grínast Arnar!?!
Las greinina sem þú vitnar í Arnar. Það vantar nú aðeins upp á að þetta sé hugsað. Þar er t.d. talað um:
Hverning ætla menn að setja kraft í eitt né neitt þegar við fáum engin lán vegna krónunar og við höfum ekkert traust sem er afleiðing af því að við höfum enga stefnu vegna þess að hér er fólk hrætt við samskipti við önnur lönd. Svona létu menn þegar við gengum í EFTA líka.
Annars bendi ég þér á að lesa þessa punkta sem taka á flestum þeim atriðum sem vísað er í grein þinni
Rétt og rangt um Evrópusambandið
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 10:02
Magnús hvernig fóru Þjóðverjar að þegar þeir reistu landið eftir styrjöldina ??? Áttu þeir einhverja vini ??? Áttu þeir einhverja peninga ???
Við þurfum enga stóra peninga til að koma okkur af stað. Til að byrja korn rækt væri hægt að ráða eitthvað af atvinnulausa fólkinu í þá vinnu. Þá losnar um atvinnuleysisbætur en koma laun í staðinn. Þyrftum að kaupa fræ og olíu á vinnuvélarnar. Og í lok sumarsins værum við kominn með fullt af korni sem væri hægt að byrja að vinna. Við myndum síðan í kjölfarið minnka innflutning á kornvörum og við það SPARAST gjaldeyrir.
Hver heldurðu svo að sé að fara að lána okkur peninga þótt við færum inn í ESB ???
Gömlu bankana á að vera löngu búið að setja í þrot loka þeim og henda öllum skuldum í þrotabú og leyfa kröfuhöfum að pikka í allar fasteignir erlendis.
Við gætum hæglega tekið saman 2-3 af stærstu kröfuhöfum bankana og samið við þá um að nýr ríkisbanki myndi taka við skuldbindingum gagnvart þeim með því skylyrði að opnað verði fyrir lánalínur.
Ef það myndi ekki nást þá væri enginn tilgangur með því að borga þetta gamla sukk.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:18
Bendi þér nú að Þýskalandi var skipt í tvennt. Vestur Þýskaland fékk veigamikla aðstoð t.d. frá Bandaríkjunm í formi Marshalls aðstoðar auk þess sem að Bandaríkin sáu til þess að ekki var gengið hart eftir stríðskaðabótum. En austur þýskaland varð eins og þú veist eitt harðasta kómúnistaríki veraldar.
Það tók Þýskaland mörg ár að komast úr úr þessu. Og 1952 þá tóku Vestur þjóðaverjar þátt í að stofna ESB og eftir það fór þeim að ganga betur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 11:49
Þjóðverjum var farið að ganga vel áður en þeir stofnuðu ESB.
Heldurðu virkilega að hinar þjóðirnar hefðu viljað sameinast Þýskalandi ef það þýddi að Þýskaland yrði þeim blóraböggull ??
Nei, hinar þjóðirnar sáu það að þýskaland var að rísa hratt út úr þessum aðstæðum og stefndi í góða átt sem þeir vildu taka þátt í líka.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:07
Þú verður að horfa á að Þýskalandi var skipt í tvennt. Ef við mundum skylja höfuðborgarsvæðið frá restinni af landinu og setja þar alla alla veltuna þá mundi þetta ganga betur.
Stíðinu lauk 1945 og Stál og kolabandalagið var stofnað 1952 þannig að það voru ekki nema 7 ár þar á milli.
Og á þeim tíma fengu Vestur Þjóðverjar Marshall aðstoð upp á 1.390,6 milljonir dollara. Við fengum líka Marshall aðstoð og endurnýjuðum fyrir það allan togaraflota okkar og byggðum vegi. Þetta var það sem kom þeim af stað.
Minni líka á að við EFTA samningana fengum við líka miklar umbætur um 1970 sem bjargaði okkur upp úr lægðinni sem var hér eftir síldarhrunið. Eins 1993 eða 4 þá náðum við miklilli hagsæld eftir EES samningin. Við höfum alltaf náð góðum niðurstöðum í samningum við inngöngu í samvinnu þjóða.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 12:28
Samvinna þjóða er eitt, það er ekki það sem ESB er. Allavega ekki okkar og hinna þjóðanna þar sem við munum hafa skipta 3 menn á móti þeirra 700.
Ef þeim dytti það til hugar að sameina efnahagslögsugu aðildarþjóða, þá hefðum við 3 til að mótmæla og stæðstu þjóðirnar til að samþykkja.
ESB vilja ólmir fá okkur inn, það er góð ástæða fyrir því að ESB vilja fá okkur inn í sambandið. Útaf því að við erum rík þjóð, rík af auðlindum og þeir vilja fá sitt.
Til lengri tíma litið þá komum við til með að borga meira fyrir það að vera innan í ESB en utan. Þótt við fengjum samninga sem myndu gulltryggja okkur auðlindir okkar að þá myndu þær auðlindir okkar væntanlega skapa okkur það góða stöðu að við myndum fá minni styrki þar sem ekki væri þörf á því en samt borga styrki til allra hinna landana.
Annað sem að fellur úr gildi við inngöngu í ESB eru tollar og vörugjöld. Það myndi koma miklu höggi á íslenskan iðnað þar sem íslensk fyrirtæki gætu stærðar sinnar vegna ekki keppt við stærri fyrirtæki erlendis.
Hvað er þá eftir sem að er svona gott við að ganga í ESB ???
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.