Leita í fréttum mbl.is

Samanburður milli áratuga er náttúrulega kjaftæði

Þegar ráðherrar eru að tala um hversu mikið þjónusta ríkisins hefur aukist þá taka þeir oft mið af stöðunni fyrir kannski svona 30 árum í bestafalli fara þeir 5 ára aftur í tíman og ræða um hversu mikið staðan hefur batnað síðan þá. Þeir benda á að fleiri milljónum sé varið í þennan eða hinn málaflokkinn og því sé þjónustan betri.

En þeir gleyma oft að reykna með því að okkur hefur fjölgað stórlega á viðmiðunar tímanum og því er bara til að viðhalda því þjónustusigi sem var mun dýrara. Þetta man ég ekki til að sé rætt í þessum samanburðarfræðum.

Er ekki betra að miða við að t.d. hvað  biðtími eftir þjónustu er langur. Hversu margir þurfa þjónustu? Og hvað þarf til að biðtími hverfi.

Ef að barnið mitt biði eftir þjónustu Greiningarstöðvarinnar þá væri ég alls ekki sáttur að bíða í nærri ár. Og það í einu ríkasta landi í heimi sem er til í að eyða minnst 500 milljónum til að komast í Öryggisráð SÞ.

Eins er þetta með Barna- og unglingageðdeild LSH

Vísir, 06. des. 2006 14:30

 

Á þriðja hundrað barna bíður eftir greiningu

71 barn á leikskólaaldri og 124 börn á grunnskólaaldri bíða eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins samkvæmt svari sem Magnús Stefánsson gaf á Alþingi í dag við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Fram kom í máli ráðherra að meðalbiðtími leikskólabarna eftir greiningu hjá stöðinni væri 257 dagar en hann hefði verið allt að 574 dagar eða hátt í tvö ár. Þá er meðalbiðtími grunnskólabarna 235 dagar en dæmi væri um að börn hefðu þurft að bíða eftir greiningu í yfir 1200 daga sem er á fjórða ár. Ásta Ragnheiður sagði ástandið algörlega óþolandi en ráðherra benti á að tilvísunum til ráðgjafarmiðstöðvarinnar hefði fjölgað úr 150 árið 1999 í um 250 á þessu ári og starfsemi stöðvarinnar hefði þegar verið styrkt með auknu fjármagni. Til að mynda myndi starfsfólki fjölga í 43 á næsta ári en þeir hafi verið 31 árið 2003.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband