Leita í fréttum mbl.is

Hverning á nokkur ellilífeyrisþegi að skilja þetta?

Eftirfarandi er úr frétt af aðgerðum ríkisstjórnarinar til að draga úr skerðingu vegna vinnu ellilífeyrisþega:

ruv.is

Ríkisstjórnin ætlar að leggja það til við heilbrigðis og tryggingamálanefnd, að frumvarp um almannatryggingar og málefni aldraðra verði breytt. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra sagði á blaðamannafundi í dag, að lagt yrði til að elli og örorkulífeyrisþegar gætu dreift fjármagnstekjum sínum, og tekjum af séreignalífeyrissparnaði, sem greiddur er út í einu lagi, í allt að tíu ár. Dreifingin skerðir síður bætur lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins.

 Þetta er nú heft eins flókið og hægt er og leysir ekki úr því sem rætt hefur verið um. Þ.e. útfrá dæmi öryrkjans sem tók út séreignarlífeyrir sinn og átti eftir skerðingar um 9 þúsund eftir af 400.000.

Og síðar kemur:

Að auki leggur ríkisstjórnin til að elli- og örorkulífeyrisþegar geti valið á milli 300.000 króna frítekjumarks atvinnutekna, og þess að láta 60% atvinnutekna koma til skerðingar við útreikning á tekjutryggingu. Áður hafði Siv kynnt að gildistöku 300.000 króna frítekjumarks atvinnutekna lífeyrisþega yrði flýtt, svo þeir gætu frá áramótum unnið sér inn 25.000 krónur á mánuði áður en bætur þeirra tækju að skerðast

Jú það er hægt að stauta sig í gegnum þetta með herkjum. En afhverju þarf alltaf að hafa hlutina svona flókna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband