Leita í fréttum mbl.is

Ég er ekki að skilja Framsókn

Ætli að Sigmundur hafi hugsað út í hvað svona yfirlýsingar eins og hann kom með í gær gæti kostað í samningum við erlenda lánadrottna? Og ef að Sigmundur er að byggja á einhverju vafasamri túlkun á minnisblaði á þessu mati á lánasöfnum bankana þá gæti þetta kostað okkur enn verri samnings aðstöðu ef hann var að verðfella lánasöfnin enn freka með því að koma svona umræðu í gang.

Þegar skýrslan sem Olver Wymann yfirfór og skilaði 16 apríl var kynningarferli hennar kynnt og er svona

Kynningaráætlun

Nauðsynlegt er að upplýsingar um verðmat séu fyrst birtar samningsaðilum og þeim gefinn kostur á að taka afstöðu til þeirra og kynna sér þær ítarlega. Þegar samningar hafa náðst verður samantekt á efni skýrslnanna gerð opinber. Í skýrslunum er meðal annars að finna viðkvæmar og verðmyndandi upplýsingar og því er ekki unnt að birta þær opinberlega að svo stöddu.

Þegar fullnaðarniðurstaða verðmatsins liggur fyrir er áætlað að það verði gert með eftirfarandi hætti:

• Fyrri hluti hverrar skýrslu verður fyrst afhentur viðkomandi nýjum banka og mótaðila hans, sem er skilanefnd gamla bankans, ásamt ráðgjöfum þessara aðila.

• Í framhaldi af því geta einstakir kröfuhafar snúið sér til skilanefnda ef þeir óska upplýsinga.

• Næsta skref verður að ráðgjöfum gömlu bankanna, sem eru fulltrúar kröfuhafa ,verður gefinn kostur á að kynna sér efni síðari hluta skýrslnanna við aðstæður þar sem fyllsta öryggis er gætt og taka afstöðu til matsins í einstökum atriðum.

• Nokkru síðar verður haldinn umræðufundur um tæknilega hlið matsins með þátttöku samningsaðila og ráðgjafa þeirra. Áætlað er að fundurinn verði haldinn í lok aprílmánaðar.

• Að síðustu verður haldinn fundur sem opinn er breiðari hópi kröfuhafa og verður þar gefinn kostur á umræðum og athugasemdum.“

Held að framsókn hafi skotið sig í fótinn með þessu upphlaupi. Enda hafa menn verið að tala um annað hrun hér síðustu vikur. En fáir komið með leiðir. Nema að Samfylking sem telur að ESB aðildarumsókn sé upphaf af markvissri leið til endurreisnar.


mbl.is Misskilningur að staðan sé miklu verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við heimtum allt uppá borðið.  Það er nóg komið af því undirteppaskýrslum.

Sigmundur er búinn að tala svona lengi og  það sem hann var að skrifa um í gætkvöld og tala um við fjölmiðla á ekki að koma neitt á óvart.

Samfylkingin er líka búin að tala um ESB í 10 ár með engum árangri og þannig er hætt við árangursleysið verði áfram. 

ÞJ (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:09

2 identicon

Ég legg til að Sigmundur Davíð verði gerður útlægur frá Íslandi um aldur og æfi þegar það kemur í ljós að hann laug.

Jón H. Þórisson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband